Auðlindasjóðshugmyndin er stórgóð, þó hún sé ekki alveg ný

Hugmyndin um auðlegðarsjóð er bæði góð og nauðsynleg, enda ætti reynslan að hafa kennt Íslendingum að dýfur og skellir í efnahagslífinu hafa frekar verið regla en undantekning allan lýðveldistímann og ríflegur varasjóður hefði oft bjargað þjóðinni frá efnahagslegum hörmungum.

Þetta er þó ekki alveg ný hugmynd, því eins og sjá má hér að neðan var einmitt bloggað hérna um slíkan sjóð í janúar 2012:

 24.1.2012 | 16:06

Auðlindagjald fari ekki beint í eyðsluhítina

Nefnd um stefnumörkun í auðlindamálum leggur til að innheimt verði svokölluð auðlindarenta af öllum afnotum auðlinda landsins og er það að sjálfsögðu ekkert annað en sjálfsagt mál.

Sjálfsagt verða menn svo aldrei sammála um hversu hár slíkur skattur á að vera á hverjum tíma. Nefndin leggur hins vegar til að auðlindarentan renni beint í ríkishítina og verði að mestu leyti til ráðstöfunar í eyðslugleði þeirrar ríkisstjórnar sem að völdum situr hverju sinni.

Samkvæmt fréttinni gerir nefndin þó þessa undantekningu á því: "Um eiginlega sjóðssöfnun geti hins vegar verið að ræða þegar tekjur stafa af auðlindum sem augljóslega eru ekki endurnýjanlegar. Þannig yrði búið í haginn fyrir komandi kynslóðir sem ekki nytu góðs af sömu auðlindum."

Heillavænlegra væri að leggja allt auðlindagjaldið í sérstakan auðlindasjóð sem eingöngu yrði gripið til við sérstakar aðstæður, t.d. efnahagserfiðleika í kjölfar aflabrests, náttúruhamfara o.s.frv., eða bara ef til álíka hruns kæmi og gerðist á árinu 2008.

Engar auðlindir eru í raun endurnýjanlegar, því vatnsföll geta breyst eða þornað upp vegna náttúruhamfara, aflabrestur getur orðið nánast hvenær sem er eins og dæmin sanna í gegn um tíðina og enginn veit fyrir víst hvort eða hvenær heitavatnsæðar geta breyst eða kólnað.

Íslendingar þyrftu að læra af fortíðinni og safna varasjóðum til framtíðarinnar í stað þess að eyða öllum tekjum jafnóðum og þeirra er aflað, ásamt því að skuldsetja sig upp fyrir haus í eintómu neysluæði.


mbl.is Bjarni vill stofna varasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100 prósent sammála. 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 20:00

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Get alveg verid sammála thessu, en á medan hérlendir stjórnmálamenn og ríkisbáknid í heild, ekki ber meiri virdingu fyrir Ríkissjódi Íslands, en raun ber vitni, er tómt mál ad tala um ad baeta einhverjum varasjódi vid, thví midur. Sá sjódur yrdi hvorki fugl né fiskur, thegar virdingu og adhald skortir algerlega á flestum svidum ríkisvaldsins.

Halldór Egill Guðnason, 6.5.2015 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband