Af hverju var desemberuppbót atvinnulausra ekki á fjárlögum?

Hluti af samkomulagi þingflokkanna um starfslok þingsins fyrir jól er að desemberuppbót til atvinnulausra verður sett inn í  fjáraukalög og er kostnaðurinn áætlaður um 450 milljónir króna.

Allt gott er um þetta að segja, en hins vegar vaknar sú spurning af hverju var ekki gert ráð fyrir þessum greiðslum á fjárlögum ársins, sem voru síðustu fjárlög ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms J., sem jafan gumuðu sig af því að velferð lítilmagnans væri þeirra ær og kýr.

Fjárlög ársins voru hrein og klár "kosningafjárlög", sem uppfull voru af glæstum loforðum um hina aðskiljanlegustu hluti sem gera átti og undanfarna mánuði hefur verið hávær söngur fyrrverandi stjórnarflokka með ásökunum um að núverandi ríkisstjórn sé að svíkja alls kyns kosningaloforð fyrri ríkisstjórnar.

Fjáraukalög eru til þess ætluð að "leiðrétta" fjárlög ársins með því að samþykkja ýmis óvænt útgjöld sem komið hafa upp á árinu og ekki voru fyrirséð þegar fjárlög ársins voru samþykkt.

Varla er hægt með góðu móti að segja að desemberuppbót til atvinnulausra geti talist óvænt útgjöld, sem ekki hafi verið hægt að reikna með við fjárlagagerð ársins.

Lýðskrum og fals vinstri flokkanna er ekki minna í þessu máli en flestum öðrum. 


mbl.is Samþykkt að greiða desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að sjálfsögðu átti að greiða þessa Desemberuppbót. Fólk verður að geta treyst á eitthvað í öllu þessu sundrungar-samfélagi.

Ég velti því hins vegar fyrir mér, hvernig fyrirkomulag er hjá þessum atvinnuleysis-tryggingarsjóði. Er ekki eitthvað brenglað við að vinnufært fólk gangi atvinnulaust í 3. ár á Íslandi, þegar sumir vinnuveitendur á landinu kvarta yfir að fá ekki fólk í vinnu? Getur verið að kaupmáttur launa standist ekki lög og stjórnarskrárvarðan framfærslurétt hér á landi? Eða eru einhverjir á atvinnuleysisbótum, vegna þess að þeir hafa ekki heilsu til að vinna þá vinnu sem er í boði? Eru sumir kannski of heilsutæpir til að vinna 200%, til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum?

Það er mér til dæmis hulin ráðgáta, hvers vegna framfærsluörorkubætur eru niðurnjörvaðar við 75% örorku. Þeir sem metnir eru 74%, eða jafnvel 50% öryrkjar, fá bara örorkustyrk, sem voru fyrir nokkrum árum einungis 50.000 krónur á mánuði. Það sjá allir að enginn getur lifað á Íslandi af einungis svo lágri upphæð. Þá lendir fólk á milli kerfa, og er skipulega niðurbrotið af tryggingarkerfinu.

Ekki veit ég hvað er að hjá þeim sem finnst svona ónothæfar reglur tryggingarstofnunar í lagi. En það er alveg ljóst að þetta er glæpsamlega brenglað kerfi, sem unnið er eftir hjá þeirri stofnun.

Ég heyri Pétur Blöndal tryggingarfræðing tala um þetta hvað eftir annað. En það virðist enginn valdamikill einstaklingur finnast, sem vill breyta þessu fáránlega kerfisbrenglunarástandi hjá tryggingarstofnun ríkisins. Hvers vegna? Er takmark tryggingarstofnunar að framleiða niðurbrotið fólk?

Þetta er að sjálfsögðu ólíðandi kerfisbrenglun, sem skapar fleiri vandamál, heldur en það leysir. Hvar er allt hámenntaða fólkið á Íslandi? Hvers vegna skilur menntafólkið í stjórnsýslunni ekki hvers konar niðurbrjótandi fella þetta stofnanarugl er?

Það er hægt að fá vinnu á Íslandi, ef fólk hefur heilsu til að vinna. En það er útilokað að pína fólk til vinnu sem það ræður ekki við, og hefur jafnvel ekki efni á að vinna vegna lélegs kaupmáttar. Vinna og þrælavinna er ekki það sama. Þegar þarf að vinna 200% vinnu á lægstu launum, til að ráða við útgjöld og þjónustu, þá er eitthvað mjög mikið brenglað.

Þjónusta/vöruverð einokunar-heildverslunarokurs-milliliða á Íslandi er siðlaus velferðar-hindrun. Ekki veit ég hvernig á að taka á neytendabrotum á Íslandi, en svona glæpsamlegt okur Haga-mafíunnar, glæpabanka og ránslífeyrissjóða er alveg óréttlætanlegt.

Hvað segja hámenntuðu sérfræðingarnir um þetta? Eða þorir kannski enginn að segja neitt við svona rugli? Hver er tilgangurinn með sérfræðinámi, ef það nýtist ekki til velferðar fyrir heildina?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.12.2013 kl. 09:28

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ef það er rétt að þetta er ekki á fjárlögum þá er þingið í besta falli að vanvirða stjórnarskránna, burt séð frá því hvort einhver hafi not fyrir peninginn. Veit ekki um neinn sem vill ekki fá gefins pening. En þið?

Sindri Karl Sigurðsson, 18.12.2013 kl. 12:24

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Varla hefði þurft að samþykkja þetta með FJÁRAUKALÖGUM ef gert hefði verið ráð fyrir þessum kostnaðarlið á fjárlögum, eða í lögum um atvinnuleysisbætur.

Annað sem kemur fram hjá þér, Sindri, er ekki svaravert enda gerir fólk sér það yfirleitt ekki að leik að vera atvinnulaust og upp á bæturnar komið.

Axel Jóhann Axelsson, 18.12.2013 kl. 14:50

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Axel mér finnst það þurfi að svara þessari spurningu og velta því upp af hverju fólk fær ekki vinnu? Ein spurning sem þarf að svara; er hluti af því nú þegar í vinnu?

Ég vil ekkert gefa vinnuna mína til fólks sem getur vel bjargað sér sjálft. Ég vil jafnframt ekki að fólk geti sleppt því að borga til samfélagsins og látið mig borga samt sem áður. Svo einfallt er það.

Þetta er ekkert grín, sama hvoru megin fólk stendur en það verður að hafa hvata til að hjálpa sér sjálft.

Sindri Karl Sigurðsson, 18.12.2013 kl. 22:50

5 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=QNJL6nfu__Q

http://www.youtube.com/watch?v=QNJL6nfu__Q (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 22:49

6 identicon

Ríkisstjórnin verður að gera atvinnusköpun auðveldara fyrir, það er svarið Sindri Karl. Núverandi ástand er óviðunandi og kallast ekki "hægristjórn" nema í hugum vænusjúkra Vinstri Græningja sem hafa misst glóruna. Þetta er sósíalista og forræðishyggjustjórn, því miður, alla vega hefur hún enn ekki sannað sig sem neitt skárra en það. Ríkir karlar að hygla hver öðrum fer vel saman við Sócíalisma, en sprotafyrirtækin vaxa ekki í skjóli hans.

http://www.youtube.com/watch?v=QNJL6nfu__Q (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband