Aldrei aftur óeiningu vinstriflokkanna

Eftir margra ára tilraunir til að sameina alla vinstri menn á Íslandi í einn flokk, sem átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, tókst að berja saman meginhluta Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins, Kvennalistans og Þjóðvaka og stofna Samfylkinguna úr þeim bræðingi.  Þeir sem lengst voru  til vinstri í Alþýðubandalaginu sigldu áfram sinn sjó undir merkjum Vinstri grænna, enda útséð frá fyrstu tíð að "sameining" vinstri manna jafngilti ekki samstöðu og samvinnu, heldur hefur hver höndin verið á móti annarri frá upphafi innan þessara flokka.

Liðin eru þrettán ár frá "sameiningu" vinstri manna og nú eru þeir sundraðri en nokkru  sinni og t.d. hefur Samfylkingin klofnað í a.m.k. þrjár fylkingar og Vinstri grænir í aðrar þrjár.  Þar fyrir utan verða sex til sjö vinstrisinnaðir listar til viðbótar í framboði í kosningunum, sumir í öllum kjördæmum og aðrir jafnvel aðeins í einu.

Engan þarf að undra að þessi sundraða fylking skuli ekki öðlast nokkra einustu tiltrú kjósenda, að ekki sé minnst á frammistöðu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna síðast liðin fjögur, ekki síst hörmuleg örlög "Skjaldborgarinnar um heimilin" og svik VG við stefnu  sína varðandi ESB og reyndar í fleiri málum.

Eina rökrétta niðurstaða kjósenda í komandi kosningum er að hafna algerlega sundrungu og innbyrðis hatri vinstri manna hvers í annars garð og kjósa flokk sem treystandi er til að skapa landinu og íbúum þess bjarta framtíð.

Tekið skal fram að þá er ekki átt við Framsóknarflokkinn. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er augljóslega meiri rifrildi þegar fjöldi manns eru að keppast um að eyða annara manna fé.

Á móti því að fólk ákveður að sá má eiga það fé sem hann aflar.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 19:57

2 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Píratar eru athygli verðir, þar er á ferðinni ný hugsun, en annars væri best að losna við flesta þessarra smáflokka annars lendum við í dönskum stjórnmálum með ótal flokka.

Einnig má segja að Björt framtíð sé Alþýðuflokkurinn afturgenginn, sem var í sumum málum til hægri við Sjálfstæðisflokkinn, meira að segja með sama listabókstaf. VG verður að vera til fyrir þá sem vilja vera til vinstri. Samfylkingin er hins vegar að missa réttlætingu, samfylking um hvað?

Stundum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið klofinn, en það er hann ekki nú. Auðvitað er hægt að velja um einstaklinga. Hann er nú á tímamótum. Vill hann verða lítill hægri flokkur með mjög hreina stefnu og nánast engann innri ágreining (Danmörk), eða vill hann einnig höfða til miðju og veita bæði konum og körlum brautargengi (Þýskaland og Svíþjóð). Vera einnig sá vettvangur þar sem menn bregðast við aðsteðjandi vanda með nýjum hugmyndum, ekki bara elta andstæðingana og skoðanakannanir. Þetta á ekki bara við nú í kosningabaráttunni, heldur einnig á næsta kjörtímabili. Sem leiðandi afl verða menn að hafa eitthvað fram að færa. Maður hefur lítið heyrt frá skólabróður mínum Hannesi Hólmsteini, hvernig hann vill tryggja frelsi. Kallar hann uppvaðandi glæpagengi frelsi? Ekki er hann að hlífa Sjálfstæðisflokkinum frekar en Samfylkingu og Framsókn. Hvað vilja menn gera til að sagan frá 2008 endurtaki sig ekki? Ef menn láta ekki núverandi sveiflu að kenningu verða, þá getur farið enn verr næst.

Nú eins og fyrir flestar kosningar færist fylgi flokka til baka að hluta. En jafn spennandi kosningabarátta hefur sjaldan átt sér stað og ekki gott að vita hvar þetta endar.

Sigurður Gunnarsson, 18.4.2013 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband