Mannslíf fyrir kauphækkun?

„Það er mat sér­fræðinga okk­ar að raun­veru­leg hætta sé á að ein­hver hafi skaðast vegna af­leiðinga verk­falls­ins, muni gera það eða jafn­vel láta lífið,“ sagði Páll Matth­ías­son, for­stjóri spít­al­ans, meðal ann­ars í föstu­dagspistli sem birt­ur var á heimasíðu sjúkra­húss­ins.

Þegar svona er komið, eins og fram kemur í pistli forstjóra Landspítalans, er mál að linni.  Hvað er hægt að réttlæta að mörgum mannslífum verði fórnað fyrir hvern tíuþúsundkall sem hægt verður að kreista í kauphækkanir með þessum þjösnalegu verkfallsaðgerðum?

Auðvitað er ekki réttlætanlegt að fórna einu einasta mannslífi í kjarabaráttu og þar sem engar líkur virðast vera á því að samningar náist um kjör opinberra starfsmanna fyrr en búið verður að semja á almenna vinnumarkaðinum verður hreinlega að stöðva verkfall heilbrigðisstarfsmanna með lagasetningu.

Auðvitað þaf að fylgja slíkri aðgerð trygging fyrir því að heilbrigðisstéttirnar fái sambærilega kjarabót og aðrir eftir að vinnudeilum lýkur.

Óbreytt ástand með þeirri lífshættu sem fylgir er algerlega óásættanlegt.


mbl.is Kom verulega á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er hægt að réttlæta að mörgum mannslífum verði fórnað fyrir hvern tíuþúsundkall sem hægt verður að spara með þvermóðsku samninganefndar ríkisins?
Auðvitað er ekki réttlætanlegt að fórna einu einasta mannslífi í kjarabaráttu og þar sem kröfur háskólamenntaðra opinberra starfsmanna taka ekki mið af kröfum á almennum vinnumarkaði er engin ástæða til að bíða eftir þeim samningum. Þeir eru ekki og verða ekki viðmið.
Óbreytt ástand með þeirri lífshættu sem fylgir er algerlega óásættanlegt, semjið eins og samið var við lækna og hættið að bíða eftir samningum skúringafólks.

Vagn (IP-tala skráð) 9.5.2015 kl. 20:35

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heilbrigðisstarfsfólk á allt gott skilið og þar með talin góð laun, en eftir sem áður verður það að taka á sig þá gríðarlegu ábyrgð sem það er að taka fárveikt fólk í gíslingu í kjarabaráttu sinni.  Samninganefnd ríkisins hefur ekki bannað eina einustu læknisaðgerð og það vita allir sem vilja vita, að ekki mun verða samið við opinbera starfsmenn áður en gegnið hefur verið frá samningum við launþega á almenna markaðinum, eða samhliða þeim.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2015 kl. 20:44

3 identicon

Við drepum ykkur, ef við fáum ekki kauphækkun.
Glæsileg græðgisvædd aðferð.

Persónulega myndi ég frekar drepast, en að láta undan svívirðilegum kúgunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.5.2015 kl. 20:45

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Landlæknir hefur bæst í þann hóp sem telur að setja verði lög á verkfall heilbrigðisstéttanna, eins og sjá má í þessari frétt:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/09/verkfall_verdi_stodvad_med_lagasetningu/

Fréttin hefst á þessari málsgrein:  "Birg­ir Jak­obs­son land­lækn­ir vill að stjórn­völd setji lög til að stöðva verk­föll inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins. Hann seg­ir að ákveðnar stétt­ir tefli lífi sjúk­linga í hættu með aðgerðum sín­um og við slíkt verði ekki unað leng­ur."

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2015 kl. 23:28

5 identicon

Samningur ríkisins um þjónustu við almenning fyrir x krónur er útrunninn. Og því ber mótaðila ekki nein sérstök skylda til að virða hann og vinna eftir honum. Ríkið hefur ekki samning um greiðslur fyrir þjónustuna sem það vill kaupa og hefur lofað að veita. En samningur ríkisins við almenning um að veita þessa þjónustu er í fullu gildi. Öll bið og öll dauðsföll eru því á ábyrgð ríkisins. Öll dauðsföll verða til komin vegna þess að ríkið neitar að borga uppsett verð fyrir þjónustuna og vill frekar bíða og sjá, prútta og neita almenningi um þjónustuna. Undanþágur eru því engin skylda, en fórnfýsi og góðvild frammi fyrir áhugaleysi ríkisins á lífi þegnanna.

Þegar launþegi er þvingaður til að vinna án þess að fá greitt samkvæmt kröfum sínum eða samningi kallast það þrældómur. Lög á verkfall eru því það sama og að hneppa fólk í þrældóm.

Vagn (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 01:29

6 identicon

Vagn, það er enginn þvingaður,þú segir bara upp og ferð eitthvað annað! 

júlíus Ólafsso (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 03:01

7 identicon

Uppsagnir geta verið bindandi í marga mánuði, það er víst til eitthvað sem heitir uppsagnarfrestur. Þannig að jafnvel þó sagt sé upp þá gæti þurft að vinna einhverja mánuði á kaupi sem enginn gildur samningur er um. Þú færð ekkert að labba út eins og frjáls maður.

Vagn (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 03:40

8 identicon

Þetta er ömurlegt ástand. Atgerfisflótti er afleiðing lélegra og ekki sambærilegra launakjara. Því miður kemur þessi harka ekkert á óvart og í því miður held ég að ástandið eigi eftir að versna með alsherjarverkföllum sem voru viðloðandi fyrir 3-4 áratugum. Núverandi ríkisstjórn er nú jafn rúin trausti og fráfarandi vinstristjórn. Forgangsatriðið er hagsmunagæsla fyrir veltengda sérhagsmunahópa sem vilja "pay back" fyrir stuðninginn og halda raunar út sínu eigin málgagni sem heitir Morgunblaðið sem er málgagn stórútgerðarinnar. Það gefur enginn út dagblað á Íslandi til að græða á því og varla er nokkur svo skini skroppinn að halda að þetta sé gert til að vernda íslenska tungu og sama má í raun segja um 365 miðla.  
Fylgi núverandi stjórnarflokka er komið niður í 30% og núverandi kjörtímabil er hálfnað. Ef núverandi stjórnarandstaða sem er veik og vanmegna og í raun í sárum, fylgir fordæmi núverndi stjórnarflokka þegar þeir voru í stjórnarandstöðu má búast við að litlu verður áorkað. Stóra málið er engjaldeyrishöftin. Fylgi 4 flokksins er nú innan við 50% og stórar líkur eru að önnur öfl geti tekið við stjórnartaumum á Íslandi árið 2017.

Gunnr (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 07:33

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Kannski er það málið Gunnr. Þetta snýst ekkert um kjarabaráttu heldur stjórnarandstöðu. Stéttir hins opinbera eru á móti sitjandi stjórnvöldum?

Furðulegt að Matti Matt skuli hafa veitt opinberum starfsmönnum verkfallsrétt á sínum tíma.

Sindri Karl Sigurðsson, 10.5.2015 kl. 08:48

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vagn er að boða allt annað samband á milli vinnuveitenda og launþega en tíðkast hefur hingað til bæði hér á landi og víðast annarsstaðar á vesturlöndum a.m.k., þ.e. að samtök launafólks semji um kaup og kjör fyrir heildina.  Ekki er hægt að skilja Vagn öðruvísi en svo að hann vilji að launþegi setji einhliða upp verð fyrir vinnuna og vilji vinnuveitendur ekki borga uppsett verð gangi launþeginn einfaldlega út.  Ekki er hægt að ræða málin á þessum nótum, því ekki einu sinni launþegahreyfingin hefur slíkt á stefnuskrá sinni og því algerlega út í hött að ræða slíkt við núverandi aðstæður.

Mjög líklega er það rétt hjá Sindra að þetta snúist að talsverðu leyti um stjórnmál, því snemma í haust var farið að boða allsherjarverkfall með vorinu og þá var ekki einu sinni farið að móta kröfugerðina.  Samt voru boðaðar harðar verkfallsaðgerðir.

Axel Jóhann Axelsson, 10.5.2015 kl. 09:35

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að þriðji aðili verði fyrir áhrifum af vinnustöðvunum. Slíkt er ekkert nýtt. Það er hins vegar ómaklegt að draga inn í vinnudeilur það sjónarmið að þriðji aðili verði fyrir tjóni eða skaðist, og slíkt sé eingöngu á ábyrgið launamanna.

Verkföll má aldrei stöðva nema almannahagur krefjist þes, en nú heyrist æ oftar að ríkið eigi að grípa inn í verkföll vegna þess að fjárhagslegt tjón sé svo mikið að verkföll verði að stöðva með lagasetningu. Hins vegar mætti nota rökin um almannahag um verkfall heilbrigðisstarfsmanna, þó að mínu mati eigi að forðast slíkt í lengstu lög, enda er ríkið samningsaðilinn.

Varðandi það sem vagn sagði um uppsagnarfrest þá hann vissulega til staðar en ef launamaður labbar út og mætir ekki fær hann náttúrulega ekki uppsagnarfrestinn greiddann. Ég held að ekki sé hægt að skylda mann til að vinna uppsagnarfrest gegn vilja sínum, en stend leiðréttur ef þetta er rangt hjá mér.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.5.2015 kl. 12:58

12 identicon

Axel er eitthvað að misskilja, samtök launafólks semja um kaup og kjör fyrir heildina, setja einhliða upp verð fyrir vinnuna og vilji vinnuveitendur ekki borga ásættanlegt verð ganga launþegar einfaldlega út. Það kallast verkfall. Launþegar verða ekki gerðir ábyrgir fyrir því að þurfa að leggja niður störf þegar ekki eru greidd ásættanleg laun. Alþingi ætti, frekar en að setja lög á verkfall, að setja lög sem skylda vinnuveitenda til að greiða ásættanleg laun. Sérstaklega ef um mannslíf er að tefla. Hvers vegna ætli það sé aldrei gert? Eru ríki og vinnuveitendur hæfari til að verðleggja þinn tíma en þú og samtök launafólks? Ekki er víst að starfsmaður sem er þvingaður til vinnu með lögum verði góður og samviskusamur starfsmaður.

Erlingur, 1. október 2014 --- Slippurinn á Akureyri krafði í sumar starfsmann með bréfi frá lögfræðingi fyrirtækisins um tæpar tvær milljónir króna eftir að maðurinn vildi færa til sumarfrí og hætta störfum án þess að vinna uppsagnarfrest. Eftir aðstoð stéttarfélags og með lögfræðiaðstoð ASÍ varð niðurstaðan að maðurinn sættist á fjárhagsskaða sem kostaði hann þó mörg hundruð þúsunda.  http://www.akureyri.net/frettir/2014/10/01/greiddi-sekt-a-grunni-hjualaga/ 

Við launþegar erum bara aumir þrælar, eign vinnuveitenda og með réttindi í samræmi við það. Og ef við vogum okkur að reyna að rísa upp á afturfæturna, ríki og vinnuveitendum til ama og óþæginda, eru sett á okkur lög. Og það með stuðningi þeirra sem ættu að vera okkar samherjar.

Vagn (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 16:25

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Enginn dregur verkfallsrétt launafólks í efa, en það eru hreint ekki allir sammála þeirri skoðun Vagns að réttlætanlegt sé að fórna mannslífum í slíkum deilum.

Þegar umræðan er komin út í eintómar endurtekningar er ástæðulaust að halda lengi áfram.

Axel Jóhann Axelsson, 10.5.2015 kl. 18:19

14 identicon

Við skulum ekki gleyma að þakka ráðherra samfylkingarnar Guðbjarti sem hækkið laun hæst launaða starfsmana Landspítalans um yfir 100%

meðan hinir fengu ekki neitt. Þingmenn Samfylkingarinnar öskruðu og æptu líka um að samþykkja yrði allar launakröfur lækna

Þessi verkföll eru fyrst og fremst pólitískt - búið er að prenta "nýjar" launatöflurnar fyrir löngu

Grímur (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 18:51

15 identicon

Jú Axel, þú dregur verkfallsrétt launafólks í efa og telur hann skapa ógn við líf og heilsu landsmanna. Þú vilt beita lögum á verkföll frekar en á tregðu vinnuveitenda. Þín lausn á vinnudeilum er að kúga launamannin til hlýðni með lagasetningu.

Það er ekki réttlætanlegt að fórna mannslífum í kjaradeilum, og það hef ég aldrei sagt. Ég tel hins vegar að ríkið, sem hefur þegið skattgreiðslur þínar og sett í lög og lofað þér þessari þjónustu, beri alla ábyrgð þegar þjónustan er einhverra hluta vegna ekki veitt. Ríkið þarf aðeins að samþykkja að greiða uppsett verð fyrir vinnuna og deilan er leyst. En það að "ekki mun verða samið við opinbera starfsmenn áður en gegnið hefur verið frá samningum við launþega á almenna markaðinum" er sú ákvörðun sem helst getur leitt til dauðsfalla og þú telur hana eðlilega og sanngjarna.

Vagn (IP-tala skráð) 10.5.2015 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband