Mörður heldur þjóðinni í ógnarspennu, eða hitt þó heldur

Undanfarið hefur fámennur hópur öfgamanna staðið fyrir ótrúlega óþverralegum árásum á Innanríkisráðherra vegna meints leka á upplýsingum um málefni hælisleitanda sem sendur hefur verið úr landi, eins og flestir aðrir sem ekki uppfylla skilyrði um hæli hér á landi.

Mogginn og Fréttablaðið birtu upplýsingar úr hinu meinta minnisblaði ráðuneytisins, en þar kom m.a. fram að umræddur flóttamaður væri grunaður um vafasamt athæfi og jafnframt að hann ætti von á barni hérlendis.  

Eftir að maðurinn var sendur úr landi hefur fámennur en hávær hópur ofstopafólks reynt að æsa almenning gegn ráðherranum og beitt ósvífnum aðferðum til að bola honum úr embætti.  Þetta upphlaup hópsins hefur hins vegar ekki borið nokkurn árangur, enda fordæmir fólk, hvar í flokki sem það skipar sér, svona ódrengilegar og ósiðlegar ofsóknir.

Málið er löngu hætt að snúast um hælisleitandann og orðið að pólitískum ofsóknum geng ráðherranum og er framganga Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi vitnisburður um það.  Mörður segist hafa umrætt minnisblað undir höndum og ef það er raunin ber honum auðvitað skylda til að afhenda það lögreglunni, sem er að rannsaka hinn meinta leka úr ráðuneytinu og öllum löghlýnum borgurum hlýtur að renna blóðið til skyldunnar og aðstoða við rannsóknina ef þeir hafa einhverjar upplýsingar undir höndum sem að gagni gætu komið.

Það sama hlýtur að gilda um þingmenn, jafnvel Mörð Árnason. 


mbl.is Tilbúinn að sýna „réttum aðilum“ minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel minn, það getur vel verið að Mörður og có fari offari í þessu máli sjálfum sér til frama, en það er bara alls ekki málið. Ég er ekki af þessu vinstraliði og kæri mig illa um þann félagsskap, en ég verð að segja að þetta mál snýst ekki um pólitík, heldur mannréttindi. Það er verið að reyna að gera þetta að pólitík til að fyrra Hönnu Birnu ábyrgð, en því miður verður það ekki svo, því samfélagið vantreystir henni í þessu máli, og þar á hún sjálf mesta sök á, því hún hefur ekki gert grein fyrir sínum málum á viðeigandi hátt og innanríkisráðuneytið hefur flækst út í horn. Ef hún hefði sjálf tekið þá ákvörðun að setja málið til sakróknara eða farið strax í að gera hreint fyrir sínum dyrum, stæði hún ekki í þessum vandræðum. Auðvitað eru hælbítarnir á eftir henni með blóðbragð í munni, en þetta mál er miklu víðtækara en það. Ég myndi halda að hennar dagar væru bráðum taldir í pólitík. Síðan kemur hún fram í reiði og ásakar allt og alla í stað þess að sýna lágmarks virðingu og reyna að vera aðeins manneskjulegri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2014 kl. 23:08

2 identicon

Vissulega ber Hanna Birna ábyrgð á gerðum ráðuneytis síns í þessu máli sem öðrum, en varla fer hún að taka ábyrgð á þessum leka ef ekki er enn vitað hvaðan lekinn er kominn, því fleiri en starfsfólk ráðuneytisins munu hafa séð minnisblaðið. Er það ekki ? Auðvelt er svo lítið beri á að nota símann til að afrita án þess að nokkur sjái, og vinna svo í tölvu svo út líti sem venjulegt ljósrit. (slíkt gæti ég gert án vandræða)

Enginn hefur verið ákærður, lögreglu hefur verið falið að rannsaka hinn svo nefnda leka. Allir virðast vera sáttir við það að komist verði að einhverri niðurstöðu, en kommarnir virðast vilja tefja þá rannsókn á meðan þeir reyna að koma persónulegu höggi á sjálfan ráðherrann. Eftir að hafa hlustað á umræðuna á alþingi, sér í lagi á mörðinn, ég meina Mörð þá er ég nokkuð sannfærður um að hann stendur í þessum látum í von um að fleiri kommar styðji hann til þings í næstu kosningu heldur en þeim síðustu. Svo er það spurningin hvort hann sé ekki orðinn þáttakandi í þessu lekamáli, það er spurningin um hver hafi lekið vinnublaðinu margumrædda til Marðar. þarf þá ekki í leiðinni að "rannsaka" það til hve margra Mörður hefur svo lekið innihaldinu, því ef marka má hans eigin orð í þingpontu, þá er þessi "leki" mjög alvarlegt sakamál og ber að draga einhvern til ábyrgðar.............. Svei skít Mörður --- og kerlingin, ég man ekki hvað hún heitir, ég hef ekki lagt nafn hennar á minnið þar sem mér hefur ekki geðjast málflutningur hennar í gegn um tíðina.

Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 23:30

3 identicon

"Fiflinu skal á foraðið etja "....Mörður kemur vel úti hlutverkinu !!!.....en aðförin er að Rikisstjórninni en ekki Hönnu Birnu  ...Vinsti menn neyta allra bragða og hafa i haust notað allt til að koma höggi á Rikisstjórninni  ...ÚTAF ESB ...og munu halda áfram !   ....

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 23:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það bárust allavega tvær kærur til saksóknara frá lögmönnum hælisleitenda og gott ef ekki lika frá konunni sem var minnst á í skjalinu. Við verðum að greina á milli réttlætis og pólitíkur i þessu máli. Auðvitað hamast vinstrimenn eins og hundar á roði,en ekki láta það glepja sýn á alvarleika málsins. Sem er að innanríkisráðuneytið virðist hafa lekið persónulegum upplýsingum til fjölmiðla um viðkvæmar upplýsingar fólks. Þetta hefur sáralítið með pólitík að gera nema ef frá er talið kjams Marðar og fleiri til að þenja málið út. Það er alveg nógu alvarlegt í sjálfu sér, og hver einasta hugsandi manneskja með réttlætiskennd hlýtur að vilja fá sannleikann í málinu, hvaða liði sem sem hún tilheyrir. Mér finnst alltaf sorglegt þegar menn detta ofan í þennan pólitíska fasa, að það er allt í lagi sem mínir menn gera, en allt hitt skal undir smásjá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2014 kl. 00:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ef til vill skrýtin en mér er fjandann sama hvaðan gott kemur, og ég er líka reið þegar fólk reynir að fara á bak við lýðræðið. Fólk er fólk og stundum getur það gert góða hluti, og þá á að hlú að því, og stundum getur það gert vonda hluti og þá á ekki að láta það viðgangast. Þetta er það sem kallast lýðræði, ef við stöndum ekki vaktina þá leika úlfarnir lausum hala.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2014 kl. 00:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einn daginn vill þetta fólk heiðra erlenda uppljóstrara með því að bjóða þeim landvistarleyfi og íslenskan ríkisborgararétt, næsta dag ber það fram frumvarp til laga um verndun uppljóstrara og starf þeirra svo þeir missi örugglega ekki vinnu vegna leka á upplýsingum, enda eigi almenningur rétt á að fá vitneskju um allt sem opinberir aðilar eru að sýsla og öll stjórnsýsla skuli vera opin og gegnsæ.

Þegar eitthvað lekur sem þessu sama fólki er ekki að skapi, skal hengja yfirmann viðkomandi stofnunar umsvifalaust og það án dóms og laga.

Þetta mál er löngu komið út fyrir að snúast um einhver tiltekin réttindi hælisleitenda.

Axel Jóhann Axelsson, 14.2.2014 kl. 10:53

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að mínu viti eru þessir hlutir alls ekki í lagi. Þingmaður á ekki að komast upp með að halda til haga minnisblaði sem hann hefur fengið frá einhverjum úr ráðuneiti. Ef hann er ekki fáanlegur til að afhenda það lögreglu ásamt upplýsingum um frá hverjum hann hefur fengið það á að sjálfsögðu að afnema þinghelgina svo hægt sé að fá málið á hreint.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.2.2014 kl. 19:24

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að leggja að jöfnu mál Edwards Snowden og Hönnu Birnu er út í hött.

Í tilfelli Snowden var um að ræða uppljóstrun á grófum njósnum stjórnvalda um almenning víða um heim. Þetta voru upplýsingar sem varð að koma út til að stöðva ósómann.

Í tilfelli Hönnu Birnu er um það að ræða að stjórnvald sem er bundið þagnarskyldu brýtur gróflega gegn þeirri skyldu og sendir til fjölmiðla minnisblað með bæði viðkvæmum persónuupplýsingum auk grófra ásakana um viðkomandi sem engin fótur virðist fyrir. Það bendir allt til að þar sé hreinlega verið að ljúga upp á manninn. Svo bætir ráðherran gráu ofan á svart með því að ljúga ítrekað að fjölmiðlum og í ræðustóli á þingi.

Þetta mál hefur aldrei snúist um hælileitanda. Þetta snýst um brot á þagnarskyldu og lygar ráðherra á opinberum vettvangi. Karl Th Birgisson fer vel yfir þetta í þessari grein.

http://blog.pressan.is/karl/2014/02/15/thad-er-engin-leid-ad-haetta/

Það er því ekki um neina pólitíska aðrör að ræða heldur eðlileg viðbrögð við grófu lögbroti og að þvi er virðist tilraun ráðherra til að sópa því undir teppið. Hanna Birna ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér og það strax. Hún hefur gróflega brugðist því tarausti sem henni var sýnt með því að gera hana að ráðherra.

Sigurður M Grétarsson, 16.2.2014 kl. 14:41

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, þó þú álítir sjálfan þig sjálfskipaðan dómara við dómstól götunnar og vinstri öfgamanna, þá er staðreyndin samt sú að til þess bær yfirvöld eru að kanna þennan leka og munu í framhaldi af þeirri rannsókn ákveða hvort ástæða sé til frekari aðgerða í málinu. Dómstóll götunnar og vinstri öfgamanna mun ekki fá þetta mál til efnislegrar meðferðar og dómsuppkvaðningar.

Ef þetta snýst ekki um pólitískar ofsóknir á hendur Hönnu Birnu, af hverju snýst umræðan þá ekki um innihald minnisblaðsins og hvort líklegt sé að viðkomandi hælisleitandi hafi verið viðriðinn ólöglegt athæfi eða ekki? Hafi maðurinn verið sekur um eitthvað, hér á landi eða erlendis, hlýtur almenningur að eiga kröfu á að vita hvort til standi að veita fólki sem gerst hefði brotlegt við lög landvistarleyfi.

Umræða þeirra sem þykjast bera hag hælisleitandans fyrir brjósti snýst ekkert um hann eða hans mál. Hvernig stendur á því?

Axel Jóhann Axelsson, 16.2.2014 kl. 18:20

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta anýst ekki um "dómstól götunnar". Það er fjöldi fordæma fyrir því að menn víki úr opinberum stöðum meðan mál þeirra eru til rannsóknar og þegar um yfirmann lögreglunnar er að ræða er enn ríkari ástæða en ella til að víkja tímabundið meðan málið er rannsakað.

En eitt er þó alveg á tæri. Hanna Birna er búinn að reyna að ljúga sig út úr þessu máli og þar með talið í ræðustól á Alþingi.

Þessi mál sem fram koma í minnisblaðinu hafa verið rannsökuð og er ekkert sem bendir til þess að neitt sé til í þeim ásökunum sem þar eru bornar á hann. Þarna er sent út minnsblað með upplýsingum um rannsókn sem þegar hafði farið fram með þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til frekari aðgerða enda ekkert sem benti til sektar mannsins.

Við getum deilt um hvernig lög um þagnarskyldu eigi að vera en það er ekki ásættanlegt að starfsmenn ráðuneytis séu að brjóta hana bara af því að það hentar ráðherranum í póltístkri umræðu. Telji menn upplýsingar eins og þessar eiga erindi við almenning þá breyta menn einfaldlega lögunum um þagnarskyldu en meðan þau eru óbreytt þá ber að viðra þau.

Sigurður M Grétarsson, 17.2.2014 kl. 07:56

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, fyrst þú hefur undir höndum vitneskju og sannanir fyrir því að ráðherrann hafi verið að ljúa í ræðustól Alþingis, ber þér skylda til að fara með þær til lögreglunnar, svo hún geti lokið málsrannsókninni fyrr en ella. Ef þú gerir það ekki, hlýtur þú að verða meðsekur Merði um yfirhylmingu.

Axel Jóhann Axelsson, 17.2.2014 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband