Er vagga lýðræðisins orðin að sjúkrarúmi á líknardeild?

Grikkland er skokkið í skuldafen vegna óstjórnar ríkisfjármála í áratugi ásamt því að ríkissjóðurinn hefur verið knúinn af fjármálaöflum Evrópu til að ábyrgjast gríðarlegar bankaskuldir og því er nú svo komið að landið er gjaldþrota og á sér ekki viðreisnar von fjárhagslega næstu áratugina.

Að sjálfsögðu ber þeim sem taka lán skylda til að borga þau til baka og eru ekki í stöðu til að krefjast þess að aðrir borgi þau fyrir þá.  Fyrirtæki og einstaklingar sem ekki geta staðið við skuldbindingar sínar eru oftast úrskurðaðir formlega gjaldþrota og þá neyðast lánadrottnar í flestum tilfellum til að afskrifa kröfur sínar og skuldarinn á þá möguleika á að komast á fæturna á ný og verða aftur fjárhagslega sjálbjarga.

Þetta á ekki við um ríkissjóði, því meðan einhverjum þegnum er til að dreifa í viðkomandi þjóðfélagi eru þeir ábyrgir fyrir skuldum ríkisins og geta nánast ekki með nokkru móti komist undan því að greiða þær skuldir sem stjórnmálamenn þeirra hafa steypt landinu í.

Þrátt fyrir að gríska ríkið sé í raun gjaldþrota ganga Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, evrópski seðlabankinn, ESB (ríkissjóðir ESBlandanna) o.fl. lánadrottnar fram af fullri hörku við innheimtu lána sinna.  Grikkland er svo illa statt fjárhagslega að ekki er hægt að greiða ríkisstarfsmönnum sín lækkuðu laun, lífeyrisþegar fá ekki greidd sín skertu ellilaun, atvinnulausir fá ekki greiddar sínar bætur sem bæði eru mun lægri en áður og greiddar í miklu skemmri tíma en áður var.  

Í raun er nánast alger peningaskortur orðinn í landinu og algjöru efnahagshruni verður ekki forðað nema með háum viðbótarlánum.  Allir sem vilja sjá, sjá að algerum hörmungum í Grikklandi verður varla forðað nema í tiltölulega skamman tíma og ástandið mun örugglega verða ennþá verra en það þó er núna þegar þar að kemur.

Grikkjum hafa nú verið settir skilmálar, sem í reynd eru einfaldlega uppgjafarskilmálar, fyrir nýjum lánum sem raunverulega afnema lýðræðið í Grikklandi enda þurfa þeir að undirgangast þá kvöð að bera fyrirframallar fyrirhugaðar lagasetningar sem varða fjármál undir lánadrottna sína til samþykktar áður en slík frumvörp eru kynnt og lögð fyrir gríska þingið og til viðbótar þurfa þeir að veðsetja ríkiseignir fyrir gríðarlega háar upphæðir til lánadrottna sinna.

Með þessu er sjálfstæði Grikklands og fullveldi ekki lengur annað en nafnið tómt og landinu í raun stjórnað af ESB í nafni lánadrottna landsins.  Hingað til hefur verið sagt að vagga lýðræðisins hafi verið í Grikklandi.  Sú vagga er nú orðin að sjúkrarúmi og óvíst um afdrif sjúklingsins sem þar liggur.


mbl.is Uppgjöf eða nauðsyn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er ekki alskostar rétt hjá þér Axel Jóhann.  Grikkir eru fangar þeirra sem reittu af þeim öll bjargráð og ærunna og höfðu reynt áður en mistókst þá, en ránsfengnum var aldrei skilað. 

Þegar Evrópumenn  átta sig á hver vágesturinn og óróasmiðurinn er og kenna honum ærlegheit eða þurrka hann út af landakortinu, þá gæti farið að komast á ró og þar með næg samstaða í Evrópu til að standast áreiti Rússa og kenna þeim mannasiði.    

Hrólfur Þ Hraundal, 14.7.2015 kl. 07:08

2 identicon

Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir, þínir !

Hrólfur vélfr. Hraundal !

Þó svo: beizkja þín / sem margra annarra í garð Þjóðverja, sé fyllilega réttmæt:: ekki hvað sízt, í ljósi níðingsskapar Norðurálfubúa, í garð Grikkja, undir leiðsögn títtnefndra Þjóðverja, ættir þú að spara þér ómakleg köpuryrðin, í garð Rússa.

29. Maí: árið 1453, féll Konstantínópel í hendur Tyrkja, einnar þeirra allt of mörgu ólánsþjóða: sem fylgt hafa fals- spámanninum og ódáminum Múhameð síðan á síð- Miðöldum - og merki Austur- Rómverska ríkisins tóku Moskvu Hertogar (Vojvodar) hinir Rússnesku (hinn Býzanzka Tvíhöfða Örn) - , eins og menn muna, því ekki höfðu Grikkir, né Serbar eða Búlgarar og aðrir trúbræður Rússa nokkra möguleika, til þess, sökum smæðar sinnar.

Síðan: hafa Rússar verið merkisberar fornrar arfleifðar Austur- Rómverska ríkisins, þó snuðra hefði hlaupið á, árin 1922 - 1991, þá Lenínízki óþverrinn grasséraði, þar eystra.

Og: Hrólfur !

Þó svo: Rússar hefðu ekki tóm til, mætti kalla til marga aðra, til þess að kenna Íslendingum þá MANNASIÐI, sem þeir hafa farið varhluta af, mestan part, frá Landnámsárunum 670 - 870/874 og síðan, vélfræðingur vísi.

Þér ferst ekki: Hrólfur minn, að senda Rússum - né öðrum þeim, sem standa í fæturna tóninn, gagnvart Kalda stríðs óra liðinu, sem þú og þínir líkar kappkostið að styðja, þessi misserin.

Og mundu einnig: Hrólfur.

Synir íslenzkra frammámanna Þjóðveldistímans hérlendra / sem Landnáms timabils, voru jafn velkomnir í salarkynnum Rúriks Hersis af Novgorod (ríkti 862 - 879) og arftaka hans, ekki síður en hjá Norðurlanda Konungum og Keisurunum í Konstantínópel (Miklagarði), sem víðar.

Svo - ekki síður, komi fram.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - kveðjum meðaumkvunar til Hrólfs, sökum þröngsýni hans (voandi tímabundinnar), sem kunnáttuleysis til Miðalda fræðanna, að nokkru leyti, einnig /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband