Það verður að byggja spítalann við Hringbraut

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að nýr landspítali verði byggður við Hringbraut, enda sé undirbúningur kominn langt á veg og framkvæmdir í raun byrjaðar.

Verði hróflað við staðarvalinu og farið að ræða um nýjan stað fyrir spítala þarf enginn að láta sér detta í hug að samstaða náist undir eins um að byggja á Vífilstöðum, enda hafa margar aðrar staðsetningar verið nefndar, svo sem Geirsnef, Ártúnshöfði og Keldnaholt svo nokkrir staðir séu nefndir sem um hefur verið rætt.

Þjóðin virðist vera á einu máli um að efla þurfi heilbrigðiskerfið og eitt það brýnasta til þess að svo megi verða er ný spítalabygging og sú þarf að rísa sem allra fyrst. Þangað til að svo verði er lítið sem ekkert svigrúm til að bæta heilbrigðisþjónustuna, nema með því að bæta við hjúkrunarheimilum fyrir aldraða, en eftir sem áður bráðliggur á nýju og fullkomnu sjúkrahúsi sem stenst allar nútímakröfur um slíka starfsemi.

Vegna þrasáráttu okkar Íslendinga má ekki bakka með uppbyggingu sjúkrahússins við Hringbraut, því einmitt þessi eiginleiki okkar myndi annars verða til að tefja málið um mörg ár, jafnvel tvo áratugi.


mbl.is Spítalinn verður við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við verðum með spítala við Hringbrautina áfram og gerum hann betri en hann er með sjókrahóteli ættu mörg rúm að losna.

Byrjum strax að byggja nýjan spítala á Vífilstaðalandinu og svo annan eftir 30/50 við suðurlandsvegin.

Spítali er ekki einhvað sem þú byggir fyrir 1000 ár heldur er þetta stofnun sem verður að stækka með þjóðinni og við megum ekki gleyma túristunum flóttamönnum og góðmennsku okkar í garð alþjóða en við viljum að allar tekjur fari í að hjálpa erlendum en gleymum okkar fólki en góðmennsku elítan er búin að taka að okkur allan heiminn.

Valdimar Samúelsson, 16.3.2016 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband