Ótrúlegt rugl útrásarvíkings og Glitnis rétt fyrir hrun

Enn eru að falla dómar vegna ýmissa einkennilegra og ótrúlegra gerninga sem framkvæmdir voru á bóluárunum fyrir hrun.  Sum þessara mála eru svo ótrúlega vitlaus að erfitt er að trúa því að menn sem þóttust vera einhverjir mestu viðskiptasnillingar veraldarinnar hafi í rauninni ekki haft meira viðskiptavit en fram hefur komið í hverju málinu á eftir öðru.

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms um að slitabúi Glitnis beri að taka á sig tveggja milljarða ábyrgð á kappakstursævintýri Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en hann var í forsvari fyrir ýmis útrásarfyrirtæki og fyrirtækjafléttur utanlands og innan og réð þar á meðal yfir meirihluta hlutafjár í Glitni.

Í fréttinni af málinu segir m.a:  "Þann 26. ág­úst 2008 gerði Glitn­ir samn­ing við Sport In­vest­ment (SI), Baug Group og Jón Ásgeir um að Glitn­ir myndi veita ábyrgð ann­ars veg­ar í tengsl­um við samn­ing um kaup SI á 10 % hluta­fjár í Williams Grand Prix Eng­ineer­ing, sem rek­ur kapp­akst­urslið í tengsl­um við kapp­akst­ur­skeppn­ina Formúlu 1, og hins veg­ar vegna styrkt­ar­samn­ings milli Williams og SI og Jóns Ásgeirs. Sam­dæg­urs gaf Glitn­ir út yf­ir­lýs­ingu um um­rædda ábyrgð til Williams."

Þetta rugl er framkvæmt tæpum einum og hálfum mánuði áður fyrir bankahrunið og Glitnir hrundi fyrstur íslensku bankanna og með ólíkindum að bankinn og helstu stjórnendur hans skuli hafa staðið í öðru eins fjármálasukki og þarna ræðir um á sama tíma og undirbúningur Neyðarlaganna var kominn á fullt skrið.

Þetta er aðeins eitt dæmið enn um hversu gjörsamlega svokallaðir útrásarvíkingar og stjórnendur bankanna, sem reyndar voru í mörgum tilfellum sömu mennirnir, hafa verið gjörsneyddir allri tilfinningu fyrir vitrænum viðskiptum.


mbl.is Viðurkennir tveggja milljarða kröfu á Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef verið að velta því fyrir mér, er Kári Stefánsson talinn í hópi útrásarvíkingana?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.1.2016 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband