Gulagið lifir undir stjórn Putins

Margt hefur verið rætt og ritað um ómannúðlega meðferð í fangabúðum Norður-Kóreu og þær oft nefndar til vitnis um ómennska stjórnarhætti í því landi og það kvalræði sem fólk má þola, lendi það upp á kant við stjórnvöld jafnvel fyrir minniháttar sakir.  Margir reyndar fyrir engar sakir, að því er sögur herma.

Í Sovétríkjunum sálugu var stjórnarfarið lítið skárra en það er ennþá í Norður-Kóreu og þar voru fangabúðirnar kallaðar Gúlag og bárust af þeim ljótar lýsingar sem yfirvöld harðneituðu jafnan og vildu ekkert kannast við Gúlagið, sem dreift var um ríkin og yfirleitt staðsett á harð- og strjálbýlum svæðum.  

Fangar kommúniskra valdhafa í Sovétríkjunum þurftu að þola ótrúlegt harðræði, eins og enn tíðkast í Norður Kóreu og allir hneykslast á, og sammerkt með þessum hryllingsbúðum er að fjöldi fanga tærist upp og deyr vegna aðbúnaðarins og hörkulegra refsinga sem þar tíðkast fyrir minnstu sakir.

Nú er að koma í ljós að í Rússlandi Pútíns eru reknar fangabúðir í anda Sovétríkjanna og Norður-Kóreu og kemur greinargóð lýsing einnar liðskonu Pussy Riot fram í meðfylgjandi frétt, en hún var dæmd til tveggja ára vistar á slíkum kvalastað fyrir litlar yfirsjónir.

Eftirfarandi texti úr féttinni segir það sem segja þarf:  "Tolokonníkova segir að þær þurfi að vinna frá 7:30 að morgni til 0:30 að nóttu alla daga vikunnar. Þeim sé refsað reglulega og beittar miklu harðræði. Ef fangar brjóta reglur sem gilda í búðunum eru þeir barðir og þeim neitað um mat. Er það refsingin fyrir smávægileg brot. Eins séu þær barðar, sviptar rétti til að fara á klósett og fá vatn að drekka."

Fangarnir eru látnir vinna frá 7:30 til 0:30 alla daga vikunnar við mikið harðræði og er refsað grimmilega ef fangavörðunum finnst þær ekki fara að "reglum" í hvívetna.

Hér er verið að tala um aðbúnað í svokölluðu lýðræðisríki á tuttugustuogfyrstu öldinni.  Greinilegt er að stjórnarhættir Pútíns taka mikið mið af reynslu hans sjálfs af störfunum fyrir Sovétríkin og leyniþjónustuna KGB, en þar var hann æðstistrumpur um árabil fyrir fall kommúnismans. 


mbl.is „Erum manneskjur ekki þrælar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel Jóhann; sem oftar - og aðrir lesendur, þínir !

Svona; þér að segja, hefði ég nú, í sporum félaga míns, Vladímírs Vladímírovich Pútín, látið dæma þessar Rússnesku Píótísku Pussu Pönk druzlur, í MINNST 500 ÁRA DÝFLISSU, fyrir óskapnað sinn, sem og siðferðilegan sóðaskap allan, síðuhafi góður.

Að; Pönk tónlistarstefnunni ólastaðri, sem slíkri, svo sem.

Þarna; sýndi Pútín allt of mikla mildi, Axel minn !

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 12:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sínum augum lítur hver á silfrið, eins og þar sagði.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2013 kl. 17:19

3 identicon

Sæll á ný; Axel Jóhann !

Vitaskuld; síðuhafi góður.

Megi Rússum auðnast; að varðveita Riddaralegar hefðir bræðra minna Hvítliða - og arftaka Rúriks Hersis (Vojvods) frá 9. öld, sem allra lengst.

Með beztu kvaðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 20:19

4 identicon

kveðjum; átti að standa þar. Afsakið; flumbruganginn, á lyklaborðinu.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband