Bankastjórarnir og forstjórar kortafyrirtækjanna beri ábyrgðina

Þegar búið er að afhjúpa svindl bankanna og kortafyrirtækjanna í viðleitni sinni til að hrekja Kortaveltuna út af markaði og geta hirt ein öll eggin frá gullhænunni.

Í raun var þetta gert á kostnað viðskiptavina fyrirtækjanna, sem látnir eru greiða okurverð fyrir þjónustuna enda milljarðahagnaður af kortafyritækjunum árlega.

Á þessum gríðarlega hagnaði héngu kortafyrirtækin Borgun og Valitor (sem voru í eigu bankanna) og gerðu allt sem mögulegt var, flest ólöglegt, til að halda Kortaveltunni frá gullgreftrinum.

Nú hafa bankarnir og kortafyrirtækin tvö verið sektum um rúmar sextánhundruðmilljónir króna og lofa nú öllu fögru um framtíðina og þar á meðal að lækka árlegar greiðslur viðskiptavina sinna um heilar fjögurhundruðmilljónir.

Bankastjórarnir og forstjórar kortafyrirtækjanna sitja eftir sem áður sem fastast í stólum sínum og þurfa ekki að þola nein persónuleg óþægindi vegna þessara ólöglegu starfsemi sinnar.

Það er einkennilegt að litið skuli svo á að fyrirtækin sjálf séu gerendur glæpsins, en þeir sem stjórna þeim skuli teljast saklausir sem ungabörn eftir sem áður.


mbl.is Sparar neytendum 400 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Málið er í rauninni mjög einfalt og það er það, að fólk á að steinhætta að nota þessi kort (skuldaspjöldin) - klippa þau í smátt og fleygja þeim. Mjög fáir hafa, yfirhöfuð, nokkurn skapaðann hlut með þessi kort að gera, en gætu svo sem haft eitt kort, (eins og til vara), en nota það helst "ALDREI".

Tryggvi Helgason, 18.12.2014 kl. 20:09

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skrýtið að getraunir og lotto,taka aðeins kredit-kort stofni maður til viðskipta á netinu.Það eru til það sem kallað er (+)plúskort,inneign þarf að vera á því sem nægir fyrir kaupunum. Skil ekki afhverju þeir nota ekki debet.

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2014 kl. 04:38

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er hárrétt hjá Tryggva.  Sjálfur nota ég nánast aðeins kreditkort þegar ég panta á netinu, og þá svokölluð plúskort sem maður hleður inn á fyrirfram.  Kreditkort er auðvitað þægilegt að hafa með á ferðalagi erlendis.


Ég nota í þess stað að jafnaði debetkort eða seðla og fæ fyrir bragðið oft staðgreiðsluafslátt.

Ágúst H Bjarnason, 19.12.2014 kl. 07:12

4 identicon

Baki starfsmaður fyrirtækis fyrirtækinu tjón af einhverjum orsökum hefur það oftast áhrif á traust fyrirtækisins (yfirmanna viðkomandi sem fulltrúa fyrirtækisins) á starfsmanninum.  Hvort sem litið sé á að starfsmaðurinn eigi sér einhverjar málsbætur eða ekki getur fyrirtækið kosið að láta hann fara eða láta hann halda áfram í trausti þess að hann valdi ekki aftur sambærilegu tjóni.  Það er enginn eðlismunur á þessu tilviki og ef t.d. sendillinn rústar sendibílnum.

Svo getur fyrirtækið (eigendur/stjórnendur) litið svo á að ákveðinn kostnaður sé hluti af rekstrinum (sektir af þessu tagi, stöðumælasektir á sendilinn o.s.frv.).

Í öllum tilvikum er það eigandinn (eigeindur) sem bæði borgar sektina og ákveður hvort hún hafi áhrif á stöðu viðkomandi starfsmanns.

Og ef einhver heldur að þjónustugjöld, vaxtamunur eða hvað það sem það heitir myndi ekki hækka hvort sem er þó þessar sektir hefðu ekki komið til segi ég þann sama trúa á Jólasveininn.

ls (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 09:55

5 identicon

Hverjir haldið þið að borgi þessa 1,6 miljarða?

Kortaveltan er ekkert betri enda bara útibú frá fyrirtæki í Danmörku og með flest í ólagi

Debet (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 11:39

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó Kortaveltan sé ekkert betri, réttlætir það ekki á nokkurn  hátt lögbrot hinna fyrirtækjanna.  Að endingu er það aldrei neinir aðrir en neytendur vöru og þjónustu sem borga allan áfallinn kostnað, þ.m.t. sektir sem annað.

Axel Jóhann Axelsson, 19.12.2014 kl. 14:41

7 identicon

Allar tekjur fyrirtækjana koma frá neytendum, hvort svo sem þær eru notaðar í rekstur fyrirtækisins, sektir eða til að greiða arð til eigenda.

Ég hef ekki trú á öðru en þeir rukki nú þegar eins mikið af neytendum og þeir telji sig geta komist upp með.  Komist þeir upp með að rukka meira í framhaldi af þessum sektum þýðir það annaðhvort að þeir hafi af góðmennsku sinni ekki rukkað eins mikið áður og þeir hafa getað, eða að neytandinn samþykki að sektunum sé velt á þá.

ls (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband