Frændur eru frændum verstir

Norðmenn, sem telja verður nánustu frændþjóð Íslendinga, hafa löngum verið meðal hörðustu andstæðinga íslensku þjóðarinnar þegar deilur hafa sprottið vegna einhverra málefna í samskiptum nágrannaþjóða.

Öllum er í fersku minni hvernig Norðmenn komu fram við Íslendinga í Icesavemálinu og þar voru þeir manna harðastir í að reyna að knésetja þjóðina og koma henni í efnahagslegan þrældóm Breta og Hollendinga næstu áratugina a.m.k.

Í makríldeilunni hafa Norðmenn barist með öllum ráðum við hlið ESB gegn réttmætum veiðum Íslendinga í sinni eigin landhelgi og nánast hvatt til efnahagsþvingana gegn Íslendingum til að kvésetja þá í réttmætri baráttu fyrir nýtingu eigin auðlinda.

Í sextíuogþrjú ár hefur Óslóarborg sent Reykvíkingum jólatré til að lífga upp á Austurvöll í svartasta skammdeginu, en segja nú að slík gjöf sé allt of dýr fyrir fjárhag borgarinnar og nú geti Íslendingar bara sjálfir séð um sín jólatré, eins og annað.  Slíkt eigi ekkert að hafa áhrif á vináttu þjóðanna, enda geti Norðmenn svo sem stjórnað dansi í kringum jólatréð eða skemmt Reykvíkingum á annan hátt við tendrun hins íslenska jólatrés.

Borgarstjóri Óslóar segir að áfram muni borgin gefa London jólatré, enda Bretar miklir vinir Norðmanna og þeir vilji allt gera til að viðhalda og efla þann vinskap.  

Vináttan er greinilega misjafnlega mikils metin í Ósló. 


mbl.is Íslendingar fá ekki fleiri jólatré
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það, en vinátta Norðmanna og Breta á sér stoð í því, að eiginkona Hákonar konungs, afa núverandi konungs í Noregi, var hin breska prinsessa, Maud, eins og kunnugt er, og vegna þeirra tengsla og staðreyndar, að enskt blóð rennur í Haraldi konungi, hafa Norðmenn kannske ekki kunnað við að slá þessa "jólagjöf" af, þar sem Lundúnarbúar eru annars vegar. Það var líka þess vegna, sem konungur og ríkisstjórn Noregs flúðu til Bretlands í seinni heimsstyrjöld og voru þar. Þó að norskt víkingablóð renni í æðum okkar Íslendinga virðist ekki hafa neitt að segja í þessum efnum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 13:06

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er nokkur ástæða til að bera "vatnið" yfir lækinn á tímum UMHVERFISMÁLA?

Jón Þórhallsson, 8.4.2014 kl. 18:53

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Æi er ekki verið að mála skrattan á vegginn? Mér finnst þessi ákvörðun vera mjög skynsamlega.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2014 kl. 19:55

4 identicon

Reykjavík er meðal örfárra borga sem Osló gefur jólatré. Þeir skilja ekki enn hvers vegna kveikt var í trénu um árið. Tengsl Norðmanna við Breta eru gömul og styrktust mjög í stríðinu. Þeim finnst slæmt þegar Íslendingar og Bretar deila og reyna oft að miðla málum. Íslendingar vanda þeim ekki alltaf kveðjurnar, frekar en öðrum, af litlu tilefni, eins og ofanrituð færsla er dæmi um. Svoleiðis framkoma er okkur ekki til framdráttar. Þetta er sú þjóð, að Færeyingum undanskildum, sem lætur sig einhverju varða sem gerist hér, þótt þekkingin sé náttúrlega ekki réttari en upplýsingarnar sem þeir fá. Þegar þessar þjóðir deila stendur hvor á sínu náttúrlega. Er þá ekki kominn tími til að Íslendingar gefi Norðmönnum jólatré? Núna eigum við fullt af trjám.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 20:37

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Borgarstjóri Óslóar var í sjónvarpsfréttunum áðan og sagði glottandi að sjálfsagt væri að senda einhverja til að taka þátt í gleðinni þegar Reykvíkingar tendruðu SITT EIGIÐ jólatré á aðventunni framvegis.

Takk, en nei takk.

Enga Norðmenn á Austurvöll framar og að gefa í skyn að jólatréð hafi verið ölmusa en ekki vináttuvottur, ásamt annarri framkomu í garð Íslendinga undanfarin ár, kallar á að úr öllum samskiptum við þessa hrokagikki verði dregið eins og kostur er í framtíðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2014 kl. 21:43

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þeir sem hingað hröktust, gerðu það vegna yfirgangs Norðmanna og það var að undirlagi Norðmanna sem Snorri var drepinn.  Ef hér hefðu ekki verið skinsamir heiðingjar sem skildu náttúrunna svo miklu betur heldur en yfirgangs Norðmenn, þá hefði margt verið hér brennt og margir drepnir.

Norðmenn hafa gefið Reykvíkingum jólatré, líklega að launum fyrir eyju hér fyrir norðaustan og þeir Reykvíkingar hafa sent þeim sinn virðulegasta fulltrúa til að þakka fyrir þetta ágæta tré sem Reykvíkingar svo kveiktu í sér til gamans og upphitunnar og sannast þar með að í Reykjavík hafa saman safnast bestu gen sem hingað hafa flust frá Noregi.

Hrólfur Þ Hraundal, 8.4.2014 kl. 23:49

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

já er þó nokkuð af þeim,ekki svo langt síðan íslendingar áttu 2 eða 3 , hálf Norðmenn í ríkisstjórn,

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2014 kl. 01:04

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Legg ég til að við heimtum landið okkar í austri aftur, þaðan sem við vorum hrakin á brott fyrir 1140 árum síðan. Við góð þjóðréttarleg rök fyrir eigum okkar og sumir íslendingar geyma enn lykilinn af salarkynnum sínum í gamla landinu.  Þegar hertökunni er lokið og búið er að löðrunga stór-Norsara með makríl, getum við selt jólatré til Lundúna og Rottudams, og leiðinlegustu norðmennina á fæti. Fyrir olíuna í gamla landgrunninum okkar getum við keypt eitthvað annað en norska afdalaskemmtun, sem borgmester Stang var að reyna að pranga upp á Íslendinga. Allt er betra en norsk polkamenning og fölsk Harðangursfiðla og Fleksnes er dauður. Ekki eitt einasta jólatré frá Christianíu! Þetta er búið! Slítum stjórnmálasambandi við þessa þjófa.

FORNLEIFUR, 9.4.2014 kl. 10:31

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Sömuleiðis legg ég til að Ísland sendi árleg nokkra jólasveina úr ESB-grátkórnum á "one-way-ticket" til Lundúna um hver jól. Það yrði landhreinsun mikil.

FORNLEIFUR, 9.4.2014 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband