Hvað vita þingmenn um lög sem þeir samþykkja sjálfir?

Hvað eftir annað koma upp mál þar sem í ljós kemur að mistök hafi verið gerð við samþykkt laga á Alþingi og eitthvað hafi slæðst inn í lög, eða gleymst að taka með í þau, þegar frumvörp hafa verið samþykkt.  

Vikum, mánuðum og árum eftir samþykkt sumra laga hafa þessir gallar komið í ljós og þá verið hlaupið upp til handa og fóta til að leiðrétta lög eða setja ný í stað þeirra gölluðu.  Þegar slíkir gallar hafa komið í ljós man yfirleitt undantekningalaust enginn eftir því hvernig lagasetningin slapp í gegn um þingið án þess að nokkur uppgötvaði gallana og aldrei játar nokkur þingmaður, hvað þá þeir embættismenn sem yfirleitt semja frumvörpin, á sig sérstök mistkök en benda oftast á að mál komi seint fram og lítill tími sé til að fjalla um einstök mál.

Rétt fyrir áramót voru fjárlög samþykkt frá Alþingi í tengslum við þau nýr, eða breyttur, bankaskattur sem fjármagna á skuldaniðurfellingu verðtryggðra íbúðalána og innihélt hann fimmtíumilljarða frískuldamark lánastofnana, sem ætlað er til að létta smærri lánastofnunum skattheimtuna.

Nú bregður svo við, örfáum vikum síðar, að enginn man hverjum datt í hug að setja þessa vörn inn í lögin og hvað þá hver það var sem stakk upp á þessum fimmtíumilljörðum og hversvegna, en ekki einhverri allt annarri upphæð.  Upphæð frískuldamarksins virðist því hafa komist inn í lagasetninguna fyrir einhverja tilviljun eða klaufaskap og að minnsta kosti lítið rætt og metið hvar mörkin áttu að liggja.

Óhætt er að taka undir með Fjárlaganefnd þegar hún segir um sín eigin vinnubrögð að þau þurfi að endurmeta og skoða betur hvernig farið er með upphæðir og tölur fjárlaganna.  

Reyndar þyrftu þingmenn allir að endurmeta vinnubrögð sín við meðferð og samþykktir frumvarpa og þá ekki eingöngu frumvarp til fjárlaga. 


mbl.is Talan líklega komin frá nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissulega eru til treggáfaðir þingmenn sem hringsnúast sem fífl, sem aular.

En ég held að flestir þingmanna viti þetta allt. 

Þeir ganga fæstir erinda almennings, kjósenda;

þeir ganga flestir erinda sérhagsmunaafla, uppreistra þjófa og glóbalískra stórbankaræningja,

um leið og þeir finna að sér sótt af þeim "þungavigtar" lobbíistum sem fá innanhúsströppur þinghússins

til að svigna.  Þá er haldið til þingflokksherbergja og allir ríkiskerfisflokkarnir búkka sig þar allir sem einn.

Samtryggðir og þora ekki öðru; hjarðhegðun þeirra er aumkvunarverð, þar sem hún bitnar á almenningi.

Þetta er nefnt "lýðræðisvandinn" sem er ekki séríslenskt vandamál,

en eigi að síður jafn ógnvænlegt lýðræðinu hér á landi sem annars staðar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband