Vísitalan er ekki vandamálið, en vaxtaokrið er það

Nú þegar vísitala neysluverðs hefur hækkað sáralítið tvö ár í röð ætti fólk að vera farið að sjá að verðtryggingin er ekki það vandamál sem plagar skuldara mest, enda ekki mikið talað um hana í þjóðfélaginu um þessar mundir.

Vaxtaokrið, sem viðgengist hefur hér á landi undanfarna áratugi, er hins vegar það vandamál sem almenningur ætti að sameinast um að mótmæla og berjast gegn af öllum kröftum.

Að lána óverðtryggð húsnæðislán með 6-7% vöxtum er svívirðilegt okur og ekki síður að lána verðtryggð lán með 4% vöxtum.  Slík lán ættu ekki að bera meira en 1,5-2% vexti og óverðtryggð lán ættu að hámarki að vera með 4% vöxtum.

Seðlabankinn heldur uppi vaxtaokurssvíviðingunni með brjálæðislega háum stýrivöxtum (nú 5,25%) á sama tíma og nánast allir aðrir seðlabankar eru með slíka vexti á bilinu 0-2%.

Með því að rífast endalaust um verðtrygginguna er lánastofnununum gefinn friður til að stunda vaxtaokrið óáreittum, enda ótrúlega lítilli athygli beint að því í umræðunum um lánamál heimilanna.


mbl.is Vísitala neysluverðs hækkar um 0,34%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Seðlabankastjórnendur hamast sem rjúpa við staurinn, að spá aukinni verðbölgu, sem ekkert bólar á. Með vaxtaokri bankanna og svívirðilega háum stýrivöxtum er grunnurinn lagður að tómu tjóni.

 Goöðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 28.8.2016 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband