Vill einhver taka þátt í þessu sukki?

Eins og venjulega er ESB gert afturreka með bókhald sitt vegna fjármálaóreiðu og sukks, sem engar skýringar fást á, en virðist vaxa ár frá ári.  Síðast liðin nítján ár hafa endurskoðendur ESB neitað að skrifa upp á bókhaldið vegna þess að engan veginn er hægt að fá tekjur og gjöld til að stemma saman og munar þar engum smáupphæðum.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit vex óráðsían ár frá ári og við neitun á samþykkt ársreikninga fyrir árið 2012 benda Hollendingar, Bretar og Svíar t.d. á að misfærslurnar hafi vaxið úr 3,9% árið 2011 i 4,8% árið eftir.  Við afgreiðslu fjárlaga á Íslandi þykir það gríðarlegur niðurskurður ef ríkisstofnunum er gert að spara sem nemur 1,5% af árlegum rekstrarkostnaði, þannig að sé það sett í samhengi við þessi 4,8% sem engar skýringar finnast á hjá ESB sést best hvílíkt fjármálasvínarí á sér stað þar á bæ.

Nú hefur Hagfræðistofnun Háskólans sent frá sér skýrslu um stöðu innlimunarferils Íslands að ESB og þeim breytingum sem þar á bæ hafa orðið undanfarin ár og framtíðarhorfur.  Þrátt fyrir að niðurstaðan sé sú sem allir vissu reyndar fyrirfram, þ.e. að ekki væri eftir neinu að kíkja í "pakkanum" enda hefði hann verið opinn öllum til skoðunar í mörg ár og ekkert óvænt þar að sjá, láta innlimunarsinnar sér ekki segjast og halda áfram blekkingarleik sínum varðandi innlimunina og láta enn eins og eitthvað leynist á botni "pakkans" sem jafnvel yfirstjórn ESB viti ekki um.

Þó vitað hafi verið í tvo áratugi um sukkið, svínaríið og spillinguna í fjármálum ESB hafa innlimunarsinnar ekki látið þær fréttir hafa minnstu áhrif á tilraunir sínar til að blekkja þjóðina til að láta stjórn fiskveiða við landið í hendur þessara spillingarfursta sem ríkjum ráða innan ESB.

Hvað sem öllum skýrslum um ESB líður og fréttum af spillingunni þar innandyra mun sjálfsagt ekkert breytast í blekkingaráróðri innlimunarsinna. 


mbl.is Neita að samþykkja reikninga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið vildi ég að Árni Páll hefði verið spurður um þetta á Bylguni í morgunn.

Helst eftir að hann lofaði ESB fyrir að vera betra en við.

Þvílík óreiða !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 15:10

2 identicon

Sæll.

Það er gott að þetta kemur fram. Þetta er enn ein ástæða þess að við eigum ekkert erindi þarna inn.

Helgi (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reikningar Evrópusambands hafa aldrei frá upphafi verið samþykktir af endurskoðendum.

Það ætti að segja allt sem segja þarf um hverskonar fyrirbæri er þar á ferðinni.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2014 kl. 16:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Varla er hægt að kenna andstæðingum ESBinnlimunarinnar um að vera að breiða einhvern óhróður út um stórríkið væntanlega. Framámenn þar innanborðs tala alveg nógu skýrt um svínaríið til þess að fæla alla frá nánara sambandi við þetta apparat.

Axel Jóhann Axelsson, 19.2.2014 kl. 17:48

5 identicon

Hvað erum við pöpullinn að vilja upp á dekk og krefjast þess Brüssel standi skil á sínum gjörðum? Ókosnir og engum háðir. Eins og sagt er hérna á vinstri ströndinni "a good job if you can get it" og þar má sennilega finna skýringuna á því hversu fast sumir hafa sótt þetta.

Erlendur (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband