Jón Gnarr þarf að kynna sér afstöðu borgarbúa

"Ég hvet fólk til að kynna sér málið frá öllum hliðum áður en það tekur afstöðu," segir borgarstjóri í viðtali við Kjarnann og er þá að ræða um Reykjavíkurflugvöll.  Fá mál, ef nokkurt, hefur verið meira í umræðu manna á milli undanfarna mánuði og Reykjavíkurflugvöllur, staðsetning hans nú og í framtíðinni.

Nýbúið er að afhenda borgaryfirvöldum mótmæli tæplega sjötíuþúsund landsmanna við þeim skipulagstillögum að flugvöllurinn verði afmáður í Vatnsmýrinni og byggðar íbúðir þar í staðinn.  Því er haldið fram að enginn sem þar myndi  búa þyrfti að eiga bíl og allir myndu ganga eða hjóla í vinnuna.  Líklega er þá reiknað með að hver einasti íbúi svæðisins myndi vinna á Landspítalanum, því tilhneygingin er ávallt sú að helstu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, færist í útjaðra borgarinnar.

Benda má á efri byggðir í austurhluta borgarinnar því til sönnunar og líklegt að á næstu áratugum færist fyrirtækin sem þar eru enn lengra frá miðkjarnanum og íbúðabyggð rísi þar í staðinn.  Segja má að sú þróun sé þegar hafin, þar sem mikið af ósamþykktum íbúðum eru nú þegar í þessum iðnaðarhverfum og margt af atvinnuhúsnæðinu byrjað að drabbast niður.

Jón Gnarr Kristinsson, borgarstjóri, þyrfti að kanna betur hver hugur borgarbúa til flugvallarins er, en í síðustu skoðanakönnun kom fram að 72% Reykvíkinga vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni áfram.  

Þó ekki væri af öðrum ástæðun en efnahagslegum ætti ekki að vera að ræða um flutning vallarins núna, því  hvorki Reykjavíkurborg né ríkissjóður hefur efni á því næstu áratugi að flytja hann eitt eða neitt.


mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er alveg stórfurðulegt að maðurinn segir enn að meirihluti Reykvíkinga vilji flugvóllinn áfram, það fer um mig hrollur, hann er sami þverhausinn og Jóhanna Sig.  Ekkert kemur til greina sem aðrir segja ef hann vill eitthvað annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2013 kl. 10:45

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

"Ég hvet fólk til að kynna sér málið frá öllum hliðum áður en það tekur afstöðu,"

Hann ætti kannski að fara að eigin ráðum, ef hann vill svona mikið byggja íbúðir fyrir fólk þarna í miðbænum þá er þar nóg af bjálkakofum sem hægt er að rífa fyrir nýrri byggð, einnig getur hann farið að byggja töluvert meira upp á við, t.d. 15 hæða íbúða blokkir, þá er hann kominn með þéttingu og betri nýtingu á landi, þetta er miklu hagstæðari kostur fyrir alla landsmenn. 

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.10.2013 kl. 11:09

3 identicon

Stjórnmálamönnum ber að gera það sem þeir telja best fyrir heildina og gæfuríkast til framtíðar frekar en að elta skoðanakannanir og tískusveiflur. Sá stjórnmálamaður sem lætur undan þrýstingi skoðanakannana gegn betri vitund er ekki merkilegur pappír og ekki líklegur til að skila frá sér betra búi en því sem hann tók við.

Skoðanakannanir frá því farið var að tala um að flytja flugvöllinn hafa sveiflast með og á móti. Og ef borgarstjórar hefðu elt þær tískusveiflur væri oft búið að flytja flugvöllinn til og frá borginni. Álit almennings sveiflast oft eftir því hver heldur uppi mesta áróðrinum en ekki hvað er best til framtíðar horft.

Ufsi (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 11:28

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ufsi, þó maður nenni sjaldnast að svara dulnefningum, þá má benda enn og aftur á þá einföldu staðreynd að jafnvel þó allir landsmenn vildu flytja flugvöllinn og búið væri að finna nýja og jafn heppilega staðsetningu, þá munu ekki verða til peningar í þjóðfélaginu næstu áratugi til að ráðast í slíkar framkvæmdir.

Hvorki ríki né borg mun hafa efni á því að leggja hundruð milljarða í slíka uppbyggingu, því auðvitað verður nýr flugvöllur að vera tilbúinn áður en sá gamli verður aflagður, því flugið getur ekki tekið sér "frí" mánuðum eða árum saman á meðan að á framkvæmdunum stendur.

Þetta er nú í raun ekki flóknara en svo að jafnvel Jón Gnarr Kristinsson og félagar ættu að geta skilið það.

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2013 kl. 11:37

5 identicon

Ef við reiknum ógreidd atkvæði sem nei líkt og sumir misgáfaðir gerðu í stjórnlagaráðskosningunum hér um árið, þá vill áberandi meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins völlinn burt.

pallipilot (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 12:25

6 identicon

Gísli Marteinn hélt því fram áður en hann kvaddi að flugvöllurinn væri að kosta Reykvíkinga 4 milljarða á ári. Nokkur hundruð milljónir mundu því teljast verulegur sparnaður. Þar að auki er flugvöllur í Keflavík sem vel mætti nota tímabundið eða til framtíðar. Vandamál fá stundum á sig aðra mynd þegar hugsað er í lausnum. Sjálfum er mér nokkuð sama hvort flugvöllurinn er eða fer, ég hef ekki einu sinni fyrir því að tolla í tískunni og fylgja hópnum. Enda ekki einn af þessum sjötíu og eitthvað prósent sem halda mætti að væru stanslaust að fljúga til og frá Reykjavík. En mér er ekki sama þegar krafist er þess að stjórnmálamenn taki ákvarðanir gegn sinni betri vitund. Ef menn geta ekki staðið eða fallið með sannfæringu sinni eiga þeir ekki að vera í pólitík. Gallup á ekki að stjórna.

Ufsi (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 12:48

7 identicon

Það væri ágætt ef Jón Gnarr byrjaði á að lesa þennann pistil; http://www.visir.is/rokin-um-flugvollinn-i-vatnsmyri-standast-alla-skodun!/article/2013710039977 , það má segja að hann segi allt sem segja þarf.Eins og bent er á þá koma þyrlur  því miður ekki til greina í mjög mötgum tilfellum, sjúkraflug er nauðsynlegt að hafa frá Reykjavíkurflugvelli. Ýmsar misgáfaðar hugmyndir um "væntanlegar" flugvélar sem leysi af hólmi þyrlur eru enn sem komið er langt frá því að vera tilbúnar.En endilega lesið þessa grein og takið svo afstöðu.

Kjartan (IP-tala skráð) 3.10.2013 kl. 13:22

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tek heilshugar undir með Kjartani og hvet alla til að lesa pistilinn sem hann vísar til.

Gallup á ekki að stjórna, en t.d. í tilfelli Sjálfstæðistlokksins er landsfundur æðsta vald. Landsfundur ályktaði um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni og ef þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til borgarstjórnar geta ekki stutt þá stefnu, þá eiga þeir auðvitað ekki að gefa kost á sér í nafni þess flokks.

Axel Jóhann Axelsson, 3.10.2013 kl. 17:56

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, góð og uppfræðandi grein.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2013 kl. 18:38

10 identicon

Þetta sem Hr. Ufsi segir er svona dæmigert fyrir Ganarrþegna. "Veit ekki skil ekki vil ekki, eða er það ekki." Axel það er ekki bara búið að vera að takast á um þetta mál í einhverja mánuði. Þetta er búin að vera barátta allt frá því að Rlistinn styrkti fólk til að kaupa gömul hús, flytja að flugvellinum og gera upp. Þetta fólk , sem tók sér þar nýja búsetu hóf þennann söng um flugvöllinn burt. þetta er margra ára barátta við þessa nýbúa. Þeir sem fyrir voru höfðu ekkert útá flugvöllinn að setja enda alvanir honum.

Kári (IP-tala skráð) 4.10.2013 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband