Læknadeiluna í kjaradóm

Stöðugt bætast í hóp þeirra sem halda því fram að verkfallsaðgerðir lækna muni áður en langt um líður leiða til ótímabærs dauða sjúklinga sem svo alvarlega eru veikir að þeir þyrftu að vera í stöðugri meðferð á sjúkrahúsum, eða eru í hreinni lífshættu á þeim biðlistum sem sífellt lengjast vegna deilunnar.

Það er vægast sagt ógeðfellt að læknar skuli (eða þurfi) að beita fársjúku fólki fyrir sig í kjaradeilu og vegna mikilla krafna þeirra, sem þeir hafa ekki verið til viðræðu um að minnka hið minnsta í margra mánaða verkfallsaðgerðum, er óþolilmæði almennings sífellt að aukast og samúð með læknunum að minnka að sama skapi.

Nokkrar starfsstéttir eru undir kjaradóm settar með kaup sín og kjör, ekki síst þær sem annast öryggi og velferð borgaranna t.d. lögreglan og fleiri opinberir starfsmenn.

Allir eru sammála um að læknar og aðrar heilbrigðisstéttir eigi að hafa góð laun, en skilja erfiðleika þess að umbylta launakerfi þeirra á einu bretti þegar allir samningar í landinu eru lausir.

Af þessum sökum vaknar sú spurning hvort samningsaðilar þessarar deilu geti ekki sammælst um að vísa henni til kjaradóms og jafnvel að kjaramál heilbrigðisstéttanna muni heyra undir þann dómstól framvegis.


mbl.is Tímaspursmál hvenær við missum líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margbúið að vara við hruni íslenska heilbrigðiskerfisins en ekkert hefur verið hlustað. Þetta er eina læknaverfallið í 40 ár enda þessi stétt kanski of seinþreytt til vandræða. 

Vandamálið í hnotskurn er að öll sérmenntun lækna er og tekur 5-11 ár eftir sérgrein eða sérgreinum og hvar menn nema þetta margir vinna lengur erlendis og tileinka sér reynslu og margir ljúka auk þess doktorsnámi (PhD). Þetta bætist við grunnmenntun sem tekur 6 ár og kandídatsár sem er 1 ár til viðbótar. Íslenskir læknar hafa sérmenntað sig á háskólasjúkrahúsum Norðurlanda þeas Svíþjóð, Noregi, Danmörku sem og Bandaríkjunum, Hollandi og Bretlandi. Starfskraftar sérfræðinga í læknisfræði er alþjóðlega eftirsóttur og síðan fyrir hrun hafa fáir skilað sér aftur til Íslands.  Mönnum hefur í raun tekist að rústa orðspori íslensku heilbrigðisþjónustunnar sem atvinnuveitanda og maður rétt ímyndað sér með hvaða huga fólk fer frá landinu til margra ára sérnáms. 

Það er í sífellt auknum mæli farið að bera á því að fólk flyst tilbaka með fjölskyldur sínar erlendis enda er aðstaða, vinnutími og laun á Íslandi orðin óralangt frá því sem býðst í nágrannalöndunum. Minni raunar á að læknar á sjúkrahúsum eru ekki einu sinni með lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Það að tala um þetta sem hátekjustétt er brandari. Læknir eftir 6 ára nám að viðbættu kandídatsári er með 350 þúsund í grunnlaun og sérfræðingur með til viðbótar 5-11 ára sérnám og ná 600 þúsundum og laun er auðvelt að reikna út sem hlutfall af vinnutíma.
Hver ætli séu lífslaun læknis á Íslandi, hver ætli vinnutíminn sé og hversu lengi er hann að vinna sér fyrir húsnæði miðað við þá sem vinna sambærilega vinnu í Bandaríkjunum eða Norðurlöndum?
Hvað sérgreinalemækna varðar er íslenska heilbrigðiskerfið í beinni samkeppni við nágrannalöndin þar sem íslenskir læknar eru við nám og störf. Fólk fer ekki til Íslands upp á þau kjör sem eru til boða og afleiðingarnar eru skelfilegar og því miður ekki ennþá runnið upp fyrir þjóðinni.  30% lækna á Íslandi eru 60 ára og eldri og 60% 50 ára og eldri. 40% íslenskra lækna starfa og mennta sig erlendis. Miðað við aldursdreyfingu þá mun verða stór fækkun á næstkomandi 5-10 árum samfara því að gríðarstórir árgangar fara yfir 60, 70 og 80rætt með gríðarlegri fjölgun á krabbameinssjúkdómum og álagi á heilbrigðiskerfið.   

Ég spái því að ef lög verða sett á lækna án verulegrar kjaraukningar mun það í raun þýða nánast endalok íslenska heilbrigðiskerfisins og það mun koma losi á marga sem bíða sem eru margir með atvinnutilboð sem þau og fjölskyldurnar eru að skoða.  Ætla menn að setja vistabönd á lækna eða hlekkja þá niður.  
Afleiðingarnar verða þær að það þarf í stórum stíl að kaupa sjúkrahúsmeðferð erlendis fyrir íslenska sjúklinga. 

Gunnr (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 21:23

2 Smámynd: FORNLEIFUR

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1558624/

FORNLEIFUR, 27.12.2014 kl. 21:30

3 identicon

Fornleifur það má finna margt að á mörgum stöðum en ég held þú gerir þér ekki grein fyrir hversu slæmt ástand 2 ið er á Landspítalanum. Sama hversu mikill halli er á sjúkrahúsinu í Harstad þá þarf að manna vaktir með sérfræðingum. Noregur notar um 9% av BMP í heilbrigðiskerfið og þeir hafa í mörgu farið aðrar leiðir en Ísland.  Það má alls staðar finna eitthvað að en ég held að menn finni ekki ástand sem kemst nærri því sem ríkir á Landspítalanum. Sjúkrahúsið er að mygla niður er alsendis heilsuspillandi, það eru 20 ára gamlar rúmdýnur ásandið er orðið það skelfilegt að einn orðvar kollegi minn á 6tugs aldri kallaði það ekkert minna en þjóðarskömm. Fólk sem er ónæmisbælt liggur á klósettum.

Í síðustu viku hættu 3 reyndir svæfingarlæknar á Landspítalanum og eini sérfræðingur landsins í hjartagangráðum sem sér um aðgerðir á hjartaflökti en eftir þeim er álla vega 2 ára biðtími á Íslandi.  Það sem er óhugnarlegt er fólk virkilega að íhuga framtíð sína á Íslandi. Fag eins og krabbameinslækningar standa afar veikt og innan við 10% íslenskra krabbameinslækna starfa á Íslandi og þeir sem hafa komið hafa farið tilbaka erlendis eftir lengri eða skemmri tíma.  

Gunnr (IP-tala skráð) 27.12.2014 kl. 22:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er ástandið á Landspítalanum komið niður fyrir ásættanleg mörk og húsakosturinn verið að drabbast niður eins og allt annað húsnæði í ríkiseigu.  Furðulegt að fasteignir skuli lántnar grotna þannig niður án lágmarksviðhalds.  Eins er auðvitað um laun lækna, þau hafa dregist aftur úr launum sambærilegra stétta í nágrannalöndunum sérstaklega eftir hrun, en það á líka við um alla aðra landsmenn.

Einmitt þess vegna verður ákaflega erfitt að bæta læknum það upp í einum grænum hvelli, eins og sagt er.  Læknar hafa verið afar ótilbúnir að slaka nokkuð á sínum ítrustu kröfum og á meðan svo er er lítil von til samninga.

Ekki nefndi ég að lög yrðu sett á aðgerðir læknanna, en sló því fram hvort samningsaðilar gætu ekki komið sér saman um að kjaradómur úrskurðaði um kjarabætur lækna og ekki er ég í vafa um að dómurinn yrði læknunum vilhollur.  Hins vegar þykir mér vafasamt að kjörin verði lagfærð og komið í sabærilegt horf og þau eru í nágrannalöndunum í einu risastökki.

Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2014 kl. 23:03

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kjaradómur mun ekki leysa þetta mál. Þetta mál er alveg sérstakt og utan við allt annað í kjaramálum þjóðarinnar vegna sérstöðu lækna, sem meðal annars veldur því að hundruð íslenskra lækna vinna erlendis, nýliðun er komin niður í það að stéttin er að þynnast út vegna öldrunar. Eina lausnin er langtímasamningur sem þó gefur von um að hruni heilbrigðiskerfisins verði afstýrt án þess að jafn skammímabundu fyrirbrigði og almennum kjarasamningum verði umbylt.  . 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2014 kl. 23:57

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki kominn tími til að sjúklingar geti sótt rétt sinn til dómsstóla, þegar læknamistök og svik eiga sér stað?

Það er vísindatilraunastarfsemi-einokunin sem er að ganga af sjúklingum og læknum dauðum. Þannig hefur þetta virkað síðan ég man fyrst eftir mér.

Bara endalaust yfirklór og tilraunir!

Ég ætla ekki að útskýra það í mjög miklum smáatriðum, hvernig sérfræðivísindalæknar á ýmsum sviðum sviku mig gjörsamlega á mínum yngri árum. Einn af þeim hló að mér þegar ég sagði honum frá hvað hómópati sagði mér um mín magavandamál og vöðvabólgu, eftir vanþekkingargreiningu þess vísindasérfræðings. Það var niðurlægjandi, svo ekki sé meira sagt. Þá hafði ég farið í fleiri en eitt ofnæmispróf hjá honum, og ekkert fannst.

En ekki þótti þeim ofnæmissérfræðingi þörf á að taka ábyrgð á sínum svikum/vanþekkingu á mínum magavandamálum, þegar hann var búinn að segja að hann gæti ekkert gert fyrir mig! Og í ofanálag hæddist hann að því sem hómópatinn sagði mér!

Þessi ágæti hómópati sagðist aldrei hafa fengið til sín manneskju, sem væri svo þjáð af næringarskorti, vegna sjálfsofnæmissjúkdóms. Það þýðir ekkert fyrir mig að ræða þessi mál við nokkurn mann, því læknavísindin á Íslandi eru búin að gefa út fordæmingarupplýsingar um svona vandamál á Íslandi. Ofnæmissérfræðingurinn hló að mér á sínum tíma, og sagði að ef ég væri með sjálfsofnæmisvanda, þá þyldi ég ekki einu sinni sjálfa mig. Það fannst honum fyndið að tilkynna mér.

Það var í raun alveg rétt lýsing, því þegar maður hefur endalausa verki og enga orku, þá þolir maður ekki einu sinni sjálfan sig andlega og líkamlega. Hann meinti þetta víst líkamlega, og hafði gaman af eigin fyndni.

Það þarf ekki mikla menntun til að skilja hvaða afleiðingar svona magaverkja-næringarskortsálag hefur á líf fólks.

Svo er þeim læknum ekki trúað, sem raunverulega vilja hjálpa fólki eins og mér! Um það hef ég mjög skýr dæmi, sem ég mun eflaust skýra betur út seinna, ef mér endist heilsa til.

Ég vorkenni spítalalæknum ekkert, vegna þess að þeir hafa oftar en ekki útilokað þá lækna sem raunverulega vilja hjálpa sjúklingum. Og þeir heimta hálaunaskurðlæknalaun sem enginn skattborgari getur sætt sig við! Skiljanlega getur enginn sætt sig við ofurlaun einhæfra skurðgoða-"sérfræðinga"!

Ef fólk veit ekki af því, þá er ekki gert ráð fyrir geðdeild á nýja spítalanum, sem skurðgoðalæknarnir eru að heimta núna fyrir Háskóla Íslands!

Hvar eiga geðsjúklingar að fá læknishjálp? Svarið þið nú, sem teljið ykkur hafa leyfi til að fara í verkfall? Hvar er læknaeiðurinn núna? Marklaust plagg lækna/lyfja-mafíunnar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.12.2014 kl. 00:09

7 identicon

Því miður held ég að þolinmæði margra lækna löngu þrotinn og ég hef heyrt að menn gefi þessu nokkra mánuði eða nokkrar vikur. Þegar velja þarf á milli viðhalds lífsnauðsynlegra lyfja og launa starfsfólks hefur viðhald húsa klárlega setið á hakanum. Það verður kanski ekkert annað en óvígt vatn frá hómópötum eða vígt vatn til að meðhöndla andlega eða líkamleg einkenni þerra sem eru eða þykjast vera veikir. Það verður ekki mikið helbrigði að sækja í réttarsali landsins þrátt fyrir að landið sé með heimsmet í fjölda lögfræðinga, viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Það hefur enginn eiðsvarið sig að íslenska heilbrigðiskerfinu, sem sumir virðast jafnvel halda.
Læknaeiðurinn frá hljóðar svo:
Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samviskusemi

að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án manngreinarálits

að gera mér far um að auka kunnáttu mína í læknafræðum

að kynna mér og halda vandlega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna.

Það eru atriði við gamla Hippókratesareiðinn sem er 2400 ára gamall hefur ekki staðist tímans tönn. Eitt er að konur áttu ekki að gegna læknisstörfum og fleirri atriði sjá nánar á Vísindavef Háskóla Íslands http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5731

Hvað varðar ófremdarástandinu í heilbrigðisþjónustinni á Íslandi er þetta sambland af stefnuleysi og úrræðaleysi þessarar og fyrri stjórnvalda. Það þarf að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar og þá skera niður annars staðar. Menn virðast hafa nóg fé til að færa og flytja stofnanir og sem og annar lúxus. Ég held því miður að það sé engi  lausn að setja kjaradóm eða lög á þessa deilu. Þegar menn fá "take it or leave it deal" þá gætu ansi margir tekið "leave it". Því miður er meðalaldur læknastéttarinnar það hár og nýliðun það lítil og flótti frá landinu mun valda hruni í mörgum undirgreinum læknisfræðinnnar þar sem bæði er fámenni og fólk er farið að farið að reskjast.

Gunnr (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 01:28

8 identicon

Nokkrar starfsstéttir eru undir kjaradóm eða kjaranefnd settar með kaup sín og kjör, lögreglan og flestir opinberir starfsmenn, aðrir en stjórnendur, eru ekki þar á meðal. Kjaradómur og kjaranefnd sjá um laun toppana.    http://www.althingi.is/altext/stjt/1992.120.html

Vagn (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 05:23

9 identicon

Læknadeilan snýst um svo margt annað en launin. Dæmi (ekki tæmandi listi) um það sem hún snýst um er:

Laun lækna OG annarra heilbriðisstétta,

Húsakostur Landspítala,

Tækjabúnaður Landspítala,

Skortur á langtíma stefnumörkun og markvissri vinnu í þá átt sem mörkuð er,

Skortur á sjúkrahótelum,

Skortur á hjúkrunarrýmum og þ.a.l. frálagsvanda á LSH,

Pólitísk afskipti af kerfinu og því sem gert er / keypt er,

og einnig að vera bundnir á ríkisjötuna (vantar t.d. möguleikan á einkaspítala innan kerfisins).

Magnús (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 08:16

10 identicon

Þetta er í raun miklu djúpstæðara Magnús.  

Það er svo að vægi lítilla sjúkrahúsa hefur minnkað á síðustu 40 árum og sérstaklega á síðustu 10-15 árum.  Skurðaðgerðir og tæki eru miklu sérhæfðari og dýrari og verðmæti. Verðmætið liggur í fólkinu en ekki í byggingunum sem sumir virðast halda. 80ára gamlar niðurníddar og illa viðhöldnu sjúkrhúsbyggingar eru rifnar eða notaðar í annað. Þær voru byggðar á öðru tímastkeiði. Sjúklingar dagsins í dag eru að meðaltali eldri, veikari. Næstu 20-30 ára mun verða síaukið álag þegar risaárgangar eftirstríðsáranna munu fylla ganga og biðsali sjúkrahúsanna. Það er yfir 100% rúmanýting á mörgum deildum nú þegar og álagið á eftir að aukast á hverjum mánuði á hverju ári í 30 ár. Það þarf að byggja (og reka) 1 1/2 nýtt hjúkrunarheimili á hverju ári á næstu 25 árum bara til að halda í horfinu. Það er hægt að framreikna tíðni krabbameina, hjarta og æðasjúkdóma miðað við meðalaldur og niðurstöðurnar eru því miður geigvænlegar. 

Það þarf hreinlega að leggja niður dýr og óhagkvæm sjúkrahús eða breyta þeim í hjúkrunarheimili. Það að vera að reka sjúkrahús á Akranesi, Keflavík og Selfossi og ég tala ekki um Vestmanneyjar er náttúrlega út í hött og kostar stórfé. Dýrast er náttúrlega að reka Landspítalan sitt hvorum megin við Fossvogshæðina. Væntanlega nota menn næstu 5-10 árin til viðbótar að rífast um legu og útlit. Faktum er að húsnæðið er alveg sprungið og ef reka á sjúkrahúsið í litlum dreifðum einingum með 24klst/365 sólarhringa ársins er ekki mannskapur eða fjármagn til staðar. Með því að færa rekstur Landspítala undir eitt þak má spara 3,5 miljarða á ári sem þýðir að 70 miljarða á 20 árum með að nýta starfsfólk betur. Það fara hundruð miljóna bara í sjúkraflutninga fram og tilbaka með tilheyrandi töfum ofl.  Einhver líkti því að menn væru með fiskflökunarverksmiðju og þyrftu síðan að bera fiskin í fötum upp á aðra hæð og niður aftur og dreifa þessu á fleirri byggingar.

Það þarf að gera marga hluti samtímis það þarf að endurvæða (eða endurlífga) heilsugæsluna enda er virk heilsugæsla sammerkt öllum löndum sem tekst að halda utan um fjármögnun sína.


Íslendingar eru hreinlega of fáir að það verður ekkert alvöru einkarekið kerfi við hliðina á hinu opinbera nema að litlu leiti. Menn geta td. farið leið nágrannalandanna og komið formi einkarekstri heilsugæslunni og skorið niður í yfirstjórn enda er íslenska heilbrigðiskerfið það miðstýrðasta í heimi. Smæð Íslands gerir það að verkum að það verður ekkert einkasjúkrahús sem mun standa við hliðina á Landspítalanum. Þar verður fólk að fara erlendis til lækninga sem mun í stóraukast á næstu árum samfara því að álagið verður íslenska heilbrigðiskerfinu ofviða vegna mönnunar-, húsnæðis og fjárskorts.

Gunnr (IP-tala skráð) 28.12.2014 kl. 09:57

11 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Ég skil ekkert í því að Sigmundur orðuhafi skuli ekki kippa þessu í liðinn. Aðeins þarf að sækja áttatíu miljarða í þrotabúin, og byggja nýjan spítala og samt á hann eftir eitthundrað og fjörutíu miljarða í búunum sem má taka brot af og hækka laun lækna.

Óli Már Guðmundsson, 28.12.2014 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband