Útskýringar óskast á áskorun

Fyrri liður áskorunar til Alþingis og forsetans til vara hljóðar svona:  "Við undirrituð hvetjum Alþingi til að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 þar sem skilgreind eru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind okkar."

Textinn vekur upp þá spurningu hvort sá sem undirritar hann sé með því að segja að ALDREI megi breyta lögum nr. 74/2012, eða bara hvort ekki megi breyta þeim NÚNA á þessu sumarþingi.  Ef meiningin er að ALDREI megi breyta umræddum lögum, er það þá skilningur undirritara að í þeim felist hinn eini rétti og eilífi útreikningur á veiðileyfagjöldum og þar með hvorki eigi eða megi Alþingi nokkurn tíma fjalla framar um skatta á fiskveiðar við Íslandsstrendur.

Seinni hluti áskorunarinnar hljóðar á þennan veg:  "Verði Alþingi ekki við þeirri ósk verður þessi undirskriftalisti afhentur hr. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lög sem taka til breytinga á lögum nr. 74/2012 frá 26. júní 2012 heldur vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar."

Verði Alþingi ekki við áskoruninni og hafni forsetinn frumvarpinu staðfestingar þannig að kjósendur taki milliliðalausa afstöðu til málsins, ber þá að skilja afstöðu undirritaranna á þann veg að með slíku yrði sett fordæmi fyrir því að skattabreytingahugmyndir ríkisstjórna framtíðarinnar skuli undanbragðalaust, safnist til þess ákveðinn fjöldi undirskrifta, vísað til þjóðarinnar til ákvörðunar, hvort sem um tekjuskatta væri að ræða, virðisaukaskatt, vörugjöld, tolla eða hvern annan skatt eða gjald sem ríkisstjórnum dytti í hug að hækka, eða lækka, í það og það sinnið.

Vonandi sjá sem flestir, sem undir áskorunina hafa skrifað, sér fært að útskýra hvað þeir höfðu nákvæmlega í huga þegar afstaða til málsins var tekin.


mbl.is „Sammála um að vera ósammála“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mig langar líka til að vita hvernig þetta sérstaka gjald geti ‚rústað‘ fyrirtækjum og landshlutum

Rafn Guðmundsson, 21.6.2013 kl. 22:31

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki veit ég til þess að landshlutar séu skattlagðir sérstaklega, en hvernig ofurskattheimta getur rústað fyrirtækjum ætti að vera hverjum hugsandi manni auðskilið.

Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2013 kl. 22:46

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ofurskattheimta er auðvitað slæm EN erum við að tala um ofurskattheimtu í þessu máli. það held ég ekki

Rafn Guðmundsson, 21.6.2013 kl. 22:59

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

varðandi "landshluta" þá minnir mig að ráðherra hafi sagt "byggðalög" - kannski rangt hjá mér

Rafn Guðmundsson, 21.6.2013 kl. 23:00

5 identicon

Enn er verið að dreifa lygum í boði sjálfstæðisflokksins !

Það eru engir skattar í þessari tillögu, þetta eru lygar í boði sjálfstæðisflokksins !

Það er verið að fara fram á sanngjarnt gjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind okkar allra íslendinga !

Ef þú kannt að lesa þá veistu allt um þetta mál, en það þarf að vera þinn vilji en ekki sjálfstæðisflokksins !

JR (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 23:39

6 identicon

Er ekki verið að meina þetta: http://www.eyjafrettir.is/frettir/2013/06/20/skattur_a_hvern_ibua_i__eyjum_yfir_half_milljon

Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2013 kl. 23:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

JR, er þetta það málefnalegasta sem þú hefur fram að færa í þessu máli? Ef svo er, þá nennir væntanlega enginn að hafa frekari samskipti við þig um þetta efni.

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2013 kl. 00:16

8 identicon

Það er ekki hægt að senda þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef það æxlaðist þannig að forseti tæki þá röngu ákvörðun að setja þetta í atkvæðagreiðslu, og samþykkt yrði að lögin héldu gildi sínu, yrðu þau í raun orðin hluti af stjórnarskrá. Ákvörðun þjóðarinnar yrði aldrei breytt, nema að undangenginni annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki einu sinni hægt að breyta einstökum greinum, eða lögunum í heild.

Þetta virkar á annan hátt þegar þjóðin hafnar nýjum lögum að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það má alltaf samþykkja ný lög, eins og Icesave málið sýndi okkur.

Með öðum orðum lög nr. 74 þyrfti að fella inn í stjórnarskrá til þess að þjóðin geti kosið um gildið. Þau yrðu þá ekki lengur lög nr. 74, heldur yrðu grein stjórnarskrár.

Mergurinn málsin, almenningur hefur ekki vald til að ákvarða skatttekjur ríkissjóðs, það er í höndum Alþingis skv stjórnarskrá, enda samþykkir Alþingi fjárlög og fjáraukalög. Forseti hefur ekki heimild til þess að framselja þetta vald til almennings, og verða valdur af því að ákveðin lög fái ígildi sjórnaskrárákvæðis, og haldi ævarandi gildi sínu, nema önnur þjóðaratkvæðagreiðsla kveði á um annað.

En það er til skemmtilegur lagatækninglegur krókur, ef svo að forseti horfir framhjá þessu, og þjóðin yrði svo vitlaus að samþykkja þetta rugl vinstrimanna, og það er að orða spurningu á þjóðaratkvæðagreiðslu á eftirfarandi, eða líkan hátt:

[b]

Vilt þú að lög nr. 74. frá 2012 haldi gildi fram til 1. janúar 2014?[/b]

Hvort ætli vinstrimenn myndu segja já eða nei?

Annars er það fróðlegt að sjá hversu hraður flótti vinstrimanna er frá fyrri skoðunum. Hér má sjá dæmi um það:

Tillaga stjórnarlagaráðs:

[b]

67. gr. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu

"Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu eða frumkvæði kjósenda samkvæmt ákvæðum 65. og 66. gr. skal varða almannahag. Á grundvelli þeirra er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. Þess skal gætt að frumvarp að tillögu kjósenda samrýmist stjórnarskrá. Rísi ágreiningur um hvort mál uppfylli framangreind skilyrði skera dómstólar þar úr."[/b]

Þetta blessaða lið sem froðufellir hvað mest núna, er sama liðið og frekjaðist hvað mest á síðasta kjörtímabili, og heimtuðu að þessi grein yrði hluti af stjórnarskrá.

Í minni orðabók heitir þetta botnlaus hræsni

Hilmar (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 02:44

9 identicon

Þetta upphlaup í gær útaf  fundarboði í tölvupósti

sýnir hið rétta eðli þeirra sem raunverulega standa að þessari undirskriftasöfnun

manni hryllir við að láta bendla sig við þetta fólk

Ég hvet alla til að lesa breytingartillögunar og mynda sér sína eign perónulega skoðun

Grímur (IP-tala skráð) 22.6.2013 kl. 07:48

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rafn,það hefur komið fram að íslenskur sjávarútvegur hefur  dregist aftur úr miðað við aðrar þjóðir síðasta kjörtímabil.Ástæðan held ég að sé sú óvissa sem skapast hefur í greininni varðandi áframhaldandi stjórn fiskveiða.Þessvegna þarf að koma niðurstaða í þau mál.Þó ég telji að kvótakerfið sé gott kerfi þá er ekki þar með sagt að því megi breyta.En það er þá algjört skilyrði að það sé til batnaðar og ekki sé farið í einhverja ævintýramennsku og breyta bara breytinganna vegna.Varðandi veiðigjaldið þá þá tel ég varhugavert að vera með  það einfaldlega vegna þess að allt svona lagað kallar á galla sem þarf að laga.Ég hef ekki lesið breytingartillögurnar Grímur en sýnist út frá orðum Adolfs að þetta sé ekki breyting til batnaðar þar sem uppsjávarfiskurinn fær á sig enn meiri gjöld.Það held ég að hafi ekki verið ætlunin hjá ráðherranum og séu einfaldlega mistök og frumvarpið hafi verið illa unnið.Ég held að það besta í stöðunni sé að leggja veiðigjaldið einfaldlega niður.Með því að gera það eyðir það allri óvissu varðandi þessi mál,sjávarútvegurinn mun í framhaldi skila meiri hagnaði sem mun skila sér til eiganda auðlindarinnar(þjóðarinnar) með meiri hagnaði en kemur með veiðigjaldinu.Mér finnst líka mál til komið að fólk hætii að líta á atvinnuvegina sem einhvern óvin heldur samherja í baráttunni fyrir bættum lífskjörum.Öfundsýki er ekki gott veganesti.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.6.2013 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband