Ótrúlega illa undirbúin tillaga þrátt fyrir langan aðdraganda

Dagur B., borgarstjóri, segir að klúður meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hafi skaðað meirihlutann og vonandi náist að vinna traustið aftur með leiðbeiningum og hjálp frá borgarstjóranum í Kaupmannahöfn.

Rétt er það hjá Degi B. að meirihlutinn í borgarstjórn hefur orðið fyrir miklum álitshnekki vegna óvandaðra vinnubragða og almennt lélegrar stjórnunar borgarinnar, en það eru þó smámunir miðað við þann skaða sem ruglið með viðskiptabann á Ísrael hefur haft á land og þjóð.  

Bæði hefur kjánagangurinn orðið til að stórskaða viðskiptahagsmuni landsins um allan heim og orðið ýmsum grínistanum góður efniviður til að hæðast að þjóðinni og er þá ekki gerður greinarmunur á lánlausum borgarstjórnarmeirihluta og almenningi sem algerlega hefur þó misboðið þessi dæmalausa framganga Dags B. og félaga.

Nú er reynt að láta líta svo út að tillagan að viðskiptabanninu hefði þurft lengri umræðu og skoðun áður en hún var samþykkt, en hins vegar sagði flutningsmaðurinn, Björk Vilhelmsdóttir, í fréttum RÚV þann 11/09 að hún hefði verið lengi til umfjöllunar í meirihlutanum og um hana væri mikil og góð samstaða með öllum meirihlutaflokkunum.  Sjá má þá frétt hérna:  http://www.ruv.is/node/941679

Borgarstjórnarmeirihlutinn er með allt niður um sig í þessu máli og væri nær að girða sig í brók og reyna að sinna þeim málum sem hann var kosin til.


mbl.is Hefur skaðað meirihlutann í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Málið vindur stöðugt upp á sig og verður æ undarlegra.  Nú birtast fréttir af því að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi verið búinn að ræða málið og velta fyrir sér útfærslu á því í HEILT ÁR.

Hvernig hægt er að klúðra málum svona algerlega eftir árs undirbúning er ofar venjulegum skilningi.  Um hvernig meirihluti borgarstjórnar starfar og klúðrar málum má lesa í þessari nýju frétt:  http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/09/21/meirihlutinn-raeddi-snidgongu-i-eitt-ar-thetta-var-ekki-kvedjugjof-til-min/

Axel Jóhann Axelsson, 21.9.2015 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband