Seðlabankinn á ekki að vera pólitískt leikfang

Fyrsta verk Jóhönnu Sigurðardóttur var að flæma þrjá seðlabankastjóra úr starfi til í heiftúðugum hefndaraðgerðum sínum gegn Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni, eftir að henni tókst að kaupa VG til ríkisstjórnarþátttöku eftir bankahrunið haustið 2008.

Heiftin var slík að ekki var einu sinni hægt að undirbúa málið almennilega, heldur voru lög brotin með því að skipa erlendan mann seðlabankastjóra á meðan að Már Guðmundsson væri að losa sig frá starfi sínu erlendis, svo hann gæti tekið við starfi seðlabankastjóra til frambúðar.

Í millitíðinni, þ.e. eftir að Már var ráðinn með loforði um ákveðin starfskjör, datt Jöhönnu í hug að setja lög um að enginn opinber embættismaður mætti hafa hærri laun en hún sjálf, enda farinn að líta svo á að enginn í landinu væri verðugur hærra starfsmats en hennar hátign.

Með þessari geðþóttaákvörðun voru fyrri launaloforð til handa Má svikin og hans eina ráð til að kanna réttarstöðu sína var að stefna bankanun (auðvitað sem staðgengli Jöhönnu) til að fá botn í réttarstöðu sína í málinu.  Eins og Már segir sjálfur, ekki eingöngu launaupphæðarinnar vegna heldur "Hitt skiptir mig miklu máli hvernig að þessu öllu var staðið."

Það er nefninlega hárrétt hjá Má, að það var með eindæmum hvernig ríkisstjórn Jóhönnu stóð að þessu máli, eins og flestum öðrum.  Allt þetta mál var eintómt klúður og Lára V. Júlíusdóttir gerði örugglega ekkert varðandi þetta mál nema að viðhöfðu nánu samráði við flokksformann sinn, Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það er svo eftir öðru, að Selabankinn borgi brúsann og í raun ekki við öðru að búast, enda klúðrið bankans og ríkisstjórnarinnar, en ekki Más Guðmundssonar sem í raun er fórnarlamb ruglsins.

Það þarf að koma Seðlabankanum í skjól frá pólitískum fíflagangi, að ekki sé talað um hefnarþorsta einstakra ráðherra. 


mbl.is Hefði annars látið málið niður falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Var þetta líka ekki bara ágætis byrjun hjá Jóhönnu? Hvað höfum við að gera með þrjá bankastjóra og þar að auki alla úr flokkpólitíkinni. Er bara ekki kominn tími á fagmann í embættið þegar Már hættir og hætta að vera með seðlabankann sem pólitískt leikfang?

Jósef Smári Ásmundsson, 10.3.2014 kl. 11:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hárrétt hjá þér Axel, stjórnun Jóhönnu var ein skelfing, byggð á heift og hefndargirni. Þessi lög, sem ekki voru sett gegn Má einum, heldur öllum ríkisfostjórum, höfðu tvennan tilgang. Annars vegar poppúlisma, þar sem reynt var að spila á kjósendur, en ekki síður til að réttlæa skerðingu annara hópa. Þar má m.a. nefna skerðingar á bótum til aldraðra og öryrkja. Þessi lög og sá sparnaður sem þau gáfu, skipti litlu sem engu fyrir rekstur ríkissjóðs.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að þáverandi formaður bankaráðs ákvað upp á sitt einsdæmi að ráðstafa fé úr bankanum, án samþykis stjórnar. Auðvitað mun hún greiða þetta fé til baka, með vöxtum og verðbótum.

En það er ekki nóg, gjörðin sjálf situr eftir og fyrir hana þarf að draga þennan fyrrverandi formann fyrir dómara. Ef við ætlum að halda uppi réttaríki hér á landi, er útilokað að þeir sem efstir eru í stiganum skuli geta brotið lög án þess að svara til saka.

Varðandi endurgreiðslu þessa fjár, þá er það í valdi Láru að ákveða hvort hún telji sig hafa næg rök til að sækja það fé til Más. 

Fyrir dómara getur svo Lára lagt þau rök sem hún telur sig hafa fyrir gjörðinni sjálfri, hvort sem þau rök felist í skipun að ofan eða einhverju öðru. Það er síðan dómara að ákveða hvort þau rök eru nægjanleg til sýknu. Verði það niðurstaðan, er um leið vitað hvaðan skipunin kom og létt verk að sækja þá maneskju til saka.

Varðandi þá athugasemd sem Jósef setur hér fyrir ofan, er rétt að benda á að ekki voru allir þrír seðlabankasjórarnir pólitískir, enda er a.m.k. einn þeirra núverandi aðstoðarbankastjóri. Vissulega var Davíð pólitískt ráðinn, rétt eins og Már.

Hitt er auðvelt að taka undir, að nú þegar ljóst er að dagar Más í Svörtuloftum eru taldir, skipir miklu að ekki verði ráðinn þangað maður sem hefur pólitískann bakgrunn.

Gunnar Heiðarsson, 10.3.2014 kl. 11:48

3 identicon

3 hent út

1 valinn og annar til vara = 2

þannig að Jóhanna fækaði nú bara um þann 

1 seðlabankastjóra sem aðgerðin beindist gegn

Hagfræðimenntað og  faglegt - horfið á myndina To Big to Fail og sjáið hverskonar "snillingar" þetta eru

Grímur (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 13:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu ætti að rannsaka embættisfærslu Láru í starfi hennar sem formaður bankaráðs Seðlabankans, því bæði við ráðningu Más og svo eins og nú er komið á daginn vegna málskostnaðarins.

Þegar Már taldi sig svikinn um þau laun sem honum höfðu verið lofað í embættinu, þóttist Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir ráðherrar hvergi hafa nærri málinu komið og Lára sagðist sjálf hafa lofað honum launakjörum sem síðan voru skorin niður.

Það þarf að komast til botns í því hver raunveruleg tengsl voru milli Láru og ríkisstjórnarinnar á þessum tíma, en allir vita að Lára var afar handgenginn Jóhönnu í árafjöld.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2014 kl. 13:59

5 identicon

Hvergi í dómunum kemur fram að Már hafi verið að hugsa um "sjálfstæði" Seðlabankans. Þetta eru hreinar eftirá skýringar hjá honum og ekki sæmandi manni í hans stöðu. Fróðlegt að sjá að jafnvel gamlir Trotskij-istar skulu verða af aurum.....!

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband