Nú er það svart og kemur reyndar ekki á óvart

Ríkisskattstjóri er að ráðast í herferð gegn svartri atvinnustarfsemi, sem hann segir að hafi aukist gríðarlega mikið undanfarin misseri sem aftur komi fram í minni virðisaukaskattsheimtum í ríkissjóð.  Þar að auki bendi síaukið seðlamagn í umferð til þess að svarta hagkerfið "blómstri" sem aldrei fyrr.

Þessi tíðindi þurfa auðvitað ekki að koma nokkrum manni  á óvart, því þetta mátti allt sjá fyrir og hafði verið spáð m.a. á þessu bloggi, vegna þeirra ómennsku skattahækkana sem á þjóðinni hafa dunið í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem er að hrökklast frá völdum með skömm, ekki síst vegna skattpíningar og svika annarra kosningaloforða.

Vonandi getur þetta mál orðið til að fleiri fari að skilja að skattahækkanir skila hreint ekki alltaf auknum tekjum í ríkissjóð, en það geta skattalækkanir hins vegar vel gert ef rétt er á haldið. 


mbl.is Ólögleg gisting undir smásjá RSK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg eftir bókinni þinni Axel að rökstyðja ekkert sem þú vilt að mark sé takandi á.

Áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum voru sem sagt engar álögur á borgarana og því engin skattsvik?

Á tímum Davíðs nokkurs Oddssonar sem þú þekkir svo vel og ert trúlega með hann betrekktan í svefnherberginu, voru skattsvik svo tugum milljörðum skipti og það strax í upphafi ferils hans í landsmálunum. Þau voru ekki Davíð að kenna svo það sé tekið fram. Ekki á þeim tíma.

Fyrir hrun voru gríðarleg skattsvik af hálfu þeirra sem höfðu gengið hér um ruplandi og rænandi allt í nafni frelsis þíns, Davíðs og aftaníoss hans Hannesar.

Menn geta komið fram með tilhæfulausar staðhæfingar en að kalla skattbreytingar sem urðu hér undanfarin ár "...þeirra ómennsku skattahækkana sem á þjóðinni hafa dunið í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem er að hrökklast frá völdum með skömm, ekki síst vegna skattpíningar".

Hvaða skattpíning er þetta? Ómennsku skattahækkana? Hvaða ómennsku?

Ekki hef ég orðið var við þessar ómennsku skattahækkanir. Hvar urðu þær og hvers vegan hafa þær ekki komið í ljós?

Ég á ekki von á því Axel að þú getir með málefnalegum hætti svarað þessu og slettir því með hefðbundinni aðferð sjalla.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 00:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hafþór, auðvitað vita allir að skattsvik hafa verið stunduð frá örófi alda og munu sjálfsagt alltaf verða iðkuð í einhverjum mæli. Eins vita allir að háir skattar og tollar auka bæði smygl og skattaundandrátt og allir sem það vilja vita, vita að hvort tveggja hefur verið að færast í vöxt á ný á undanförnum árum.

Varla heldur þú að ríkisskattstjóri sé að fara í herferð gegn svartri atvinnustarfsemi að gamni sínu.

Hafir þú, Hafþór, ekki orðið var við skattahækkanir undanfarinna ára, hefur þú annað hvort búið erlendis eða verið afar með afar skertri rænu.

Axel Jóhann Axelsson, 14.5.2013 kl. 09:03

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Auðvitað hafa skattahækkanir áhrif á skattaundanskot,það segir sig sjálft.En það verða alltaf til menn sem stunda þetta sama hversu litlir skattarnir eru.Það er hins vegar athugandi hvort ekki er hægt að koma við ,við skulum kalla það sjálfvirku eftirlitskerfi sem felst í samanburði milli innkomu virðisaukaskatts,skattskýrsla og fleiri þátta þannig að það sé auðveldara að fylgjast með þessu og kosnaðarminna en venjulegt eftirlit.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2013 kl. 11:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skattaundanskot verða alltaf til, en eftir því sem skattpíningin er meiri því meiri verður freistingin og hvatinn til að svíkja undan sköttum. Þess vegna leiðir hófleg skattlagning til tekjuauka fyrir ríkissjóð, en ofurskattar ekki því með þeim aukast skattsvikin um allan helming.

Axel Jóhann Axelsson, 14.5.2013 kl. 11:25

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rétt Axel en mig grunar reyndar að annar þáttur skipti meira máli í þessu tilfelli.Athugaðu að VSK á gistirými er í neðsta þrepi 7% ef ég man rétt.Það er ekki búið að hækka hann upp í 14% eins og átti að gera?-vonandi ekki.En það hefur verið mikill uppgangur í ferðaþjónustinni undanfarin ár eins og þú veist,sennilega hefur veikt gengi hjálpað þar mikið til.Þá fara allir af stað að reyna að græða og þá flækjast alltaf með aðilar sem virða ekkert og láta ekki stoppa sig.Sem er nú ekki gott fyrir þá sem hafa allt sitt á hreinu.En held að þessi uppgangur stoppi því miður þegar krónan styrkist svo menn mega aðeins passa sig í uppbyggingunni.Betra að reyna að halda í þennan fjölda ferðamanna sem kominn er og styrkja innviði ferðaþjónustunnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2013 kl. 14:00

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jósef, það er alveg rétt að gullgrafaraæði hefur aldrei borgað sig, a.m.k. ekki á Íslandi.

Axel Jóhann Axelsson, 14.5.2013 kl. 14:03

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandamálið er að meta árangurinn af herferðinni.  Mun eftirlitið vinna fyrir kaupinu sínu?

Svo virðist sem að litlu svörtu undanskotin eigi að taka fyrir - það má efast um að afraksturinn skili sér í ríkiskassann.  

Væri ekki nær að RSK einbeitti sér að  þeim stóru?

Kolbrún Hilmars, 14.5.2013 kl. 14:04

8 identicon

Þessi pólitík skattpíning háir vextir háir skattar bankaþjofnaðir lýfeirissjóðir eru að drepa þjóðina beinnt inn  í austantjalds fátækt. Þetta fólk kann ekki að lesa tölur.

Thorir Adalsteisson (IP-tala skráð) 15.5.2013 kl. 04:42

9 identicon

Sæll.

Ferðaþjónustan er einfaldlega að koma í veg fyrir samkeppni um ferðamenn og fækka valkostum ferðamanna, slíkt færir þeim hærri tekjur. Þeim er ekki umhugað um ferðamenn. Þeir beita svo RSK fyrir sig en þar á bæ láta menn einfaldlega nota sig.

Leggja ætti RSK niður sem og skattrannsóknarstjóra, það væri engin þörf á þessum embættum ef skattar hér væru lágir. Minni á að skattar á fyrirtæki voru lækkaðir í þrepum árin 1991-2001 úr 45% í 18%. Afleiðingin varð sú að tekjur af þessum skattstofni þrefölduðust. Þetta einfalda dæmi segir ansi mikið um skaðsemi skattheimtu.

Helgi (IP-tala skráð) 18.5.2013 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband