Hverjir eru "stóru leigusalarnir"?

Húsaleiga hefur farið ört hækkandi á markaði undanfarna mánuði og er "stórum leigusölum" ekki síst kennt um að spenna upp verðið á leiguíbúðunum.

Nokkur félög, sem keypt hafa upp tugi íbúða, eru orðin talsvert ráðandi á leigumarkaðinum og þegar þau kaupa íbúðir sem þegar eru í leigu, hækka þau leiguverðið um allt að 30%, enda reikna rekstraraðilar félaganna með því að leigendur samþykki slíka hækkun þegjandi og hljóðalaust þar sem þeir hafi hvort sem er ekki í nein önnur hús að venda.

Í ljósi þess að einstaklingar kvarta yfir því að bankar séu orðnir afar strangir á greiðslumati og fólki sé jafnvel neitað um lán til húsnæðiskaupa þrátt fyrir að slík kaup kæmu betur út en að leigja, er að mörgu leyti undarlegt að "stórir leigusalar" virðast hafa ótakmarkaðan aðgang að lánsfé sem þeir endurgreiða með síhækkandi húsaleigu.

Þessir sömu "stóru leigusalar" spenna upp verðið á íbúðum með yfirboðum og eru því ekki síður til tjóns fyrir þá sem eru í kauphugleiðingum en hinum sem þurfa að greiða sífellt hærri húsaleigu vegna innkomu þessara aðila á markaðinn. 


mbl.is 500 vildu leigja eina íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,Þú ættir að kanna hverjir standa að baki st.leigufélögunum,ætli að sé ekki stutt í Lífeyrissjóðina sem eru að verja sparnað almennings.

Sverrir Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 17:57

2 identicon

Það er lítill munur á því hvort einhver lánar þér 30 milljónir eða íbúð sem kostar 30 milljónir. Hann vill helst fá greidda ávöxtun og kostnað. Þó leiguverð hafi oftast verið talið hátt þá hefur það samt ekki náð þeirri ávöxtun sem fjármagnið hefði náð á öðrum stöðum. Einstaklingar sem hafa verið að leigja húsnæði sitt tímabundið hafa sætt sig við lélega, jafnvel neikvæða, ávöxtun frekar en að selja og þurfa svo að kaupa aftur eftir einhverja mánuði eða ár. Fyrirtæki sem gera út á leigu verða að miða við eðlilegar tekjur af fjárfestingum.

Gústi (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 19:51

3 identicon

Eru menn ekki bara að reyna að ná inn nokkrum krónum

áður en Dagur Burgmeister kemur með sinn leigumarkað

með ódýru húsnæði  fyrir ungt fólk

miðsvæðis því BÍLAR eru ljótir 

Grímur (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 21:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu þurfa leigusalar að fá fyrir kostnaði við leigðu eignina og undir því verður leigan að standa. Þess vegna er svolítið undarlegur þessi áróður nú upp á síðkastið að betra sé að leigja en kaupa íbúð, enda greiðir leigjandinn íbúðaverðið að lokum hvort sem er og því hlýtur nánast alltaf að vera betri kostur að kaupa sér íbúð.

Dagur Burgmeister mun aldrei koma upp neinum leigumarkaði með ódýru húsnæði, hvorki fyrir ungt fólk eða aðra, og allra síst miðsvæðis því þar eru dýrustu lóðirnar og byggingakostnaður mestur. Þar fyrir utan byggðist loforð Dags á því að Búseti og önnur slík félög myndu byggja þetta leiguhúsnæði og þau verðleggja húsaleiguna rétt eins og aðrir leigusalar, þ.e. þannig að leigan standi undir byggingar- og rekstrarkostnaði fasteignarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 14.7.2014 kl. 21:36

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er komið gott af þessum sjálftöku flokkum á þingið, er að safna samlöndum sem þora með nýtt upphaf gegn flokksræði. Kærleikur og samkennd. Áhersla jöfnun auðæfa okkar með þak á laun og lögfesta lágmarks framfærslu, sameina lífeyrissjóði í einn til tvo sjóði með stjórnunarþáttöku almennings, afnám verðtryggingar+þak á vexti, banna kennitöluflakk, uppstokkun í dómskerfinu með aukna áherslu á réttláta dómsmeðferð, kynferðis afbrotamenn sleppa með allt of væga dóma svo eitthvað sé nefnt, stór aukningu í ávaxta og ylrækt, stöðva stóryðjustefnuna. Aukin áhersla á aðra orkugjafa en olíu það er metan, vetni, sól, lífrænnt ræktaðan lífdísil, vindorku og sjávarföll Sjáumst í haust þegar alvöru bylting hefst. Kveðja úr Þingeyjarsveit. Við verðum að sameinast gegn þeim gerræðisöflum sem stjórna landinu ef það á að vera manneskjulegt að búa landið vegna misskiptingar.

Sigurður Haraldsson, 15.7.2014 kl. 03:20

6 identicon

Hér er ágætis umfjöllun um eitt af "stóru" leigufélögunum. http://kjarninn.is/kerfi/wp-content/uploads/2014/01/2014_01_30.pdf

Jóhann Már Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 15:01

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Axel, þakka þér fyrir góða grein.

Það er nefnilega málið að ótrúlegt er að fólki er ætlað að borga leigu sem dekkar húsnæðis- eða bankalán íbúðareiganda, ásamt fasteignagjöldum, tryggingum, viðhaldi og svo að sjálfsögðu góðum arði fyrir fasteignaeigandann.  En þessu fólki þ.e. leigjendum er gert ókleift af íbúðalánasjóði og/eða bönkunum að kaupa þessa sömu fasteign á mannsæmandi kjörum.  Það er greinilega eitthvað að í þjóðfélagi okkar.  Við þurfum að fara að sjá réttlæti fyrir þá sem minna mega sín, jafnvel þó það kosti okkur hin eitthvað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2014 kl. 15:57

8 Smámynd: Elle_

Gústi, eðlilega verða leigusalar að fá þóknun fyrir að leyfa fólki að búa í 30 milljóna eign (eða hvaða milljón sem þú kýst að nota).  Það ætti samt alls ekki að vera leigjenda að borga fyrir allt hafurtaskið.  Það vantar inn í lýsinguna þína að það er eigandinn sem endar með að eiga eignina og leigjendur eiga ekki að borga fyrir gróða leigusalans, nóg af kostnaðinum borga þeir nú samt.

Elle_, 17.7.2014 kl. 00:40

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elle, ALLIR sem selja einhverja vöru eða þjónustu reikna allan kostnað inn í endanlega verðið og er þá meðtalinn stofnkostnaður, allur kostnaður annar hverju nafni sem nefnist, ásamt álagningu ofan á allt saman sem myndar þá gróða seljandsns eftir að skattar hafa verið greiddir.

Það gefur enginn neinum neitt í viðskiptum, enda færi viðkomandi umsvifalaust á hausinn geri hann það til lengdar. Eins og sagt er þá er hádegisverðurinn aldrei ókeypis.

Axel Jóhann Axelsson, 17.7.2014 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband