Íslenskir okrarar afhjúpaðir einu sinni enn

Íslenskir kaupmenn hafa lengi haldið því fram að vöruverð á Íslandi væri hærra en í nágrannalöndunum vegna gríðarlegra tolla á innfluttar vörur, hærri virðisaukaskatts en annarsstaðar tíðkaðist að ekki sé minnst á útspilið um flutningskostnaðinn vegna fjarlægðarinnar frá öllum siðmenntuðum löndum.

Af og til er flett ofan af hreinu okri íslenskra verslana og sýnt fram á slíkt með órækum sönnunargögnum en jafnharðan bera okrararnir af sér sakir, fara með sömu rulluna og að ofan greinir og innan örfárra daga lognast umræðan útaf og okrararnir halda ótrauðir áfram sínu framferði.

Nú hafa Neytendasamtökin flett rækilega ofan af svívirðilegu okri sjónvarpstækjasala með beinum samanburði á útsöluverðunum hér á landi og í Danmörku og kemur þá í ljós allt að rúmlega hundrað prósenta verðmunur íslenskum kaupendum í óhag.

Ekki dugar fyrir okrarana að kyrja sönginn um háar opinberar álögur, því í skýrslu samtakanna kemur m.a. þetta fram: "Sá mikli verðmun­ur sem fram kem­ur í allt of mörg­um til­vik­um er ekki hægt að af­saka með op­in­ber­um álög­um. Hér er lagður á 7,5% toll­ur á sjón­varps­tæki en 14% í Dan­mörku. Virðis­auka­skatt­ur hér er 24% á sjón­varps­tæki en 25% í Dan­mörku. Op­in­ber­ar álög­ur á sjón­varps­tækj­um eru þannig lægri hér en í Dan­mörku."

Íslendingar hafa löngum látið þetta svívirðilega okur yfir sig ganga og ættu að hætta að láta bjóða sér þetta svínarí.  Geti einstakir kaupmenn ekki rekið verslanir sínar án svona svívirðilegs okurs, sem nánast má líkja við þjófnað, eiga þeir að snúa sér að annarri starfsemi sem þeir réðu hugsanlega betur við.

 


mbl.is Sjónvarp tvöfalt dýrara hér en í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hver man ekki eftir "hækkun á hafi" Nú ætlar Ikea að lækka sína vöru um rúmlega 2%, það verður gaman að sjá viðbrögð okrarana við því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2015 kl. 20:28

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er með öllu óskiljanlegt að fólk skuli láta okrið yfir sig ganga,

 Skór frá Gabor og öðrum skófyrirtækjum hækka um 100 % við að koma til Íslands- tollur á fötum- eða svokallað vörugjald er sáralítið- kaupmenn skilja ekki að fólk er á ferðinni út úr landinu- og ser muninn.

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.8.2015 kl. 21:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Um áramótin á að fella niður tolla af fatnaði og skóm, sem þó hefur ekki verið meiri en 15%.  Fatakaupmenn segja samt að föt og skór á Íslandi verði alltaf miklu dýrari hér á landi en annarsstaðar vegna "fjarlægðarinnar".  

Það verður okrað á okkur eins lengi og við höldum áfram að versla á okurverðunum.  Eina leiðin til að knýja fram verðlækkanir er að taka sig saman um að versla ekki ákveðna vöruflokka í a.m.k. nokkrar vikur í senn.

Axel Jóhann Axelsson, 19.8.2015 kl. 22:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel það er sennilega eina leiðin og það sem þeir skilja, þeir gera það ekki fyrr en skellur í tönnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.8.2015 kl. 07:44

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kaupmenn hafa mikið "vælt" vegna "netverslunar" landans og sagt að þeir séu alls ekki samkeppnisfærir við netfyrirtækin vegna opinberra álaga.  Þetta er svo mikið kjaftæði að það hálfa væri mikið meira en nóg.  Ef ég panta vöru á netinu þarf ég að greiða nákvæmlega það sama fyrir hana hingað komna og kaupmaðurinn (VSK,flutningsgjald, tolla og fleira), munurinn er sá að ég nýt ekki sömu afsláttarkjara og kaupmaðurinn, sem kaupir inn í töluverðu magni.  Landinn á með öðrum að greiða óheyrilega álagningu kaupmannsins hér og fyrir offjárfestingu hans í verslunarhúsnæði og vitlaus innkaup (hvað skyldi verða um vöruna sem ekki selst?).

Jóhann Elíasson, 20.8.2015 kl. 12:43

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Miðað við nágrannalöndin væri hægt að sætta sig við 2-3% hærra verð hér á landi en þar á innfluttum vörum vegna flutningskostnaðar um lengri leið.

En okrið sem hér viðgengst er algerlega óásættnalegt.  Verslanir í öðrum löndum verða líka fyrir rýrnun, þannig að ekki réttlætir hún þennan verðmun.  Verslanir í miðborgum eru alltaf í rándýru húsnæði og það eru ekki margar verslanir á dýrustu svæðunum sem selja rafvörurnar.  Þær eru að mestu í verslunarkjörnum og sérverslunum, bæði hér og erlendis, svo ekki liggur verðmunurinn þar.

Eina skýringin virðist vera að hrein græðgi og okur ráði verðlagningunni hér á landi, enda lítur ekki út fyrir að nein raunveruleg samkeppni ríki milli verslana á þessu sviði, frekar en öðrum svo sem.  Ekki er hún illskeytt að minnsta kosti.

Axel Jóhann Axelsson, 20.8.2015 kl. 16:00

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í  verslunarkjörnunum er dýrasta húsnæðið sem hægt er að fá.  Ég þekki manneskju, sem var í Glæsibæ með verslun (Og það er ekki neitt rosalegt verð þar miðað við Kringluna og Smáralind), hún fór þaðan með verslunina og eftir það gat hún lækkað verðið hjá sér um 27%.  Þannig að stór hluti vandans liggur í rándýru húsnæði.

Jóhann Elíasson, 22.8.2015 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband