Borgunarmálið verði rannsakað af Héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari hefur tekið yfir alla starfsemi Embættis sérstaks saksóknara ásamt einhverju fleiru sem sameinað var inn í embættið.  Sérstakur saksóknari hefur rannsakað alls kyns fjármálamisferli sem fram fóru á árunum fyrir hrun og í aðdraganda þess og hafa margir gerendanna í þeim málum verið dæmdir í þungar refsingar.

Í mörgum málanna hafa hinir dæmdu ekki hagnast persónulega á lögbrotum sínum en eftir sem áður hafa þeir talist bera ábyrgð á gífurlegum töpum sem af athöfnum þeirra hafa hlotist. Þyngstu dómana hafa bankastjórar föllnu bankanna fengið og ekki sér fyrir endann á þeim málum öllum ennþá.

Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun seint á árinu 2014 án auglýsingar eða útboðs og hefur bæði söluaðferðin sjálf og söluverðið verið harkalega gagnrýnt alla tíð síðan og viðunandi svör ekki fengist frá bankanum við þeim spurningum sem fram hafa verið bornar.

Nú hefur KPMG skilað mati á Borgun og metur verðmæti fyrirtækisins vera 26 milljarða króna.  Í frétt mbl.is segir m.a: "Í lok nóv­em­ber 2014 til­kynnti Lands­bank­inn sölu á 31,2% hlut sín­um í Borg­un til hóps fjár­festa og stjórn­enda Borg­un­ar. Sölu­verð hlut­ar­ins var sagt tæp­ir 2,2 millj­arðar króna. Sé virði hlut­ar­ins metið út frá virðismati KPMG er hann nú um 6 til 8 millj­arðar króna eða nærri 4 til 6 millj­örðum hærri en þegar Lands­bank­inn seldi."

Í framhaldi af þessu mati hlýtur Héraðssaksóknari að hafa frumkvæði að því að taka söluna á hlut Landsbankans til rannsóknar, bæði aðferðina við söluna og söluverðið. Ekkert nema slík rannsókn getur leitt í ljós hvort þarna hafi verið eðlilega að hlutum staðið, eða hvort þarna hafi verið um að ræða eitthvað svipað og dæmt hefur verið saknæmt í starfsemi bankanna á dögunum, vikunum, mánuðunum og árunum fyrir hrun.

Vonandi verður niðurstaðan sú að ekkert athugavert hafi verið við söluferlið, en ekkert nema óháð rannsókn getur skorið úr því héðan af.


mbl.is Borgun metin á 26 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Læjk

Andrés.si, 5.2.2016 kl. 23:23

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hver eru tengsl forráðamanns "Borgunar" fyrir bankarán 2008, og tengsl forráðamanns "Borgunar" og forráðamanns Landsbankans eftir bankarán 2008?

Það fer frekar lítið fyrir umræðu um það margra ára þokukennda og ó-áþreifanlega ferli þessa dagana, svo ekki sé sterkar að orði kveðið!

Hvað var Borgun fyrir 2008?

Og hvað var/er Borgun eftir 2008?

Og hvað varð af "Borgun" í Landsbanka-svikafléttunni síðustu 8 árin?

Kannski Ólafur Arnarsson fjölmiðlabelgingur og "hagfræðingur" geti svarað þessum erfiðu og jafnvel óþægilegu spurningum mínum? Honum eru mál "Borgunar" fyrir bankarán ekki alveg ókunn! Það er ekki nóg að vera "virtur" þáttastjórnandi á einni af sjónvarpsstöðvum landsins, til að sleppa við að svara virkilega réttmætum og óþægilegum samhengis-spurningum almennings þessa dagana!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2016 kl. 02:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála hér þarf að skoða mál ofan í kjölin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2016 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband