Árni Páll fékk einu atkvæði meira, þ.e. sitt eigið

Formannskosningin sem fram fór í Samfylkingunni í dag mun komast í sögubækurnar fyrir ýmsar sakir og ekki allar merkilegar.

Formaður til tveggja ára, Árni Páll Árnason, fékk mótframboð frá einum ofstækisfyllsta þingmanni flokksins á vinstri kantinum og var eftir margendurtekna atkvæðatalningu úrskurðaður sigurvegari með eins atkvæðis mun.

Formaðurinn fékk 241 atkvæði, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 240 atkvæði, eitt atkvæði var greitt öðrum og fimm kjósendur gerðu ekki upp á milli frambjóðenda, þ.e. leist á hvorugan.

Það sem upp úr stendur er að Árni Páll vann formannsslaginn með aðeins einu atkvæði, sem sagt sínu  eigin og er það algert einsdæmi í lýðveldissögunni að nokkur formaður í stjórnmálaflokki skuli hafa náð kjöri þar sem eigið atkvæði réði úrslitum.

Samfylkingin sjálf er í algjörri rúst eftir þetta formannsstríð og mun seint ná vopnum sínum aftur.  Afar ólíklegt er að Árni Páll sitji sem formaður út kjörtímabilið og að minnsta kosti mun hann varla bjóða sig fram til formennsku á næsta landsfundi flokksins ef það verður þá nokkur flokkur við lýði eftir tvö ár til að halda landsfund.

Mun líklegra er að hætt verði að bjóða fram í tvennu  lagi og Björt framtíð og Samfylkingin verði formlega sameinuð, enda buðu þessir flokkar einungis fram í tvennu lagi til að skapa ásættanlegt embætti fyrir Guðmund Steingrímsson.

Í anda endurnýtingar verður hægt að nota öll gömlu slagorðin um sameiningu vinstri manna á Íslandi í einn stjórnmálaflokk.


mbl.is Munaði bara einu atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtilega segirðu frá þessu, Axel, enda ástæða til. smile

Á Facebókarsíðu íhaldssamra var borin fagnaðarfregnin af Eyjunni: „Formaðurinn stendur eftir laskaður og flokkurinn klofnari“. Þar setti vinur minn og samherji þessi viðbrögð á blað:

„Wunderbar!“

Ég hlaut að taka undir það og gerði í vísu (ekki þó viss enn, hvort hún er alveg rétt ort, en látum hana flakka):

    • Ja, dieser Erfolg ist wunderbar,

    • eine weicher Samfylking, aber (zwar)

    • sie lebt doch leider noch!

    • Jetzt müssen wir bald den endlichen Sieg

    • über Landsverrätern in diesem Krieg

    • haben – kein Euro-Joch!

    .

    Jón Valur Jensson, 21.3.2015 kl. 00:25

    2 Smámynd: Jón Valur Jensson

    2. lína er sennilega rétt (og skárri) þannig:

    weichere Samfylking, aber (zwar)

    Jón Valur Jensson, 21.3.2015 kl. 00:45

    3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Má hann kjósasjálfan sig.Ef þetta eru GSM símakosningar þá væri hægt að rekja þetta en værum við betur stödd.

    Valdimar Samúelsson, 21.3.2015 kl. 13:11

    4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Mér finnst það mjög ósennileg kenning að Sigríður Ingibjörg hafi ekki kosið sjálfa sig en að það hafi Árni Páll hinsvegar gert og þess vegna sé hann formaður en ekki hún. Eða er ekki annars verið að meina það?

    Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2015 kl. 14:07

    5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

    Auðvitað má frambjóðandi kjósa sjálfan sig og það gera þeir að sjálfsögðu í flestum tilfellum og ekkert athugavert við það.  Eins og atkvæði skiptust í þetta sinn má segja að atkvæði Árna Páls hafi ráðið úrslitum um niðurstöðuna.  

    Hefði atkvæðið sem féll á Önnu Pálu t.d. farið til Sigríðar Ingibjargar hefði þurft að varpa hlutkesti um hvort yrði forðmaður í flokknum og bæði hefðu átt jafna möguleika þar.

    Ekki hefði það verið gæfulegra fyrir flokkinn að sitja uppi með formann sem hefði unnið embættið með því að kasta upp tíkalli.  Þá fyrst hefði allt orðið vitlaust, líklega.

    Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2015 kl. 15:30

    6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

    Nákvæmlega, það var atkvæði Önnu Pálu sem skipti máli en ekki atkvæði formannsframbjóðendanna sjálfra. 

    Kolbrún Hilmars, 21.3.2015 kl. 16:11

    7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

    Það sést auðvitað á þessari kosningu að hvert einasta atkvæði skiptir máli og þegar kosning vinnst með einu atkvæði má auðvitað segja að hver og einn kjósandi hafi ráðið niðurstöðunni með atkvæði sínu.

    Þarna var ekkert annað en tilraun til hallarbyltingar að ræða í Samfylkingunni  og skoðun utanflokkafólks á frambjóðendunum skiptir engu máli á lokuðum landsfundi.  Gríðarleg undiralda og óánægja er núna í Samfylkingunni, sem þarna klofnaði nánast í miðju, og á næstu dögum munu ýmsar skýringar og samsæriskenningar tröllríða netinu og öðrum fjölmiðlum og þá mun kannski koma í ljós hver raunverulega skýringin á þessari herferð gegn Árna Páli var og hvernig hún var skipulögð.

    Svona byltingartilraunir gerast ekki óvart og óundirbúið.

    Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2015 kl. 16:21

    8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

    Þetta er ekkert voðalega flókið.

    Atkvæði féllu ÁPÁ 241, SII 240, APS 1.

    Að frádregnum atkvæðum greiddum sjálfum sér: ÁPÁ 240, SII 239, APS 1.

    Hvernig sem á það er litið vinnur Árni Páll með eins atkvæðis mun og breytir engu um það hvort atkvæði greidd sjálfum sér eru talin með eða ekki.

    Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2015 kl. 16:31

    9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

    Guðmundur, athugasemd nr. 7 byrjar svona: "Það sést auðvitað á þessari kosningu að hvert einasta atkvæði skiptir máli og þegar kosning vinnst með einu atkvæði má auðvitað segja að hver og einn kjósandi hafi ráðið niðurstöðunni með atkvæði sínu."

    Bætir athugasemd þín nr. 8 einhverju sérstöku við það sem áður hafði verið sagt?

    Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2015 kl. 18:19

    10 Smámynd: Bjarni Jónsson

    Nú er kominn verðmiði á Árna Pál Árnason sem formann flokksins síns, þar sem flokksmenn hans stungu hann með rýtingi í bakið.  Allt var þrælskipulagt, svo að formaðurinn á 5900 íslenzkar krónur (verð á réttinum til að kjósa) næði ekki vopnum sínum.  Það var ráðizt á hann úr launsátri, þegar hann uggði ekki að sér, enda herkænska hans ekki meiri en raun ber vitni um.  Hver önnur en Jóhanna Sigurðardóttir gæti staðið svona subbulega að verki ?  Atburðir af þessu tagi hljóta að draga dilk á eftir sér.  Samfylkingin er óstarfhæf og þar af leiðandi óstjórntæk.  Atkvæði greitt henni er á glæ kastað.

    Bjarni Jónsson, 21.3.2015 kl. 18:25

    11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

    Guðmundur, ekki alveg rétt reiknað; atkvæðin féllu (að frádregnum sjálfum sér):  240-239-0.
    Árni Páll átti alltaf þetta eina atkvæði sem skipti sköpum.  Verði honum það svo að góðu. 

    Kolbrún Hilmars, 21.3.2015 kl. 19:33

    12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

    Það er ekki allt Samfylkingarfólk ánægt með þessa þrælskipulögðu aðför að formanninun.  Hér má sjá umfjöllun Pressunnar um afstöðu Ingibjargar Sólrúnar, fyrrverandi formanns, til þessar tilraunar til hallarbyltingar:  http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/03/21/ingibjorg-solrun-frambod-sigridar-gat-aldrei-farid-odruvisi-en-illa/

    Axel Jóhann Axelsson, 21.3.2015 kl. 19:40

    13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Guðmundur. Það er eiginlega mjög alvarlegt áhyggjuefni hversu sjúkt fólk er orðið, þegar það telur að einungis Árni Páll hafi opinberlega/leynilega greitt sjálfum sér atkvæði.

    Ég veit ekki hvar maður pantar betrunarpláss fyrri svona siðrofna skoðanafölsunar-hönnuði fjölmiðlanna. Hver getur raunverulega hjálpað svona afvegaleiddu og vandræðalegu fólki, hjá opinberu fjölmiðlunum?

    M.b.kv.

    Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2015 kl. 01:46

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband