Afturgöngupólitík

Píratar mælast stærsti stjórnmálaflokkur landsins fjórða mánuðinn í röð samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.  Skoðanakannanir annarra aðila hafa sýnt svipaðar niðurstöður, þannig að óhætt er að taka það trúanlegt að þriðjungur þjóðarinnar telji að þarna sé um alvörustjórnmálaflokk að ræða.

Ennþá eru tæp tvö ár til Alþingiskosninga og margir halda að þegar á hólminn verði komið muni Pírarar ekki uppskera neitt í líkingu við það sem kannanir núna sýni, enda hafa fæstir tekið þennan stjórnmálaflokk alvarlega hingað til.  

Þegar framboð "Besta flokksins" undir forystu Jóns Gnarrs byrjaði sína herferð fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og fékk svipaðar undirtektir í skoðanakönnunum og Pírararnir eru að fá núna, datt engum alvarlega hugsandi manni í hug að slíkt grín gæti haldist fram að kosningum og hvað þá fram yfir þær.

Svo fór þó að Gnarristarnir fengu mest fylgi í borgarstjórnarkosningunum og foringinn var gerður að borgarstjóra í skjóli Samfylkingarinnar.  Strax kom í ljós að hann réð alls ekki við starfið, enda var flestum skyldum embættisins komið yfir á aðra og þá ekki síst embættismenn borgarinnar og svo ótrúlega sem það hljómar datt engum í hug að efna til mótmæla vegna þessara stjórnarhátta.

Með hliðsjón af reynslunni frá borgarstjórnarkosningunum og kosningasigri Gnarrista skulu menn búa sig undir stórkostlegarn kosningasigur Pírata í næstu Alþingiskosningum, þannig að næsta ríkisstjórn verði leidd af Birgittu Jónsdóttur.  Þó engum detti í hug að hún muni ráða við það starf mun það væntanlega ekki slá á fylgi flokks hennar, frekar en að vanhæfni Jóns Gnarr til stjórnunar yrði því framboði til trafala.

Dellustjórnmál eru gengin aftur meðal þjóðarinnar.  Sennilega dóu þau þó aldrei, þó þetta virki sannarlega eins skelfilega og svæsnasti draugagangur.


mbl.is Píratar enn stærstir í könnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dellustjórnmál eru ekkert "gengin aftur" því eins og flestir hljóta að taka eftir hafa þau verið á undanhaldi samkvæmt röð nýlegra kannana á fylgi stjórnmálaflokka.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2015 kl. 21:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Líklega eru það ærsladraugar sem valda þessum reikleikum og uppvakningu dellunnar frá Gnarrtímabilinu.

Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2015 kl. 23:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar Besti flokkurinn var lagður niður fóru flestir úr honum yfir í Bjarta framtíð.

Björt framtíð hefur alls ekki verið í neinni uppvakningu, heldur fer fylgið hverfandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2015 kl. 23:26

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Björt framtíð hefur aldrei lifnað við, svo ekki er við mikilli uppvakningu að búast þaðan.

Axel Jóhann Axelsson, 2.8.2015 kl. 23:54

5 identicon

Sama konsept gildir hér og með Besta flokkinn í Reykjavík: Það er hreinlega ekki hægt að gera verr en núverandi valdhafar.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 3.8.2015 kl. 07:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, það er alltaf gaman að öfugmælum þó þau séu reyndar skemmtilegust í vísuformi. Það sjá allir sem vilja sjá að hér er allt á uppleið í þjóðfélaginu og alger viðsnúningur síðustu tvö ár frá því hörmungarstjórnarfari sem ríkti fjögur árin þar á undan.

Axel Jóhann Axelsson, 3.8.2015 kl. 10:28

7 identicon

Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Þér ferst það illa úr hendi - að saka Ragnar Þórisson eða aðra,um öfugmæli, ágæti síðuhafi.

Eða: hvar er UPPLEIÐIN - sem þú gumar svo af, Axel minn ?

I. Hjálparstofnanir: suður í Reykjavík og víðar, standa linnulaust í útvegunum matargjafa til örbirgðar fólks (cirka 5 - 6000 manns, að jafnaði) - OG: ER SUMT ÞESS ÁGÆTA FÓLKS Í FULLRI VINNU aukinheldur, Axel Jóhann.

II. Endurreist Banka Mafía Jóhönnu og Steingríms J. - nú í dag, undir handleiðzlu afglapanna Sigmundar Davíðs og Bjarma, SPREÐAR út lánum:: verðtryggðum okurlánum, til handa all nokkurra, sem ekki hafa komist inn á vanskilaskrár ENNÞÁ, fyrir pjátur bílum og hjólhýsum: SPÁNÝJUM,, mörgum hverjum / allt að 90% upphæða, er mér sagt af trúverðugum, þrátt fyrir, að almenn laun í landinu séu ÓVERÐTRYGGÐ.

Hvaða glóra: er í þessu, Axel Jóhann ?

III. Stighækkandi verðlag nauðsynjavara: á sama tíma, og burgeisarnir, vinir þínir Axel, fá niðurfellda hátekjuskatta - og jafnframt fríðinda aukning ýmis (alþingismenn t.d.), á sama tíma, og venjulegt fólk borgar dýrum dómum sjúkrahúsa aðgerðir og lyfjakostnaður sí- hækkandi.

IIII. Reyndu svo: að útskýra betur - í hverju UPPLEIÐIN (endurtaka heimskunnar: frá 2003 - 2008) raunverulega liggur, Axel minn !!!

V. Óstjórn og glæframennzka Sigmundar Davíðs og Bjarna, er Í BEINU FRAMHALDI af óstjórn og óþverraskap Jóhönnu og Steingríms - og ekki skyldir þú reyna með nokkru móti, að sverja fyrir það, Axel Jóhann.

Með beztu Falangista kveðjum samt: vorkunnar blendnum þó, til síðuhafa / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.8.2015 kl. 14:46

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eitt máttu eiga, Óskar Helgi, fyrir utan hatrið á lýðræðinu og frelsinu og það er að þér tekst alltaf að drepa niður umræðuna.  

Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2015 kl. 09:50

9 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Axel Jóhann !

Fremur argur ertu: að geta ekki viðurkennt SÝNILEGAR staðreyndir / eða ló ég nokkru til um hlutina - eins og þeira blasa við öllum, sem sjá vilja og VIÐURKENNA, Axel minn ?

''Lýðræðið'' og ''frelsið'': er svo líkar einkar hentugt þeim, sem mest misbrúka það - eins og ísl. valdhafar sýna okkur, upp á hvern einasta dag.

Þannig að: köpuryrði þín / sem aðrar snuprur til mín, missa þar af leiðandi algjörlega marks, ágæti drengur.

En: þakka vil ég þér gestrisnina á síðu þinni, engu að síður, þrátt fyrir djúpan hugmyndafræðilegan ágreining okkar, Axel minn.

Ekkert síðri kveðjur - en hinar síðustu, vitaskuld / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband