Ríkið spari og skeri niður, nema bara ekki hjá mér og mínum

Allir virðast sammála um að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar eigi að vera að endurreisa heilbrigðiskerfið, sem komið er fram af bjargbrúninni fjárhags- og rekstrarlega eftir "forgangsröðun" vinstri stjórnarinnar síðast liðin fjögur ár.  

Þrátt fyrir þennan meinta einhug um aukin fjárframlög til velferðar- og heilbrigðismálanna vill ekki einn einasti aðili láta spara í sínum málaflokki og láta til dæmis listamenn öllum illum látum vegna þess að fjárframlög næsta árs skuli vera hugsuð á svipuðum nótum og þau voru áður en Þráinn Bertelsson seldi stuðning sinn við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. gegn því gjaldi að styrkir til kvikmyndagerðar yrðu hækkaðir verulega.

Sama er að segja um alla aðra málaflokka, talsmenn þeirra mótmæla harðlega öllum sparnaði sem viðkomandi þyrfti að taka á í sínum ranni, en þykir eðlilegt og sjálfsagt að sparað sé og skorið niður hjá öðrum.

Ekki poppar upp í minninu að þessir aðilar hafi mótmælt því að öryrkjar og aldraðir hafi verið skertir um milljarða króna á síðasta kjörtímabili til þess að hægt væri að hækka framlög til annarra, t.d. til ýmissa menningarmála og listamannalauna.

Ríkissjóður verður að forgangsraða og á meðan fjármunir eru af skornum skammti verða ýmsir málaflokkar, sem ekki teljast nánast lífsnauðsynlegir, að þreyja þorrann og bíða betri tíma sem mun koma með blóm í haga. 


mbl.is Misráðið að skera niður í menningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á ekki bara að skera niður, það á að LEGGJA NIÐUR mikið af þessu bulli sem verið er að eyða penning í. Af hverju er ríkið að borga fyrir framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpefni? Mér alveg sama hvað þessi menningar/kvikmynda elíta heldur fram: Sjónvarpsefni er neytendavara. Kanski er eitthvað af þessu list, en hvað er eða er ekki list er mjög hlutdrægt. Ríkið á ekki að skipta sér af framleiðslu sjónvarpsefnis. Annað hvort er gróðvænlegur markaður til fyrir þetta eða ekki, og ef hann er til þá þarf ríkið væntanlega ekki að eyða penning í þetta.

Það sama gildir um listamannalaunin og þetta listapakk. 

Bara burt með þetta af ríkisspenanum!

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 15:52

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Af hverju á ríkissjóður að greiða fargjöld fyrir hljómsveitir sem fara erlendis til að halda hljómleika?

Ekki greiðir ríkið fargjöld fyrir launþega sem þurfa að leita sér vinnu erlendis venga þess að vinnumarkaðurinn hér á landi er of lítill til að allir geti fengið vinnu við hæfi.

Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2013 kl. 18:30

3 identicon

@1: Tek undir þín orð. Af hverju eigum við að borga undir það sem aðrir telja list? Hvaða gagn er að umboðsmanni neytenda? En umboðsmanni barna? Hvað með Byggðastofnun? Listinn er nánast endalaus! Svo má auðvitað leggja niður t.d. landbúnaðarráðuneytið því öruggt er að bændur hætta ekki sinni starfsemi ef það ráðuneyti er lagt niður.

Til að koma okkur út úr þessari kreppu þarf að skera niður ríkisútgjöld um a.m.k. 20% á ári allt þetta kjörtímabili og samhliða því lækka skatta verulega og fella á brott reglur sem hamla verðmætasköpun. Hleypa þarf einkaframtakinu að í heilbrigðiskerfinu og víðar. Heilbrigðiskerfið er að kafna undan faðmlagi ríkisins.

Vandinn við lýðræði er sá að hinir og þessir hópar ná tangarhaldi á ríksivaldinu. Þetta má glögglega sjá varðandi fjármálastofnanir víða á Vesturlöndum og er TARP sennilega skýrasta dæmið um þetta. Menn reyna alltaf að beita ríkisvaldinu fyrir sinn vagn sem er mjög skiljanlegt en að sama skapi slæmt fyrir heildina. Vill t.d. einhver meina að núverandi landbúnaðarkerfi virki fyrir alla aðila?

Við erum að drukkna í skuldum, sbr. mjög góð grein í Mogganum 10. okt sl., og menn láta eins og þær séu ekki til. Losa þarf fjötrana af einkaframtakinu, þá munu skatttekjur hins opinbera líka aukast sbr. Laffer kúrfuna.

Helgi (IP-tala skráð) 30.10.2013 kl. 07:51

4 Smámynd: Björn Emilsson

Auk þess legg ég til að fiskveiðikvótinn verði aukinn í 500þúsund ton.

Björn Emilsson, 30.10.2013 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband