Vörur lćkka EKKI í verđi viđ tollalćkkanir

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tók formlega gildi í gćr og strax í dag koma fram yfirlýsingar frá talsmönnum verslunareigenda ađ vörur, t.d. fatnađur, muni ekkert lćkka í verđi ţrátt fyrir samninginn.

Skýringin sem gefin er, er sú ađ Kínverjar afgreiđi ekki nema risapantanir og ţví verđi íslenskir kaupmenn ađ flytja allar kínverskar vörur inn frá milliliđum í Evrópu, sem hvorki nenni né vilji útfylla upprunavottorđ vegna framhaldssendinga á vörum til Íslands.

Ţćr skýringar ađ Kínverjar vilji ekki afgreiđa nema risastórar pantanir stemma illa viđ ţá stađreynd ađ almenningur á Íslandi hefur í síauknum mćli pantađ sér fatnađ og annan varning beint frá Kína í gegnum vefverslunina Aliexpress og í mörgum tilfellum án ţess ađ sendingarkostnađi sé bćtt viđ uppgefiđ verđ vörunnar.  

Ţegar virđisaukaskattur á matvćlum var lćkkađur fyrir nokkrum árum lćkkađi útsöluverđ lítiđ, sem ekkert, en álagning verslana var hćkkuđ sem ţeirri lćkkun nam, ţannig ađ neytendur voru ekki látnir njóta lćkkunarinnar.

Barátta samtaka verslunarinnar fyrir tollalćkkunum á ýmsum vörum og ekki síst matvöru ţarf ađ skođa í ţessu ljósi.  Sporin hrćđa og engin trygging virđist fyrir ţví ađ tolla- eđa skattalćkkanir á vörum og ţjónustu skili sér til neytenda. 


mbl.is Áhrif Kínasamnings á fatnađ takmörkuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kostir ţessa samnings eru nánast alfariđ Íslands megin ţ.e niđurfelling á tollum á fiskafurđum til Kína. ţar opnast stór markađur. En netverslun á fatnađi beint frá Kína mun ađ sjálfsögđu vera hagstćđari vegna niđurfellingu skatta hér.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.7.2014 kl. 18:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hárrétt er ţađ, ađ samningurinn muni gagnast sjávarútveginum vel en ţađ sem er veriđ ađ benda á, er ađ samtök verslunarinnar telja alla vankanta á ţví ađ geta nokkuđ lćkkađ vöruverđ á kínverskum vörum ţrátt fyrir tollalćkkanirnar. Ţađ bođar ekki gott í ljósi ţess ađ t.d. forstjóri Haga berst eins og ljón fyrir lćkkun tolla og innflutningsgjalda af matvöru.

Mađur hrćđist ađ slíkar lćkkanir muni ekki skila sér til neytenda, bćđi međ tilliti til ţessarar yfirlýsingar vegna tollasamningsins viđ Kína og reynslunnar af virđisaukaskattslćkkuninni á matvörunni fyrir nokkrum árum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2014 kl. 19:05

3 identicon

Kínamenn eru viđsjálir og svikulir. Meiri prúttarar en harđasti arabi og búnir ađ stunda viđskipti í 5000 ár. Leikurinn ţeirra er leikur risans ađ dvergnum og sá leikur er alltaf ójafn

JVJ tröll (IP-tala skráđ) 2.7.2014 kl. 20:37

4 identicon

Sćll Axel. Ţú fullyrđir hér tvisvar sinnum ađ virđisaukaskattslćkkun á matvöru hafi ekki skilađ sér til neytenda. Auđvitađ veist ţú e-đ sem ég ekki veit svo vinsamlegast komdu međ sannanir viđ ţessum endurteknu fullyrđingum ţínum.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráđ) 2.7.2014 kl. 21:07

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Rétt Axel ekkert lćkkar enda er ţađ á móti tilgangi samningsins sem á bara ađ gagna klíkunni, en viđ getum áfram fengiđ okkar prívata vörur beint frá Kína eins og viđ höfum gert í scandinavíu í mörg ár. Fákeppni og einokrun fárra heildsala verđur ekki stoppuđ nema međ valdi og fer ná ađ koma ađ ţví bráđlega ef ekki ástandiđ í ţjóđfélaginu lagast sem ţađ gerir örugglega ekki.

Eyjólfur Jónsson, 2.7.2014 kl. 22:00

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Örn Johnson, bćđi er ađ sjaldan lýgur almannarómur en altalađ var á sínum tíma ađ lćkkun virđisaukaskatts á matvćlum hefđi skilađ sér illa í lćkkun vöruverđs.

Opinberar eftirlitsstofnanir stađfestu reyndar ađ lćkkunin hefđi ekki skilađ sér nema ađ hluta út í verđlagiđ, eins og sjá má t.d. hérna: http://www.neytendastofa.is/um-okkur/frettir-og-tilkynningar/frett/?newsid=2fe4b223-c4fc-4dd3-bde1-32aa61566cee

Axel Jóhann Axelsson, 2.7.2014 kl. 22:15

7 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Lćkkun tolla og skatta hefur sjaldnast skilađ sér til neytenda, nema skamman tíma. Ţetta er stađreynd sem varla ţarf ađ rökstyđja.

En kannski mun verslunin eiga erfiđara međ ađ taka til sín ţessar tollalćkkanir nú, ţar sem vefverslunin heldur ađ henni. 

En bíđiđ bara, ţađ mun ekki líđa langur tími ţar til samtök verslunar og ţjónustu fara ađ beyta fyrir sig öđru vopni ţ.e. CE merkingum. Ţađ mun auđvitađ byrja á rafvörum, enda liggur ţađ kannski stjórn samtakanna nćst og síđan munu fleiri vörur verđa skildađar ţeirri merkingu.

Ţannig mun EES samnigurinn koma versluninni til hjálpar og hada hér uppi verđlagi.

Gunnar Heiđarsson, 3.7.2014 kl. 08:09

8 Smámynd: Jón Bjarni

Hvađa gróđi er af ţessu fyrir sjávarútveginn? Eiga íslendingar í einhverjum vandrćđum međ ađ selja fiskinn sem veiđist? Fćst meira fyrir hann á mörkuđum í kína en í Evrópu?

Svo má benda á ađ menn geta pantađ sér vörur milliliđalaust í gegnum netiđ og ţannig eru engir verslunarmenn til ađ hirđa mismuninn eftir tollalćkkun

Jón Bjarni, 3.7.2014 kl. 13:10

9 identicon

Hver er ţessi JVJ Tröll...??....Jón Valur Jensson..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráđ) 3.7.2014 kl. 13:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband