Er Gnarrinn kominn í stríðsbúninginn?

Jón Gnarr, svokallaður borgarstjóri, hefur marglýst því yfir að hann vilji láta banna allar herskipakomur til Reykjavíkur og lendingar allra flugfara sem herjum tengjast, helst á öllu landinu eða a.m.k. á Reykjavíkurflugvelli.  Ennfremur vill hann að landið segi sig úr NATO og hætti allri samvinnu við það varnarbandalag, en viðurkennir þó að erfitt gæti verið að vera án björgunarskipa og -flugvéla bandalagsins.

Hins vegar hefur vakið athygli að "friðarsinninn" kemur helst ekki fram við opinberar athafnir og móttökur án þess að skrýðast fullum herskrúða í anda stjörnustríðsmyndanna og að auki oftast vopnaður geislabyssum og sverðum í stíl.

Sennilega eru ekki margir borgarstjórar í heiminum jafn illa tengdir og Gnarrinn við þá raunveruleikaveröld sem þeir búa í, en lifa og hrærast í sýndarveruleika sem þeir halda að jafnist á við þann raunverulega. 


mbl.is Tundurduflaslæðarar í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki hægt að segja að Gnarrinn geri ekki neitt

það hefur aldrei verið meira um veggjakrot

og vandfundin er sú gata sem ekki er með hraðahindrun

einelti, neihei bara jók

Grímur (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 21:13

2 identicon

Ég hefði nú haldið að það væri bara hið ágætasta mál að Gnarrinn héldi sig við sýndarveruleikann í stríðsleikjum sínum en ekki hinn raunverulega. Það eru víst nógu margir um það að dekkja þá mynd okkar. Kv. Ármaðurinn.

Ármann Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 02:48

3 identicon

"Jón Gnarr, svokallaður borgarstjóri"

Alltaf er hræsnin söm við sig hjá ykkur sjölunum...Jón Gnarr og Besti flokkurinn var kosin í borgarstjórn með miklum meirihluta...reynið að muna það sjallar.

Helgi jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 15:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hann hefur komið nánast öllum störfum sem borgarstjórar hafa sinnt yfir á aðra, bæði fastráðna embættismenn og nýja, en sinnir orðið nánast eingöngu að koma fram á hinum og þessum uppákomum og þá oft í hinum ýmsu trúðsbúningum. Þess vegna er hann "svokallaður" borgarstjóri.

Axel Jóhann Axelsson, 10.5.2013 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband