Hortugheit og græðgi eða fjárkúgun

Stjórnendur íslenskra banka halda áfram að ganga fram af fólki með hroka sínum og græðgi, sem m.a. birtist í kröfum um svimandi háa bónusa og nú síðast í kröfu yfirmanna Íslandsbanka um að fá í sinn hlut allt að tveggja milljarða hlut í bankanum fyrir að vinna þá vinnu sem þeir eru ráðnir til að sinna.

Þessi krafa virðist byggja á hóunum um að vinna ekki af samviskusemi að því sem að bankanum snýr varðandi niðurfellingu gjaldeyrishaftanna, þ.e. að slóra við frágang málsins þannig að bankinn lendi í útgönguskattinum á næsta ári með þeim aukakostnaði sem því fylgir umfram það að ganga frá málinu fyrir áramót, eins og samningar við ríkisvaldið kveða á um.

Eftir því sem fregnir herma benda þessir gráðugu, hortugu og heimtufreku stjórnendur Íslandsbanka á fordæmið sem Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, gaf þegar hann gaf starfsmönnum Landsbankans 1% hlut í bankanum þegar hann var gerður að hlutafélagi.

Steingrímur J. lék af sér hvern afleikinn af öðrum í störfum sínum sem fjármálaráðherra, en slík afglöp eiga ekki og mega ekki verða fordæmi fyrir því að framkvæma annan eins óskunda og þarna er farið fram á af gjörsamlega veruleikafyrrtum stjórnendum Íslandsbanka.

Krafa, sem byggist á því að hóta því að valda fyrirtækinu sem fólk vinnur hjá stórskaða, verði ekki orðið við því að afhenda svimandi háa fjármuni, minnir á meira á fjárkúgun af grófasta tagi en nokkuð annað.


mbl.is Vilja hlut í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég legg til að þau fái ekki greidd laun með neinu öðru en hlutabréfum í bankanum.

Íslenskar krónur verði aðeins notaðar til að greiða vinnandi fólki laun, en ekki afætum.

Þá þurfa afæturnar að kaupa krónur af okkur hinum til að geta borðað, sem þýðir að við eignumst hlutabréfin og stjórnum verðinu á þeim.

Jafnframt væri tryggð ákveðin eftirspurn eftir krónunni, sem þýðir að hún myndi styrkjast.

Þannig myndi ég allavega gera þetta væri ég fjármálaráðherra.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2015 kl. 14:07

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Er ekki hægt að stokka upp núverandi bófastarfsemi í bankakerfinu og ráða venjulegt launafólk  eða ráða bankarnir ser sjálfir ? Sjálfstætt ríki óháð lögmálum vinnumarkaðs og laga ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.7.2015 kl. 14:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er auðvitað hægt að stokka upp í bankastarfseminni, en til þess þyrftu að vera við völd stjórnmálamenn sem hefðu áhuga á því.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2015 kl. 14:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þarna er um að ræða einkabanka sem stjórnmálamenn hafa ekkert um að segja eftir að Steingrímur J. afhenti þá á silfurfati til kröfuhafanna.  Landsbankinn er eini ríkisbankinn og meira að segja í hans tilfelli er búið að setja Bankasýslu ríkisins sem yfirfrakka á hann, einmitt til þess að stjórnmálamenn geti ekki haft bein áhrif á rekstur hans.

Það sem stjórnmálamenn gætu gert væri að setja á sérstakan bankaskatt á hagnað bankanna og 95% skatt á bónusgreiðslur og til að ekki væri hægt að fara í kringum hann að hafa sama skatt á ofurlaun og þar mætti t.d. miða við mánaðarlaun sem næmu fjórum til fimm milljónum.

Það væri líklega eina leiðin til að ná að hafa hemil á þessari ofurgræðgi.

Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2015 kl. 14:56

5 identicon

Ja

Eitthvað hefði nú heyrst í Steingrími J og fleirum

EF hægt væri að rekja þetta til einhverja aðgerða innan Sjálfstæðisflokksins

en vonandi getur Birna nú loks borgað þessi hlutabréf sem hún þurfti ekki að borga

þó allir aðrir hafi þurft þess

Grímur (IP-tala skráð) 23.7.2015 kl. 20:18

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Axel Jóhann, ég hef verið með þessa hugmynd síðan 1995 að leggja 95% skatta á alla bónusa og vonandi kemur einhver stjórnmálamaðurinn sem hefur bein í nefinu með frumvarp á næsta Þingi með þessa tillögu.

Hef aldrei skilið af hverju fólk fær aukagreiðslur fyrir að gera það sem það er ráðið til að gera og fá svo bónusa fyrir, hvort sem þau hafa gert vel eða illa.

Kveðja frá Nesinu

Jóhann Kristinsson, 24.7.2015 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband