Læknar eru ekki láglaunastétt og ættu að fara aftar í forgangsröðina

Í heilan mánuð hafa læknar verið með sjúklinga og jafnvel alla þjóðina í gíslingu vegna gríðarlegra krafna um launahækkanir sér til handa, allt að 50% eftir því sem fréttir herma.  

Baráttan gengur út á að kúga ríkisvaldið til undanhalds með því að gefa í skyn að það væri yfirvöldum að kenna, en ekki læknunum sjálfum. ef sjúklingar tækju að deyja unnvörpum vegna skorts á læknisþjónustu.  

Jafnvel þó þeir veikluðustu lifðu kjaradeiluna af tæki við margra mánaða eða ára bið efir nauðsynlegum aðgerðum og þeim engin samúð sýnd sem munu þurfa að líða þjáningar og angist í biðinni eftir læknishjálp.

Öll þjóðin vill viðhalda frábæru heilbrigðiskerfi í landinu og því hafa aðgerðir læknanna notið stuðnings mikils hluta þjóðarinnar, þó úr hafi dregið undanfarið vegna óbilgirni læknanna, sem ekki hafa verið til viðræðna um að slaka hið minnst af kröfum sínum allan þennan tíma, en herða stöðugt ólina um háls sjúklinga sinna til að neyða stjórnvöld til uppgjafar.

Jafn mikill og stuðningur þjóðarinnar er við að viðhaldið verði hinu góða heilbrigðiskerfi í landinu er rík krafa í þjóðfélaginu til að hinir lægts launuðu fái sérstakar hækkanir í næstu kjarasamningum og þá auðvitað meiri hækkanir en hinir sem betur mega sín.

Læknar eru ekki  láglaunastétt og sama gildir um alla aðra í þjóðfélaginu, þ.e. að hafa orðið fyrir gríðarlegri kjaraskerðingu í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 og hafa ekki samkeppnisfær laun við kollega sína í nágrannalöndunum.

Þeir lægra launuðu ættu að vera í forgangi í þeirri kjaraleiðréttingu og læknar ættu að sjá sóma sinn í að bíða á meðan með sínar ítrustu kröfur.


mbl.is Mun færri bóka sig í aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið að heyra í einhverjum sem er á sama máli og ég í þessum efnum.

Reyndar finnst mér að ef læknanemar ætla að skrifa undir plagg þar sem þeir neita að vinna á íslenskum spítulum, þá eigi bara að reka þá úr skóla. Ekki eiga íslenskir láglaunaþrælar að greiða fyrir nám lækna sem neita svo að starfa í þeirra þágu.  Þeir geta þá bara sótt um skóla erlendis með öllum þeim kostnaði sem því fylgir og fengið þá vinnu erlendis á kannski hærri launum en með þá með lán á bakinu sem eru í þeirri stærðargráðu sem þeir hafa ekki séð áður.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 07:14

2 identicon

Það hefur all lengi heyrst frá ýmsum topp stéttum að þau vilji svo og svo mikil laun til að nálgast þau laun sem greitt er fyrir sömu störf og þau inna af hendi í nágrannlöndunum og vegna þess að launin hér standist ekki samanburð við launin þar, er ekki að verða tímabært að "íslenskir láglaunaþrælar" taki upp sömu taktík og herði sína baráttu og krefjist sambærilegra launa og greitt er fyrir þeirra störf í þessum viðmiðunarlöndum toppstéttanna?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 07:38

3 identicon

(Er ekki med islenska stafi.  Vona tad se i lagi.)

Tu gefur i skyn ad læknar seu med læti vegna falls kronunnar og seu tess vegna i sømu stødu og allir adrir.  Tad er ekki rett.  Launin hafa hlutfallslega lækkad mikid midad vid vidmidunarhopa.  Synt hefur verid fram a tad.

Tu gefur i skyn ad læknar seu illfygli sem ekki sjai aumur a sjuklingum sem turfi adstod.  Tetta er dæmigerdur kvasi malflutningur illgjarnra.  Af hverju er tad ekki edlilegt ad launa heilbrigdisstarfsfolki vel fyrir vel unnin og erfid størf alveg eins og løgfrædingnum, smidnum eda verkfrædingnum?  Trabant var odyr en vann vinnuna, to ekki væri alveg a tad treystandi.  Vilja islenskir sjuklingar slikan standard?

Tad er ekki audvelt at flytja ur landi med stalpud børn sem munu ta alveg øruglega aldrei vilja flytja heim.  Samt hafa mjøg margir lagt slikt a sig.

Af hverju spyr sa sem to veit.

Jon Asgeir (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 10:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því hefur hvergi verið haldið fram hér að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk eigi ekki að hafa góð laun.  Hins vegnar var sagt að allir hefðu orðið fyrir stórkostlegri kjaraskerðingu við bankahrunið og hvorki læknar né aðrir gætu reiknað með því að það áfall leiðréttist eins og ekkert væri í einum kjarasamningum.

Þar að auki var sagt að læknar ættu ekkert að vera í forgangi með launaleiðréttingar umfram aðra, en nýlega hefur verið bent á smánarleg laun ræstingarfólks á Landspítalanum og miðað við fréttir af kröfum læknanna vilja þeir fá laun tveggja slíkra í HÆKKUN á sín laun og það strax og án nokkurra umræðu um annað.

Jón Ásgeir nefnir lögfræðinga, smiði og verkfræðinga til þessarar sögu, en engar sögur hafa heyrst af miklum launahækkunum þeirra stétta undanfarið og reyndar hafa iðnaðarmenn flutt úr landi í stórum stíl vegna atvinnuleysis og kjararýrnunar hér heima fyrir.

Heilbrigðisstarfsfólk á allt gott skilið, í launum og öllum aðbúnaði á vinnustað, en ætti að taka tillit til þess að þeir lægst launuðu í landinu ættu að hafa forgang hvað kjarabætur varðar og allir þurfa að hafa í huga að setja ekki efnahagslífið á hliðina rétt einu sinni vegna óraunhæfra væntinga til kjarabóta í einu vetfangi.

Það er orðið hálf pínlegt að hlusta á viðtöl við lækna í ljósvakamiðlunum og annarsstaðar, þar sem þeir frýja sig ábyrgð á því að "sjúklingar gætu farið að deyja að óþörfu" vegna tregðu stjórnvalda til að ganga skilyrðislaust að öllum kröfum læknanna.

Axel Jóhann Axelsson, 11.12.2014 kl. 18:03

5 identicon

Hvernig eiga einstaklingar með læknismenntun at geta verið ábyrgir þó fólk deyji þó menntun þeirra sé nauðsynleg til bjargar manslífum?  Síðan hvenær hefur það verið skylda að starfa við það sem menntunin snýst um?  Er það kanski það sem málflutningurinn snýst um?  Frekar þykir mér það klént.

Er það píparanum að kenna ef byggingareigandinn tímir ekki að borga honum laun?  

Er það skúringamanninum að kenna ef vinnuveitandin greiðir svo illa að hann fer til annarra starfa?

Þunnur málflutningur. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 18:58

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Axel Jóhann ég er sammála þér, ég er búinn að velta þessu framm og aftur í hausnum á mér varðandi laun Lækna og við erum bara að tala um þau störf hérna, Læknar eru ekki láglaunastétt eins og þú segir enda á sú stétt ekki að vera það, langt nám og ótrúlegt að hugsa til þess að manneskjur sækji í námið vegna launa þó svo að þessi stétt sé ekki láglaunastétt.

Vissulega varð þessi stétt sem og allar aðrar fyrir forsendubresti vegna hrunsins og ekkert að því að Læknastéttin fái sína hækkun eins og aðrar stéttir, og þá er ég komin í kjarnan sem er þessi mikla krafa, og þessi skrítna umræða sem er farin að eiga sér stað eins og að Læknar erlendis frá séu lélegri að gæðum, ekki eins góðir og íslensku Læknarnir er ömurlegt að heyra.

Mér finnst umræðan um hversu mikið hver og einn þarf til að geta haft það ágætt þurfa virkilega að fara eiga sér stað í opnri umræðu...

Góð orð hjá þér.

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2014 kl. 18:59

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Kristján B Kristinsson. Það er ekki hægt meðan Gylfi Arnbjörnsson er við stjórnvölinn.

Eyjólfur G Svavarsson, 12.12.2014 kl. 00:11

8 identicon

Í DV er talað um það að 340 læknar séu með yfir 16 milljónir að jafnaði á ári. Er það ekki bara nokkuð gott? 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband