Fórnarlambið Jón Gnarr

„Ég var fórn­ar­lamb míns eig­in brand­ara“ segir Jón Gnarr um framboð sitt og Besta flokksins til borgarstjórnar í Reykjavík og ennfremur segist hann hafa fengið martraðir þegar brandarinn fór að hafa þær afleiðingar að fólk fór að trúa því að framboðið væri í alvöru en ekki í gríni gert.

Nú segir Gnarrinn í viðtali við heimspressuna að hann útiloki ekki forsetaframboð eftir tvö ár, þannig að svo virðist sem að endurtaka eigi brandarann og útvíkka aðeins.  Líklega er Gnarrinn orðinn nógu samlagaður sínum eigin brandara núna, að lítil hætta verði á martröðum að þessu sinni.

Ótrúleg viðkvæmni hefur verið hjá mörgum, ekki síst Jóni Gnarr sjálfum,  fyrir allri gagnrýni á svokallaðan borgarstjóraferil hans sem, eins og allir vita sem vilja vita, var nánast að nafninu til og aðrir sinntu  flestum skyldustörfunum sem titlinum fylgdu á síðasta kjörtímabili.

Sjálfsagt verður sama uppi á teningnum þegar og ef Jón Gnarr fer í raun og veru af stað með grínþáttinn um forsetaembættið. 


mbl.is Fékk martraðir vegna Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. pistlahöfundi þá hlýt ég að vera ótrúlega viðkvæmur, en í mínum huga er þetta en eitt vindhöggið frá andstæðingum okkar fyrrverandi frábæra borgarstjóra.  Fólk horfði hér upp á hverja hörmungasöguna á fætur annari þegar hver silkihúfan reyndi fyrir sér sem borgarstjóri. Hvert leiddi það okkur?  Fólk talaði ömulega um Ólaf, síðan koma Vilhjálmur sem jafnvel er á leiðinni á Hraunið eftir EIR-málið, og svo hin mikla framhalds-hörmungarsaga sem ríður nú húsum í Innanríkisráðuneytinu.

Takk þá vil ég frekar grínþáttinn frá Jóni Gnarr

thin (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 13:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt eins og hjá Gnarr eru eftir á skýringar léttvægar thin. Hvenær veit maður á kosningadag að svona eða hinsegin skipist veður ,þar er lítið um spár.

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2014 kl. 14:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki, en mér hefur aldrei fundist Jón Gnarr fyndinn. Örugglega hinn besti maður, en fyrir mér hefur hann aldrei verið skemmtikraftur sorrý. Ágæti tilraun hjá honum að ná þeirri athygli sem hann náði sem borgarstjór, en eitthvað finnst mér það hafa farið fyrir brjóstið á honum og hann fyllst hroka eða athyglissýki hans verið fullnægt. En sem forseta vil ég ekki fá hann, það er bara þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2014 kl. 00:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála,mundi frekar kjósa ykkur annaðhvort ef yrðuð í framboði.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2014 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband