Svona gerist ekki á Íslandi!!!!!

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur að hér á landi séu einstaklingar sem bæði geta og langar til að fremja voðaverk.  Jafnframt er bent á að frá öllum nálægum löndum hafi streymt ungmenni til Sýrlands og Íraks til að berjast með ISIS og hafa þá væntanlega heillast af hryllilegum vídeóum af aftökum samtakanna á óvinum sínum, þ.m.t. afhöfðunum og brennslu lifandi manna á báli.

Fram að þessu hefur öllu svona tali verið mótmælt harðlega hér á landi og alltaf sagt að svona lagað geti ekki gert hérna, enda þjóðfélagið svo friðsælt og saklaust að minni en engin hætta væri á að álíka villimennska gæti blossað hér upp.

Það er sami hugsunarháttur og einkennir alla, þ.e. fólk reiknar aldrei með því að það sjálft lendi í slysi eða öðrum óhöppum.  Slíkt komi eingöngu fyrir aðra og sjálfur lesi maður bara fréttir af atburðunum í blöðunum eða sjái fjallað um þá í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna.

Tveir ungir menn, sem segjast vera bræður en enginn veit með vissu hvort svo sé eða hvaðan þeir eru upprunnir eru nú staddir hér á landi sem hælisleitendur og hafa uppi hótanir um fjöldamorð verði þeim ekki veitt viðtaka og veitt skjól.  Ekki getur sú framkoma orðið til að ýta undir samþykkt um landvist eða ríkisborgararétt.

Kannski verða þessir atburðir og aðrir sem nýlega hafa orðið í nágrannalöndunum til að vekja okkur Íslendinga upp af værum svefni og áhyggjuleysi af að nokkuð hræðilegt geti gerst innan íslenskrar landhelgi.


mbl.is Hafa löngun og getu til voðaverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Kannski væri ráð að sitjandi ríkisstjórn íslands  myndi skoða sína eigin heimspekistefnu inn í framtíðina:

http://www.t24.is/?p=5993

Jón Þórhallsson, 24.2.2015 kl. 21:36

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í fyrsta lagi eru samþykktir Heimdallar ekki endilega í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, í öðru lagi hefur ríkisstjórnin ekkert skipulagsvald í sveitafélögunum og í þriðja lagi þarf ekki að blanda trúarbrögðum inn í dæmið að öðru leyti en því að alls staðar má finna andlega brenglað fólk, ungt og gamalt, af öllum trúarbrögðum, öllum kynþáttum og af báðum kynjum.

Axel Jóhann Axelsson, 24.2.2015 kl. 21:57

3 identicon

Það þarf að breyta lögunum og gera þau þannig að þeir sem styðji alþjóðlega skilgreind hryðjuverkasamtök segi sig með því úr lögum við þjóðina. Slík lagabreyting er spursmál um líf og dauða. Ein ástæða þess að hún er ekki farin er að hér á landi styðja ákveðnir "virtir" borgarar samtök sem alþjóðasamfélagið skilgreinir sem hryðjuverkasamtök, fólk sem nýtur virðingar þjóðarinnar, vegna fáfræði hennar, einangrunar og skort á heilbrigðri skynsemi og klíkuskapar sem skapast í fámenni og velldur því að fólk borgar fyrir grillveislur og vinagreiða jafnvel með að brjóta lögin til að verja mannorð vina og kunningja. 

Geir (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 13:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt er að fara að öllu með gát, en þessi árátta lögregluyfirvalda og óskir um meiri njósnir um borgarana finnst mér óhugnanlegar.  'Eg treysti ekki lögreglunni til að hafa slík völd.  Þeir hafa nægilegar lagalegar aðferðir eins og er til að fylgjast með.  Þegar hugsað er til þess að í fæstum tilfellum, nær engum er þeim bannað að hlera síma.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2015 kl. 18:23

5 identicon

Það sem er óhuggulegt hér er að ekkert sé aðhafst þó öryggi borgaranna sé ógnað, bara afþví að lagabreytingar sem slíkt myndi hafa í för með sér myndu um leið valda því að ákveðnir íslenskir "góðborgarar" lentu í vandræðum. Slíka vinargreiða má kalla landráð, vilji menn viðhafa um þá allra kurteislegasta orðalag. Stuðning við hryðjuverkasamtök á að gera ólöglegan með öllu. Þeim sem verða uppvísir af stuðningi við slík samtök, þeim á að vísa úr landi, þó þeir hafi hér þegar ríkisborgararrétt. Hann á þá að afturkalla og senda þá heim. Frakkar eru að fara innleiða slíkt kerfi og það á að innleiða sem fyrst hér og landi. Þá sem við getum ekki losað okkur við, innfædda, á síðan að fangelsa.

Í öllu þessu ferli á engu að skipta hvort einhverjir vinir "fína fólksins" lendi þá í vandræðum. Reyni einhver að koma undan sönnunargögnum eða annað slíkt til að hjálpa "vinum" sínum, á að setja þann hinn sama í fangelsi fyrir landráð.

Geir (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband