Andskotans vitleysa

Rússland, undir stjórn Pútíns, virðist stefna skref af skrefi í átt að einræðisríki að fyrirmynd Ráðstjórnarríkjanna, en þar stjórnaði Pútín leyniþjónustunni  um tíma og kann því vel til verka í slíku stjórnarfari.

Nýjasta uppátæki þessa væntanlega einræðisherra er að banna blótsyrði í bíómyndum, sjónvarpi, leikhúsum, bókum og öðrum miðlum, að viðlögðum sektum.  Það kann ekki  góðri lukku að stýra ef fólk á að þurfa að hlýta opinberum fyrirskipunum um hvaða orð má nota og hver ekki, enda er slíkt oftar en ekki fyrirboði um boð og bönn um hvað má yfirleitt segja og skrifa.

Sumsstaðar þurfa íbúar að klæðast samkvæmt smekk ráðamanna og ótrúlega víða eru alls kyns takmarkanir á því hvað fólk má aðhafast og hvernig það skal haga sér bæði daga og nætur.

Vegna þess að svona fáránleg lög eru samþykkt í Rússlandi mun fólk lítið kippa sér upp við málið, en allir geta ímyndað sér hvernig lætin hefðu orðið ef svona lög yrðu sett í vestrænum ríkjum og jafnvel þó einhver léti slíkar hugmyndir frá sér fara á opinberum vettvangi.

Þessi lagasetning er nú meiri andskotans, hvelvítis vitleysan.  Mikið djöfull sem Pútín er steiktur. 


mbl.is Rússar banna blót með lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann - sem og aðrir gestir þínir !

Lítum okkur nær - áður en við gagnrýnum stjórnarhætti annarra landa Axel minn.

Hérlendis - ræður geðþótta stjórnarfar / byggt á lygunum 4urra ára gömlum hvert sinn:: eða.... á milli kjördaga.

ENNÞÁ - ennþá:: eru ''bifreiðagjöldin'' / sem okkur var heitið - að afnumin skyldu árið 1990 (fyrir gildistökuna árið 1989) / meira að segja við lýði.

Auk ýmisslegs annarrs ósóma - sem kæmi sér vel fyrir heimili og fyrirtæki í landinu - SEM ENN EIGA AÐ HEITA LÍFS:: að væru úr gildi fallin.

Steinolíuskattur Steingríms J. Sigfússonar - er af sama meiði / og allt það sem Bjarni og Sigmundur Davíð eru að gera - en það er:: að hlaða meir og meir undir hina betur stæðu - sem dæmin sanna.

Þannig að - þú getur alveg sparað þér hræsnina gagnvart Rússlandi / eða öðrum löndum Axel Jóhann.

Svona - þér: að segja.

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 20:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Burtséð frá öllu því sem að er hér á landi og hefur verið logið og svikið í gegn um tíðina er þér, mér og öllum öðrum öðrum fullkomlega heimilt að gagnrýna það og hvað eina annað sem okkur dettur í hug.

Til þess má meira að segja nota hvaða andskotans, helvítis blótsyrði sem hver og einn kærir sig um að láta frá sér fara.

Axel Jóhann Axelsson, 5.5.2014 kl. 20:53

3 identicon

Sæll á ný - Axel Jóhann !

Að sjálfsögðu:: hefir þú þína hentisemi áfram - hvað blótsyrði snertir - sem og aðrir þeir sem kjósa / og ekki eru undir leiðsögu Rússlandsforseta síðuhafi knái.

Annað hvort - væri nú / enda gæti ég:: persónulega - ekki með nokkru móti hætt að nota bölvið (þegar mér þykir við eiga) sem ég nam af vörum gamalla frænda minna á Strokkseyri og víðar forðum - Axel minn.

Ekki síðri kveðjur - en aðrar og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 20:58

4 identicon

þetta er nú reyndar eitthvað illa þýdd eða misskilin grein hjá mogganum...

lögin ná eingöngu til sjónvarps- og útvarpsútsendinga og til þeirra sem koma skipulega og opinberlega fram. Venjulegt fólk má blóta eins og það vill. Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af sektum, Axel, ef þú einhvern tímann ákveður að heimsækja Rússland. :)

VAT (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 21:22

5 identicon

Það eru tugir eða hundruð myndskeiða af stórfelldum árekstrum og umferðarslysum í Rússlandi, sem sett hafa verið á YouTube. Sameiginlegt með þeim að þegar árekstrarnir gerast byrja ökumennirnir að blóta allhressilega, sem er bara skemmtilegt þrátt fyrir sorglegar aðstæður. Viltu, Óskar, að Putin Rússlandsfasisti banni YouTube líka vegna þessa blóts? Ekki vegna þess að þér sé persónulega illa við blót, en af því að þú ert dyggasti aðdáandi Putins á Íslandi.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 11:00

6 identicon

Sælir - sem fyrr !

Pétur D. !

Róaðu þig aðeins: í innihaldslausum stóryrðum gagnvart V.V. Pútín / Pétur minn.

Nei - ég sé ekki nokkra ástæðu til / að Pútín lokaði á Jútúbuna (YouTube) fremur en : við - Færeyingar - Tonga eyingar eða aðrir nær eða fjær ágæti drengur.

Enda - sæji ég ekki / hvaða nauðsyn ræki hann til þess - eitthvað sérstaklega Pétur minn.

Sízt lakari kveðjur - en aðrar og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 12:11

7 identicon

Ég veit ekki betur en að Óskar Helgi gagnrýni stjórnarhætti annarra landa, annarra en Rússlands.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 20:38

8 identicon

Sælir - enn á ný !

Rafn Haraldur !

Í kappi þínu án forsjár umræðunnar - ættirðu ekki að gera mér upp skoðanir að þarflausu / ágæti drengur.

Hvergi - gat ég gallaleysis í Rússneskum stjórnarháttum / umfram önnur lönd Rafn minn.

Höfum það - sem sannarra og skynsamlega reynist í umræðunni / þó kapp eigi til að hlaupa í kinnar - að nokkru.

Hinsvegar - er V.V. Pútin líklegur til að fylgja eftir tilvist hins forna Garðaríkis áfram - auk þess að halda uppi merkjum Austur- Rómverska ríkisins / eftir fall þess í Konstantínópel og Litlu- Asíu fyrir Tyrkjum: þann 29. Maí 1453 Rafn Haraldur.

Ekki síðri kveðjur - öðrum og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband