Reykjavík er og verður bílaborg og Íslendingar bílaþjóð

Páll Hjaltason, formaður umhverfis- og skipulagsráðs í Reykjavík, kvartar undan því að borgin sé "bílaborg" og bráðnauðsynlegt sé að tefja umferð bílanna um borgina með þrengingum gatna, fækkunum bílastæða og öllum öðrum ráðum sem fyrirfinnast í þeim efnum.

Þetta endurspeglar það viðhorf að bílar séu á ferðinni um borgina einir og sér í algerum óþarfa og geri ekki annað en að þvælast fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum.  Staðreyndin er auðvitað sú, að fólk er í öllum þeim bílum sem á ferðinni eru í borginni og eigendur þeirra nota þá til að komast fljótt og örugglega milli staða til þess að spara bæði tíma og fyrirhöfn, því þægilegri ferðamáta en bílinn er ekki hægt að hugsa sér.

Allar breytingar í framleiðslu bifreiða í framtíðinni miða að því að bílarnir verði minni, sparneytnari og mengi minna en þeir gera núna.  Þetta mun nást með nýjum vistvænni orkugjöfum, t.d. rafmagni sem hægt verður að framleiða hér innanlands og spara með því dýrmætan gjaldeyri og gera þjóðina allt að því sjálfa sér nóga með orkugjafa fyrir umferðina.

Borgaryfirvöld ættu því að greiða sem mest fyrir fólki sem framvegis, sem hingað til, mun velja sér bílinn sem fararskjóta við að sinna erindum innanbæjar sem utan og þar á meðal að fjölga bílastæðum og bílastæðahúsum sem mest til að anna og greiða fyrir þeirri bifreiðaumferð sem fyrirsjáanlegt er að aukist til mikilla muna í framtíðinni.

Bílahatur einstakra framámanna í borginni beinist fyrst og fremst gegn eigendum þeirra, sem reyndar eru ekki bara bílstjórar, heldur líka kjósendur. 


mbl.is „Reykjavík er bílaborg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er gott að hjóla og hreyfa sig ef maður getur og vill það. Það eru nú bara ekki allir sem geta eða vilja það.

Vinnu minnar vegna þarf ég að keyra mikið í gegnum borgina. Ég veit ekki hvort er leiðinlegra, að fara í gegnum hafnarsvæðið þar sem að Hörpuskrímslið og allar hraðahindranirnar þar gera manni erfitt fyrir eða Hringbrautina með öllum gangbrautarljósunum sem halda manni föstum í umferðarhnút. Ekki batnaði að þegar þeir færðu gangbrautina við þjóðminjasafnið nær hringtorginu, núna er umferðin stopp langt yfir hringtorgið og upp að Björnsbakaríi á álagstímum.

Hofsvallagatan er bara hátíð miðað við hitt allt saman.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 08:28

2 identicon

Ég skil bara ekki hvernig manneskja, sem hefur svona sterkar skoðanir í eina eða aðra átt. Fái að sinna svona mikilli valdastöðu í skipulagsmálum.

Karl (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 16:27

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir tönnlast á því hve mikil bílaborg RKV er. Hafa þeir nokkurntíma þurft að aka um hana?

Ég hef betra orð yfir borgina, hafandi keyrt þar um: "Skipulagsslys."

Hvaða tunnufylli af vangefnum apaköttum stóð fyrir þessu skrýpi? Það er ekki keyrandi um borgina fyrir hraðahindrunum, tilgangslausum ljósum, einstefnum, vegum sem liggja að því er vsiðist ekki neitt, og bílastæðum sem meika engan sens.

RKV á langt í land til að standa undir nafni sem bílaborg.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.8.2013 kl. 20:18

4 identicon

Sammála Rafni. Held að það sé kominn tími á að setja Hringbrautina upp á stólpa svo umferðin gangi hraðar fyrir sig.

Sverrir (IP-tala skráð) 28.8.2013 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband