Pínleg umræða um vaxtaokrið

Þingmenn stjórnarandstöðunnar, með Helga Hjörvar í broddi fylkingar, reyndu í dag að drepa umræðu um vaxtaokrið í landinu  á dreif með því að ásaka ríkisstjórnina um afskiptaleysi af málinu og það þrátt fyrir að hafa ekki sjálfir sýnt þessari vaxtaósvífni nokkra athygli á síðasta kjörtímabili.

Svona málflutningur er til háborinnar skammar, ekki síst þegar jafn alvarlegt mál er loksins til umræðu í þinginu, en skilningsleysi þingmanna á þessu ótrúlega svívirðilega máli endurspeglar líklega áhugaleysi almennings, sem beint hefur allri sinni baráttu gegn verðtryggingunni undanfarin ár.

Ekki kemur upp í hugann að Hagsmunasamtök heimilanna né nokkur önnur samtök hafi beint kröftum að þessu gengdarlausa okri sem lánastofnanir hafa komist upp með að beita heimilin og atvinnulífið í landinu  undanfarna áratugi.  Mikla furðu vekur líka hve samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin hafa verið áhuga- og skeytingalaus varðandi þetta alvarlega mál.

Kvartanir hafa aðallega beinst að verðtryggingunni en ekki verðbólgunni og vaxtabrjálæðinu sem þó eru bölvaldarnir en ekki verðbæturnar, sem aðeins eru afleiðingar en ekki orsök vandamálanna.

Á undanförnum árum hefur oft verið bloggað um þessi mál á þessari síðu, við litlar undirtektir.  Nokkur þessara blogga má sjá t.d. hérna:  

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1080779/  og hérna:  

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1184726/  og hér:

http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1178029/ 

Vonandi verður vaxtaokrið tekið til rækilegrar umræðu núna og ættu þingmenn allra flokka að sjá sóma sinn í því að snúa bökum saman í baráttunni við vaxtaokursbölið og ættu reyndar að vera í fremstu víglínu þess stríðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomnlega sammála, en hvernig er hægt að leysa málið ? 

Var ekki einhver að nefna að það væru efri og neðri mörk á sumum lánum í brussel ?

Það væri æskilegt að vextir á húsnæðislánum væru sanngjarnir. Þeir eru ansi  háir í dag.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband