Meira frelsi og ekki bara fyrir Costco

Eftir að út spurðist að bandaríska verslunarkeðjan Costco hefði áhuga á að opna verslun í Reykjavík og selja þar, ásamt öðru, áfengi, lyf, og ferskt innflutt kjöt, hefur mikil umræða orðið í þjóðfélaginu  um málið og til að byrja með virtist sá skilningur ríkja að keðjan væri að fara fram á alls kyns undanþágur frá þeim lögum og reglum sem gilda í landinu.

Þegar rykið fór að setjast og línur að skírast kom í ljós að Costco rekur t.d. verslanir í Kanada en þar er algerlega bannað að flytja inn bandarískt nautakjöt, hvort sem það er af heilbrigðisástæðum eða til að vernda innlenda framleiðslu, en Kandada flytur hins vegar mikið af nautakjöti til Bandaríkjanna.

Hérlendis er orðið tímabært að endurskoða lög og reglur um innflutning á kjöti og mætti rýmka til fyrir innflutningi á svína- kjúklinga- og nautakjöti frá Evrópu, enda standist það allar kröfur um heilbrigði og aðrar vottunarreglur ESB.  

Algerlega er tímabært að færa sölu á öllu áfengi, hverju nafni sem það nefnist, til almennra verslana eins og tíðkast í nánast öllum vestrænum ríkjum.  Að sjálfsögðu þurfa að gilda um slíka sölu álíka reglur og eru við lýði í nágrannalöndunum.

Boðað hefur verið að frumvarp til laga verði flutt á Alþingi í haust þar sem áfengissölunni verði gjörbreytt og er það mikið fagnaðarefni og vonandi að því  verði betur tekið en áður hefur verið þegar álíka frumvörp hafa verið flutt. 


mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þessu í einu og öllu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 20:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Axel.

Eins og ég skil þetta frumvarp þá er verið að tala um að sölu á áfengi yrði haldið aðskildu frá sölu á öðrum vörum, einskonar verslun innan verslunarinnar. Þetta fyrirkomulag þekkist víða á Íslandi í dag. Eina breytingin yrði því sú að Ríkið hættir að höndla með smásöluverslun á þessu sviði og einkareknir aðilar tæki við henni. Öll minnkun á starfsemi ríkisbáknsins er af hinu góða og því ber að fagna þessu frumvarpi.

Varðandi hugleiðingar þínar um að auka innflutning á kjöti til landsins og jafnvel leifa innflutning á hráu kjöti, þá er ég fullkomlega ósammála þér. Vissulega hefur allt kjöt frá ESB ríkjum sinn gæðastimpil, en sá stimpill er ekki pappírsins virði. Þessar þjóðir geta ekki einu sinni haldið uppi lágmarkseftirliti fyrir sig sjálf, hvað þá að þeir færu að bæta það fyrir okkur hérna norður í miðju Ballarhafi. Við munum hrossakjötið sem selt var sem nautakjöt þar ytra fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Þá er ljóst að þessir gæðastimplar þeirra miðast auðvitað við þeirra eigin framleiðslu, sem er að flestu leyti mun verri en hér á landi. Þeirra mörk við notkun allskyns lyfja miðast við það fársjúka ástand sem er á flestum landbúnaðarvörum hjá þeim, sérstaklega í svokölluðu hvítu kjöti. Landlægir sjúkdómar þar ytra, sem eru með öllu óþekktir hér á landi, gerir það að verkum að þeirra staðlar verða að miða að þörf bænda til notkunar til lyfjanotkunnar.

Varðandi bann Costco á innflutningi á nautakjöti til Kanada, er þar allt önnur sjónarmið að verki. Þar er einfladlega verið að verja innlenda framleiðslu. Vissulega flytur Kanada inn nokkurt magn af nautakjöti frá Bandaríkjunum, en það er stýrður innflutningur í samræmi við innlenda framleiðslugetu. Kjötið er jafn sjúkt beggja vegna landamæranna, enda einungis einföld girðing þar á milli, ekki heilt úthaf. Þá er einnig vitað að margir nautgripabændur flytja sína kálfa á veturna suður til Bandaríkjanna til eldis og taka þá síðan aftur heim til slátrunnar. Því er bann Costco í Kanada við innflutning nautakjöts, einungis til að stjórnvöld geti stýrt því sjálf hversu mikið af kjöti er flutt til landsins.

Kanada lítur heimaframleiðslu matvæla sterkari augum en margur íslendingurinn og er tilbúið að verja þá framleiðslu með öllum þeim ráðum gefast. Svo má reyndar segja um flest öll hin vestrænu ríki. Umræðan hér á landi er einstök á þessu sviði.

Gunnar Heiðarsson, 10.7.2014 kl. 21:21

3 identicon

Ég man þá tíð, áður en sterki bjórinn var leyfður, að íslenskir túristar gátu varla staðið í fæturna vegna ofdrykkju, þegar þeir komu út úr flugvélum t.d. á Mallorka.

Nú, eftir að bjórinn var leyfður, sést varla vín á nokkrum manni eftir flug, sem sýnir vissa tegund af vínmenningu.

Aldrei hef ég séð spánverja undir áhrifum áfengis og er vín selt þar í öllum matvöruverslunum á meðan opið er, en ég hef séð marga stútfulla íslendinga, sem kunna sér ekki hóf. Segir sig sjálft, að ef þeir hafa betri aðgang að áfengi, þá verða þeir hófsamari.

Það þarf nefnilega enginn að flýta sér og það þarf ekki endilega að klára flöskuna, þótt það sé búið að opna hana, eða hvað?

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 21:37

4 identicon

Síðast þegar þetta var rætt þá var það borðleggjandi að draga þyrfti verulega úr skattaálgningu á áfengi ef einkaaðilarnir ættu að geta grætt eitthvað á þessu

án þess að úrvalið væri minnkað og verðið hækkað 

Grímur (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 22:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Grímur, verð á áfengi er fáránlega hátt hér á landi en eftir sem áður ættu einkaaðilar ekki að fá neitt meira af útsöluverðinu í sinn hlut en verslanir ÁTVR fá í sinn hlut núna. Ef þeir væru ekki sáttir við þá álagningu væru þeir varla að sækja það svona fast að fá að selja vöruna, eða hvað?

Kjötinnflutninginn þarf að skoða og ræða frá öllum hliðum, en varla er erlenda kjötið alveg baneitrað a.m.k. ef miðað er við meðalaldur fólks í nágrannalöndunum.

Axel Jóhann Axelsson, 10.7.2014 kl. 23:20

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað mun álagning ríkisins á áfengi lækka sem nemur kostnaði við rekstur smásöluverslanna. Þeir sem sækjast eftir að selja þessa vöru hljóta að átta sig að varla er hægt að gera ráð fyrir meiri lækkun. Hins vegar gætu þeir kannski lækkað verðið eitthvað á grundvelli betri hagkvæmni við söluna og auðvitað ætti samkeppni að spila þar eitthvað inní, þó það hugtak sýnist reyndar vera óþekkt á íslenskum verslunarmarkaði.

Varðandi erlenda kjötið þá er kannski ekki svo mikil hætta fyrir okkur neytendur að éta það, enda væru þá sennilega frekar léleg sætanýting í flugvélum til landsins. Flestir þeirra sem til útlanda fara myndu þá koma heim í kössum. Hins vegar liggur hættan hjá innlenda bústofninum. Hann er algjörlega berskjaldaður fyrir flestum þeim sjúkdómum sem herja á bústofna annara ríkja. Það hefur stundum verið farið óvarlega, með hörmulegum afleiðingum. Þarf ekki að hugsa nema rétt um tvö ár aftur í tímann til að muna slíkt, þegar hrossastofninn hér á landi fékk slæmann öndunarsjúkdóm sem lyf höfðu varla getu til að vinna á. Þessi sjúldómur barst til landsins með reiðtygjum, sem ekki höfðu verið sótthreinsuð. Í nokkra mánuði var tvísýnt hvort næðist að vinna gegn þessum sjúkdóm, sem var allsendis óþekktur hér á landi en mjög algengur innan Evrópu. Allir flutningar hrossa voru bannaðir milli svæða landsins og hestamót felld niður. Þarna skall hurð nærri hælum og það tókst að komast fyrir sjúkdóminn.

Þetta er einungis eitt lítið dæmi um sárasaklausann sjúkdóm erlendis, þar sem hrossastofnar þar hafa myndað sér mótefni gegn honum, en hrossatofninn hér er berskjaldaður fyrir. Dæmi þess hversu miklum skaða smá yfirsjón getur valdið. Þegar reiðtygi eins manns, sem koma hingað til lands án þess að vera sótthreinsuð, getur valdið slíkum skaða, er rétt hægt að ímynda sér hver hættan er af innflutningi á hráu kjöti.

Sumir hafa gaman af því að leika sér að eldinum. Það hefur þó aldrei verið talinn skynsamlegur leikur. 

Gunnar Heiðarsson, 11.7.2014 kl. 01:23

7 identicon

Nánast öruggt að ef Áfengissalan flyst frá ríkinu í matvöruverslanir mun úrvalið minnka og verð á flestum tegundum hækka. Vonandi heldur enginn að þeir kaupmenn sem endilega vilja fá að selja áfengi séu að hugsa um annað en eigin buddu.

ls.

ls (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 09:06

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í fréttinni er aðeins fjallað um þær kostnaðarsömu breytingar sem verslanir þurfa að fara útí svo þetta geti orðið að veruleika, hver haldið þið, sem eruð þessari breytingu hliðholl skyldi nú greiða fyrir þessar breytingar????  Álagning matvöruverslana er 40% en álagning vínbúðarinnar er 10%, svo það er nokkuð ljóst að áfengisverð HÆKKAR umtalsvert verði af þessum breytingum.  Ég veit ekki með aðra en mér finnst áfengisverðið alveg nógu og hátt í dag........

Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 10:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í fyrsta lagi stjórnarskráin varnar því að hægt sé að gera undanþágu við eitt fyrirtæki, þar er ákvæði um jafnrétti, og ekki hægt að hygla einum en ekki öðrum.

Svo er ég sammála þeim sem segja að áfengisverð hækki og úrvali fækki ef farið verður að selja áfengi í almennum verslunum. Þetta er auðita allt miðað við stjór Reykjavíkursvæðið eins og venjulega. Eða halda menn virkilega að Samkaup og Bónus fari að hanga með vín sem ekki margir kaupa? Þetta endar með einn tegund af viský, einni tegund af Koniaki, og einni tegund af vodka og svo framvegis. Fyrir nú utan rauðvínið og hvítvínið, það verður bara hægt að velja um eina eða tvær tegundir. Ætli það endi ekki með að komið verður á póstverslun eins og hér í gamla daga, þegar menn pöntuðu sér kassa af víni, og drukku þar af leiðandi meira af því að það var til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2014 kl. 11:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og eitt í viðbót, þá leggjast af nokkur störf í öllum bæjum á Íslandi, er ekki komið nóg af niðurskurði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2014 kl. 11:49

11 identicon

Gaman að þeim sem halda að úrvalið muni minnka á áfengi ef sala verður gefin frjáls.

Það gæti varla verið minna úrval á Íslandi... úrvalið er betra á bansínstöðvum í Danmörku

Wilfred (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 15:39

12 identicon

Markaðurinn hér er lítill og fákeppni á matsölumarkaði. Það leiðir óhjákvæmilega af sér minnkandi úrval nema hugsanlega í einhverjum sérverslunum hvar álagninin þarf að vera umtalsvert meiri en hún er núna til að búðin lifi. Stóru verslanirnar fleyta bara rjómann en hafa engan áhuga á að liggja með lager af einhverju sem selst lítið.

ls.

ls (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 16:01

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Is.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2014 kl. 16:49

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eins og ástandið er núna með "samkeppnina" á matvörumarkaði má fastlega gera ráð fyrir að tegundum fækki og hver verslunarkeðja verði einungis með örfáar tegundir sem þær muni flytja inn sjálfar.

"Ríkið" sinnir þessum málum ágætlega núna, reyndar ótrúlega vel af ríkisfyrirtæki að vera, og kannski ætti að halda sig við óbreytt fyrirkomulag þangað til staðfest verður að erlend verslunarkeðja á matvörumarkaði muni opna verslun hér á landi. Slík opnun myndi vonandi hræra það hraustlega upp í þessum markaði að raunveruleg samkeppni yrði á milli verslana, sem bæði myndi þá endurspeglast í vöruúrvali og verði.

Axel Jóhann Axelsson, 11.7.2014 kl. 18:50

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvílíkt endemis rugl og þvæla er málflutningur hér að úrval minnki ef smásalan flyst til einkaaðila! Ríkið flytur ekki inn vín, það selur það bara. Haldið þið virkilega að heildsalar flytji endalaust inn vín sem ekki selst bara til að hafa meira í hillunum?

ÁSthildur: "Þetta endar með einn tegund af viský, einni tegund af Koniaki, og einni tegund af vodka og svo framvegis. Fyrir nú utan rauðvínið og hvítvínið, það verður bara hægt að velja um eina eða tvær tegundir." Come on! Trúirðu þessu virkilega?

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.7.2014 kl. 08:20

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Erlingur, ég bý á Ísafirði, gettu hvort Bónus og Samkaup sem eru einu matvöruverslanirnar hér muni sitja uppi með eitthvað úrval af vínum. Svo eru ennþá smærri staðir eins og Hólmavík og allir hinir litlu staðirnir úti á landi. Þú ert að hugsa um stórreykjavíkursvæðið ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 09:58

17 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ef varan selst núna í vínbúðinni á Ísafirði af hverju ætti sama vara þá ekki að seljast í Bónus eða Samkaupum ef þeim yrði leyft að selja vín? Sorry en mér finnst þetta ákveðin rörsýn að ætla það fyrirfram að úrval minnki við formbreytingu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.7.2014 kl. 15:43

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú bara skilur ekki pointið Erlingur. Ef Bónus og Samkaup fara að selja vínið, þá verður það þannig að úrvalið minnkar, þetta er bara einfalt og enginn sökudólgur þar. En bara hagsýni, nemm eru ekki að sitja uppi með vöru sem selst sjaldan eins og gert er í ríkinu. Þar getur maður valið um margar sortir af hverju víni fyrir sig. Það er mín skoðun og margra annara að um leið og þetta er komið í hendurnar á kaupmönnunum þá minnka þeir vöruvalið og einbeita sér að því sem flestir kaupa, geturðu ekki skilið það?

Á.T.V.R. þarf ekki að huga svo mikið að lagernum. Þið sem búið í stærri þéttbýli getið ekki gert ykkur í hugarlund fákeppnina sem er á markaði á hinum smærri stöðum landsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 16:48

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heildsalar hafa umboð fyrir vínin og flytja þau inn, þ.e. þau sem seljast eitthvað að ráði. Vín, sem heildsalar vilja koma í sölu hjá ÁTVR, fara venjulega í reynslusölu í Heiðrúnu og ef þau ganga sæmilega þar eru þau sett í sölu í öðrum verslunum.

Það er afar ólíklegt að verslunarkeðjurnar fórni miklu hilluplássi í vín sem lítið seljast og hvað þá að þær muni leggja mikið pláss undir tilraunasölu nýrra víntegunda. Samkeppnin á matvörumarkaði er í algeru skötulíki og ekki von til að ásandið batni nema inn á markaðinn komi alvöru keðja sem vön væri að berjast á hörðum samkeppnismarkaði.

Miklar vonir voru bundnar við innkomu Bauhaus á byggingavörumarkaðinn og að sú stóra keðja myndi verða til að stórlækka verð á þeim markaði og verða til þess að samkeppni færi að þróast á milli verslana á þeim markaði. Dæmi hver fyrir sig um hvort mikil breyting hafi orðið í þeim vöruflokkum.

Axel Jóhann Axelsson, 12.7.2014 kl. 19:31

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og svo má benda á svindl Húsasmiðjunnar og Bykó gagnvart Múrbúðinni og erfiðleikum Sullenberger að fá að flytja inn vörur frá BNA. Nei það er ekki hægt að treysta kaupmönnum til að hafa hag viðskiptavina í huga. Þar er bara hugsað um eigið rassgat og að græða sem mest.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband