Sósíalismi andskotans

Eftir nokkra daga taka gildi nýjar reglur "Norrænu velferðarstjórnarinnar" um lyfjakostnað sjúklinga, sem mun stórhækka útgjöld langveikra með alvarlega sjúkdóma og lífeyrisþega, eða eins og fram kemur í fréttinni:  "Það eru einkum tveir hópar sem munu þurfa að greiða meira en áður eftir að nýju lögin hafa tekið gildi. Annars vegar þeir sem eru með mjög lágan heildarlyfjakostnað, undir 24.075 kr á ári eða minna en 16.050 kr ef um er að ræða lífeyrisþega eða börn. Þessir hópar munu þurfa að greiða öll lyf sín að fullu í nýja kerfinu. Hinn hópurinn er sá sem hefur verið að fá *-merkt lyf, sem hafa verið greidd að fullu af SÍ. Í þessum hópi lyfja eru sykursýkislyf, en einnig lyf við gláku, krabbameinslyf, lyf við parkinsonssjúkdómnum, flogaveiki og Sjögren sjúkdómnum. Rúmlega 30.000 manns hafa verið að taka þessi *-merktu lyf."

Enginn í síðari hópnum hefur nokkurt val um það hvort hann tekur lyfin sín inn eða ekki, þar sem a.m.k. í sumum tilfellum eru lyfin algerlega nauðsynleg til þess að halda sjúklingnum á lífi, eða gera lífið bærilegra.

Þó yfirlýst markmið breytinganna sé að "jafna lyfjakostnað" fólks burtséð frá þeim sjúkdómum sem hrjá það, er það einkennilegur jöfnuður að stórhækka lyfjakostnað þeirra langveiku en lækka á öðrum á móti.  Ef jafna hefði átt kostnað milli einstakra sjúklingahópa hefði verið nær að stefna að lækkun þeirra sem nú greiða meira fyrir sín lyf en þeir sem lífsnauðsynlega neyðast til að nota lyf til að halda lífi.

Jöfnuður með þessum formerkjum hefði einhverntíma verið kallaður "sósíalismi andskotans".  Betri lýsing á fyrirbærinu er líklega vandfundin. 


mbl.is „Greiða fyrir að halda lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Það er alveg augljóst Axel að þú hefur ekki kynnt þèr þetta mál nægilega vel.

Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 13:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rakel, er setningin úr fréttinni ekki sæmilega skiljanleg: "Hinn hópurinn er sá sem hefur verið að fá *-merkt lyf, sem hafa verið greidd að fullu af SÍ. Í þessum hópi lyfja eru sykursýkislyf, en einnig lyf við gláku, krabbameinslyf, lyf við parkinsonssjúkdómnum, flogaveiki og Sjögren sjúkdómnum. Rúmlega 30.000 manns hafa verið að taka þessi *-merktu lyf."

Þessir sjúklingar þurfa eftir breytingu að taka á sig mikla hækkun lyfjakostnaðar og a.m.k. í sumum þessara sjúklingahópa er fólk sem ekki myndi lifa lengi án lyfjanna sinna. Að láta það taka á sig niðurgreiðslu lyfja fyrir aðra er einfaldlega siðlaust og réttara hefði verið að auka niðurgreiðslur til annarra í áföngum, eftir því sem staða ríkissjóðs batnar á næstu árum.

Það er ekkert annað en sósíalismi andskotans að níðast á t.d. krabbameinssjúklingum, sem eru að glíma við meira en nóg vandamál, þó þetta bætist ekki við.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2013 kl. 14:13

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er rétt sem Rakel segir - þú hefur ekki kynnt þèr þetta mál nægilega vel.

í staðin fyrir að treysta eingöngu á "fréttamenn" þá ættir þú að skoða vef Sjúkratryggingar Íslands ( www.sjukra.is).

Þar kemur þetta skýrt fram "Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr lyfjakostnaði þeirra sem þurfa að nota mikið af lyfjum."

og smá meira: mér finnst líka allveg stórfurðulegt að frambjóðandinn Sigurður J. Eggertsson skuli ýta undir svona misskilning. svoleiðis menn hafa ekkert á þing að gera

Rafn Guðmundsson, 25.4.2013 kl. 15:42

5 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Ég held að enginn sjúkdómur sé góður og stundum vandasamt að flokka lyf niður í mjög mikilvæg og önnur sem ekki eru það. Sjúkdómurinn krabbamein hefur þó oft ákveðna sérstöðu, en hann er ekki alltaf eins slæmur sem betur fer.

Mikill greiðsla sjúklinga almennt gæti verið slæmum fjárhag ríkisins að kenna og hann er ekki fyrrverandi stjórn að kenna. Vil ég að menn gæti sanngirni, (ég er samt æði langt frá að fylgja fyrrverandi stjórn að málum).

Hitt er mér meira áhyggjuefni og snýr að framtíðinni, að engar tillögur hægri flokka liggja fyrir um hvernig þeir hugsi sér betra og öruggara efnahagskerfi svo sagan endurtaki sig ekki og menn geti ekki áfram stundað glæpsamleg viðskipti. Ég er hægri maður, og vil að fólk fái endurgjald fyrir vinnu og hugvit. En ég er mjög andvígur nútíma þjófum og bankaræningjum. Hér skortir algerlega frumkvæði og framsýni frá hægri. Frá vinstri kemur varla nokkuð nothæft i þessum efnum. Þeir fengu hins vegar það óljúfa verkefni að skera niður velferðakerfið eftir að ræningjar höfðu farið um fjárhag Íslendinga. Slíkt verk hefði ekki verið auðvelt fyrir hægri stjórn, þá hefðu margir risið upp á afturlappirnar og neitað að taka við kjaraskerðingunni. Þetta innlegg er því grjótkast úr glerhúsi.

Sigurður Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 17:12

6 identicon

 Þetta er örugglega smíðað af skattman sjálfum slík er botnleysan. Handverk Indriða leynir sér ekki. 

E-merkt. Einstaklingur greiðir að hámarki 6.800 kr. fyrir hverja lyfjaávísun, þó greiða elli/örorkulífeyrisþegar, börn yngri en 18 ára og atvinnulausir að hámarki 1.900 kr.


B-merkt. Umsækjandi greiðir að hámarki 4.600 kr. fyrir hverja lyfjaávísun, þó greiða elli-/örorkulífeyrisþegar, börn yngri en 18 ára og atvinnulausir að hámarki 1.500 kr.


Lyfið er ekki niðurgreitt af sjúkratryggingum.


Greiðsluþátttöku synjað. Uppfyllir ekki skilyrði samkvæmt vinnureglum. Sjá vinnureglur um útgáfu lyfjaskírteina á vefsíðu SÍ (http://www.sjukra.is/lyf-og-hjalpartaeki/lyf/lyfjaskirteini/).

    
 
 

Lyfjaskírteini

Lyfjaskírteini auka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í lyfjakostnaði umfram almennar reglur. Læknir sækir um lyfjaskírteini fyrir einstakling sem gefin eru út að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samkvæmt neðangreindum vinnureglum.

Lyfjaskírteini og nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum

Reglur um útgáfu lyfjaskírteina munu breytast í nýju greiðsluþátttökukerfi. Lyfjaskírteini sem gefin hafa verið út og eru í gildi munu halda gildistíma sínum en réttindi til greiðsluþátttöku breytast.

Fram til 4. maí nk  staðfesta lyfjaskírteini eða auka greiðsluþátttöku SÍ með mismunandi hætti eftir lyfjaflokkum. Eftir 4. maí er greiðsluþátttaka SÍ einfölduð þannig að annað hvort eru lyf með greiðsluþátttöku óháð lyfjaflokkum eða þau hafa ekki greiðsluþátttöku (0-merkt). Lyf sem eru með greiðsluþátttöku falla undir ný greiðsluþrep. Lyfjaskírteini munu í nýju kerfi annars vegar staðfesta réttindi til greiðsluþátttöku í lyfjum sem hafa ekki almenna greiðsluþátttöku (0-merkt) og hins vegar veita fulla greiðsluþátttöku þegar einstaklingar hafa greitt hámarks upphæð samkvæmt ofangreindum greiðsluþrepum. Læknir sækir um lyfjaskírteini til SÍ í öllum tilvikum.

Undantekning frá þessu er að gefin verða út lyfjaskírteini með 100% greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þegar um er að ræða líknandi meðferð í heimahúsi, loka­stigs­nýrnabilun eða alvarlegan geðrofssjúkdóm.

Karl Birgisson (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 18:51

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er frekar verið að flækja kerfið en hitt með þessu nýja kerfi. Til þess að fá afsláttarskýrteini vegna læknakosntnaðar heldur TR utan um kostnað sjúklinga og sendir skírteinið án þess að sjúklingurinn þurfi að sækja um það sérstaklega. Með nýju reglunum um þátttöku í lyfjakostnaði þarf hver sjúklingur að halda bókhald um lyfjaúttektir og vita hvaða lyf falla undir afsláttarkjörin og hver ekki og sækja síðan um lyfjaskírteini þegar hann telur sig vera kominn í hámarksupphæðina. Auðvitað skapar þetta fyrirhöfn og vinnu, bæði fyrir sjúklinginn og "kerfið", sem hægt væri að komast hjá með sömu aðferð og gildir um læknakostnaðinn.

Eftir sem áður stendur óhaggað að þegar jafna á kostnað milli sjúklingahópa þá ætti auðvitað að auka niðurgreiðslur til þeirra sem nú greiða meira en aðrir í stað þess að hækka gjöld þeirra sem nú þegar njóta eðlilegrar niðurgreiðslu. Slíkt er sósíalismi andskotans og ekkert annað.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2013 kl. 19:19

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sósíalismi andskotans er svo sannarlega réttnefni á þessum gjörningi. Gangi þetta eftir að fullu, er alveg ljóst að þessi svokallaða norræna velferðarstjórn mun geta státað sig af því að tekjulágir langveikir Íslendingar munu byrja að "drepast úr blankheitum" í orðsins fyllstu merkingu. Algerlega klikkaður gjörningur. Það er ekkert sem getur réttlætt þetta rugl.

Halldór Egill Guðnason, 25.4.2013 kl. 19:55

9 identicon

Þetta er bara ekki rétt hjá þér elsku Axel minn. Fólk þarf ekki að halda neitt bókhald um þetta sjálft frekar en það vill. 

Það sem er verið að reyna að gera eins og áður hefur komið fram er að gæti meiri jafnaðar og mismuna ekki sjúklingum eftir sjúkdómum.

Það er auðvitað erfitt fyrir t.d. sykursjúka að þurfa að fara að greiða fyrir lyfin sín núna en hvað með t.d. eldri borgarana sem greiða fleiri þúsund krónur mánaðarlega sem geta orðið fleiri tugir eða jafnvel hundruðir á ári? Hvaða sanngirni er að þeir borgi svona mikið en sumir ekkert?? Þetta nýja kerfi er mikil hagsbót fyrir t.d. þennan hóp.

Svo ég taki þessa konu sem dæmi, sem skrifað er um í fréttinni á mbl.is; ef dætur hennar eru báðar yngri en 22 ára þá reiknast þær sem einn einstaklingur sem gerir það þá að verkum að þær eru mun fljótari að safna upp í afslátt. Hinar sykursýkisvörurnar sem konan talar um, strimlarnir og nálarnar sem fylgja mælitækjum sykursjúkra koma til með að vera fríar eins og þær hafa verið. 

Það er alveg greinilegt að fólk tekur bara afstöðu út frá fréttaflutningi en kynnir sér málið ekki neitt.

Þetta er bara eitt dæmi sem ég nefni.

Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 22:10

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rakel, einn angi þessa sósíalisma andskotans er að allt að þrjátíuþúsund manns þurfi að fara til sérfræðilæknis til þess að biðja hann að senda inn beiðni um "þak-skírteini".  Allir hljóta að sjá hvílík skriffinnska þetta verður og fyrir utan fyrirhöfn sjúklinganna og viðbótarvinnuna fyrir læknana, þarf líklega að ráða ótiltekinn fjölda starfsmanna til að sinna þessu pappírsbákni hjá Sjúkratryggingum. 

Samkvæmt vinnureglunum á ekki einu sinni að treysta viðkomandi læknum til þess að meta hvort sjúklingurinn sé að fá rétta meðhöndlun og rétta lyfjameðferð.  Sjá hérna:  http://www.sjukra.is/media/lyfjaskirteini-4.mai-2013/Thak-skirteini_mai-2013.pdf

Því meira sem maður kynnir sér málið, því vitlausara finnst manni það.

Axel Jóhann Axelsson, 25.4.2013 kl. 22:40

11 identicon

Það getur hvaða læknir sem er sótt um þakskírteini fyrir sjúklinginn og ætti það ekki að vera nein fyrirhöfn fyrir sjúklinginn, jafnvel bara eitt símtal.

Þú flækir þetta allt of mikið.

Ég held þú verðir að kynna þér málið enn betur en þú hefur gert.

Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 23:52

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg greinilegt að þetta "snilldarkerfi" er algerlega óskiljanlegt fyrir þá sem eiga að njóta þessara nýju gæða, s.br. þessa frétt:  http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/04/25/sykursjukir_sitja_i_sjokki/

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2013 kl. 01:13

13 identicon

Það virðist vera.

Èg get sagt þèr það Axel að èg starfa í lyfjaverslun og ætti því að vita sitthvað um það hvernig þetta virkar.

Èg skal með ánægju hitta þig eða tala við þig í síma og útskýra þetta betur fyrir þig :)

Rakel Guðmundsdóttir. (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 21:45

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég þykist nú skilja nýja kerfið ágætlega, en það sem ég er að gagnrýna er að réttindi ákveðinna hópa séu skert til að rétta hlut annarra. Nær væri að jafna réttindin með því að auka þau hjá þeim sem lakar standa og jafna réttindin þannig upp á við en ekki niður á við.

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2013 kl. 18:45

15 identicon

Hvernig viltu gera það?

Af hverju eiga ákveðnir hópar sjúklinga að fá lyfin sín frí en aðrir borga? Hver er sanngirnin í því?

Rakel Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 22:04

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rakel, þú verður að lesa athugasemd nr. 14 aftur, en þar kemur (enn og aftur) fram hvernig ég hefði talið réttlátara að breyta kerfinu, þ.e. að niðurgreiðslur yrðu auknar til þeirra sem nú greiða mest án þess að skerða hina.

Eru ekki allir flokkar, ekki síst vinstriflokkarnir, að lofa því að bæta velferðarkerfið með stórauknum framlögum?

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2013 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband