Hvað ef þetta hefði verið voðaskot?

Sérsveit lögreglunnar var með mikinn viðbúnað við fjölbýlishús í Hlíðarhjalla í Kópavogi í gær eftir að þrjár tilkynningar bárust um að heyrst hefði skothvellur frá íbúð í húsinu.

Stutt er síðan sérsveitin átti í höggi við sjúkan byssumann sem endaði með þeim skelfilegu afleiðingum að hann varð fyrir skoti sérsveitarmanns og lést. 

Í því ljósi er skiljanlegt að sérsveitin hafi farið að öllu með gát í gær, en umsátur var um húsið í sex klukkustundir án þess að nokkurs umgangs hafi orðið í íbúðinni og hvað þá að byssa hafi sést og enginn svaraði í síma eða hringingum á dyrabjöllu allan þann tíma.

Að þessu langa umsátri loknu komst lögreglan að því að íbúinn var alls ekki heima og hafði ekki verið talsverðan tíma og alls ekki þegar meintur skothvellur átti að hafa hrellt íbúa hússins.  Enginn veit ennþá hvaða hvellur olli þessu uppnámi og gæti líklega eins hafa verið hurðarskellur vegna trekks í einhverri íbúð hússins, eða jafnvel nálærga húsa.

Ef þarna hefði verið um raunverulegan skothvell að ræða og engrar hreyfingar hefði orðið vart í íbúðinni á eftir hvort engum hefði dottið í hug að þarna hefði getað verið um voðaskot að ræða og einhver lægi stórslasaður og bjargarlaus inni í íbúðinni og gæti alls ekki svarað síma og hvað þá opnað útidyrnar.

Í slíku tilfelli hefði það getað skilið milli lífs og dauða að bíða með þungvopnað lið í sex klukkustundir fyrir utan húsið.


mbl.is Var þetta skothvellur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

OK. það var það ekki! Og........

Halldór Egill Guðnason, 5.6.2015 kl. 01:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

.....það vissi væntanlega enginn í marga klukkutíma að íbúin væri auð.  Annars hefði varla verið umsátur um húsið allan þennan tíma.  Upphaflega færslan hefði átt að vera sæmilega auðskilin, en auðvitað er sjálfsagt að reyna að útskýra þetta betur ef einhver skilur meininguna alls ekki.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2015 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband