Kunna ekki að skammast sín

Eftir að dómur féll í Hæstarétti í svokölluðu Al-Thamini máli, þar sem Kaupþingsbanksterar fengu þunga fangelsisdóma, hafa a.m.k. tveir hinna sakfelldu keppst við að koma fram í fréttaviðtölum heima og erlendis til þess að rægja Hæstaréttardómarana, Sérstakan saksóknara og réttarkerfið á Íslandi í heild sinni.

Fram kemur í öllum þessum viðtölum að sakamennirnir kunna greinilega ekki að skammast sín og hvað þá að nokkurt samviskubit hrjái þessa menn vegna þess skaða sem þeir ollu efnahag og lífsafkomu landa sinna með gerður sínum.  

Banksterar og útrásarvíkingar greiddu sjálfum sér ótrúlegar upphæðir í laun, bónusa og arð árin fyrir hrun og virðast hafa flutt allan þann ágóða úr landi og komið fyrir í bönkum og skattaskjólum vítt og breitt um heiminn, end allir búsettir erlendis núna og virðast lifa þar miklu lúxuslífi.

Mörg stór mál eru ennþá rekin fyrir dómstólunum gegn þessum sömu mönnum og fleirum þeim líkum og vonandi klárast þau mál fyrir réttarhlé í sumar, svo uppgjöri hrunmála fari að ljúka enda orðið tímabært að ljúka þessum málum og beina öllum kröftum að uppbyggingu þjóðfélagsins til framtíðar.


mbl.is Ber stjórnmálamenn þungum sökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segðu! Aldeilis kominn tími til.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2015 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband