Hækka laun á kostnað hádegisverðarins

Furðuleg verða að teljast þau rök Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, að vegna samnings borgarstjórnarmeirihlutans og kennara um hækkun launa verði að spara í öðrum rekstri leik- og grunnskólanna.  

Allan annan reksturskostnað yrði að skera niður og þar á meðal að rýra fæði barnanna, sem þó hefur ekki verið talið til neinna sérstakrar fyrirmyndar í gæðum.

Launakostnaður skólanna er sagður vera um 85% af heildarkostnaði við skólastarfið og því með ólíkindum að ætlast sé til þess að launasamningar skuli fjármagnaðir með niðurskuði á þeim 15% sem fara í allan annan rekstrarkostnað.

Þessi frammistaða borgarstjórnarmeirihlutans í málefnum barnanna er ömurlegur vitnisburður um fjármálastjórn borgarinnar sem viðgengist hefur síðustu ár.  

Óstjórnin byrjaði fyrir alvöru í stjórnartíð "Besta flokksins" og ekkert bendir til að núverandi meirihluti sé að ná nokkrum tökum á ástandinu.


mbl.is Hitafundur í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband