Steingrímur J. þolir ekki gagnrýni á sjálfan sig

Steingrímur J. fór mikinn í ræðustóli Alþingis í dag vegna þess að Jón Gunnarsson, þingmaður, hafði leyft sér að gagnrýna hann fyrir tvískinnung í stóriðjumálum.

Steingrímur J. gerði samninga um skattaafslætti og aðra aðkomu ríkisins að uppbyggingu kísilvers við Húsavík, sem reyndar virðast hafa verið illa undirbúnir þar sem kostnaður sem falla mun á ríkið mun hafa verið vanreiknaður um tæpa tvo milljarða króna.

Hins vegar gera Steingrímur J. og félagar allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir stóriðjuuppbyggingu á Grundartanga og í Helguvík og það var einmitt það sem Jón Gunnarsson dirfðist að gagnrýna Steingrím fyrir.

Eins og áður sagði brást Steingrímur J. ókvæða við gagnrýninni og hótar að hefna sín á Jóni þó síðar verði.  Þessi viðkvæmni er ótrúleg í ljósi þess að Steingrímur J. er einmitt einn stóryrtasti þingmaðurinn sem nú situr á Alþingi og hefur ekki vílað fyrir sér að ausa aðra þingmenn óbótaskömmum og svívirðingum þegar honum hefur svo boðið við að horfa.

Enginn þingmaður hefur gengið eins langt í ofstækinu og einmitt Steingrímur J. og fólki er enn í fersku minni þegar hann sló Geir Haarde, forsætisráðherra, þegar Steingrímur gekk úr ræðustóli og fram hjá ráðherranum eftir eina skapofsadembuna sem hann jós yfir þingheim.

Greinilega þola illyrtir skapofsamenn ekki mikla gagnrýni á sjálfa sig.


mbl.is Steingrímur: „Ekki boðlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já maðurinn er sennilega haldinn AD/HD og ræður engan vegin við skap sitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2015 kl. 18:02

2 identicon

einu sinni leist mer vel a Steingrím.það er löngu liðin tíð ég hef aldrei orðið firrir jafn miklum vonbrigðum með stjórnmalamann. ég hef lært að sjá þegar hann lýgur það er ekki erfitt það hreifast a honum varirnar

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 20:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir hrun mændu allra augu á SJS sem ofurhuga,teljandi hrunflokkana illa laskaða.Sá tæki nú á því í glímunni við kröfuhafa og AGS, hugumstór? ¨ Með kraft í kjafti! Það var einmitt allt sem hann hafði,nú afhjúpaður svikari og lygari.-
 

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2015 kl. 05:17

4 identicon

Kannski brýzt samvizkubitið og paranojan fram með þessum hætti?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 11.6.2015 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband