Íslendingar henda mat frekar en að gefa hann

Alkunna er að magir kaupa alls ekki matvöru þegar fer að nálgast dagsetninguna sem merk er á umbúðirnar sem "best fyrir" og jafnvel henda allri vöru á heimilinu sem komin er að þessari dagsetningu.

Flest allar vörur endast langt fram yfir þessa "best fyrir" dagsetningu, að ekki sé minnst á dagsetninguna sem segir til um "síðasta söludag" og þrátt fyrir það eru ótrúlega margir sem forðast slíkar dagsetningar eins og heitan eld.

Frakkar íhuga að setja lög sem skyldar verslanir til að gefa allar matvörur sem seljast ekki fyrir þessar umræddu og skelfilegu dagsetningar til góðgerðarstofnana og feta þannig í fótspor Belga, sem settu slík lög í vor.  Er þetta auðvitað gert til að minnka það gríðarlega magn fullkomlega neysluhæfrar matvöru sem lendir á sorphaugum heimsins, engum til gagns nema þá helst rottum og öðrum álíka geðslegum kvikindum.

Fyrir nokkrum árum útdeildu Heimilishjálp Íslands, Mæðrastyrksnefnd og slík samtök matvöru sem komin var að "síðasta söludegi" til sinna skjólstæðinga og ekki vitað til þess að nokkrum manni  hafi orðið meint af, enda endast flestar vörur nokkuð langt fram yfir slíka dagsetningu eins og lagasetning Belga og Frakka ber glöggan vott um.

Ekki þarf að orðlengja það, að hér á landi varð allt vitlaust út af þessum matarúthlutunum sem þóttu engum bjóðandi og var slíkt að lokum bannað til að friða hina íslensku þjóð, sem virtist almennt verða óglatt við tilhugsunina eina um þessar "útrunnu" matvörur.

Fróðlegt verður að sjá viðbrögðin hérlendis þegar og ef tilskipun kemur frá ESB um lagasetningu í takt við þá belgísku. 

 


mbl.is Verslanir mega ekki henda mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband