Óvinsæl afstaða til verðtryggingar

Þeir eru ekki margir stjórnmálamennirnir núna, sem þora að tjá sig um verðtrygginguna og ræða hana út frá öðrum forsendum en því slagorðaglarmri gegn henni sem tröllriðið hefur allri umræðu um málefnið undanfarin misseri.

Pétur Blöndal hefur verið trúr sinni skoðun á málinu allan tímann og nú  bætist Vilhjálmur Bjarnason í þann hóp, en eftir honum er m.a. haft í fréttinni:  "Vilhjálmur bendir á að laun hafi hækkað um 235% síðan 1992, en á sama tíma hafi verðbólgan verið 148%. Á þessum tíma hafi því orðið mikil aukning kaupmáttar. Ef horft sé til skemmri tíma, til dæmis 5 ára, sé þessu aðeins öfugt farið, eða 43% verðbólga á móti 34% launahækkun, en á síðustu 3 árum hafa launin hækkað um 19,5% á móti 12,5% verðbólgu. Hann segir því nauðsynlegt fyrir fólk að hafa þolinmæði og að til lengri tíma muni launakjör aukast umfram verðbólguna."

Ekki þarf að efast um að Vilhjálmur mun liggja undir miklum árásum á samskiptavefjum næstu daga vegna þessara ummæla, sem þó eru aðeins staðreyndir málsins. 


mbl.is Óþarfi að setja heilt samfélag á hvolf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt í lagi að bíða þetta af sér fyrir þá sem geta greitt af íbúðarlánunum ef þetta á að lagast á 3 til 5 árum. Og taka þar með á sig afleiðingar hrunsins....EN höfuðstóllinn kemur ekki til með að lækka á þessum lánum þó birti til eftir einhver ár. Hann orðar það ekki í þessu viðtali hvað við eigum að gera þegar lánin eru þess vegna komin langt yfir verðmat íbúðar.

Mercury (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 13:19

2 identicon

Sæll Axel Jóhann; og aðrir gestir, þínir !

Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason; eru grímulausir fulltrúar, braskaranna, og Banka Mafíunnar !

Eða; hvers vegna, getum við - þú og ég, keypt okkur fasteign suður á Madagascar í Afríku einfalt, eða austur í Svíþjóð, á sama máta, en þurfum að greiða fyrir samsvarandi hérlendis, 10 - 12 falt, síðuhafi góður ?

Reyndu ekki; að koma með einhverjar innihaldslausar hártoganir, við þessarri spurningu minni, Axel minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 13:42

3 identicon

Það er nú ekki flókið að svara því Óskar, þar sem verðbólga er ekki viðvarandi vandamál er verðtrygging óþörf. Hjá okkur er hún hins vegar vandamál, sem þýðir að horft á nafnvirði borgum við margfalt fyrir húsin okkar. Eins og Vilhjálmur Bjarnason bendir hins vegar á skiptir kannski nafnvirðið ekki öllu máli ef launin okkar vaxa jafnvel enn hraðar á sama tímabili og við borgum upp lánin (20 - 40 ár). Það má í raun hugsa íslenskar krónur milli tímabila sem ólíkan gjaldmiðil, 1000 kr. duga fyrir einhverju í dag sem kostar orðið 2000 kr. eftir nokkur ár, og verðtryggingin miðlar eignum og skuldum á milli þessara ólíku gjaldmiðla.

Ef ég ætti að lána einhverjum mínar krónur í dag og gæti alveg eins búist við að fá greitt til baka sömu upphæð í gjaldmiðlinum krúnum sem er á allt öðru gengi, væri ég tilneyddur til að leggja hressilega áhættuþóknun ofan á sjálfa vextina.

Viktor (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 14:09

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandamálið er að það er ekki jafnræði með þeim sem eiga krónur og þeim sem eiga aðeins vinnugetu.  

Krónueigendur fá ekki aðeins vexti heldur einnig verðtryggingu ef þeir lána út krónurnar sínar.  Þetta kalla sumir að hafa bæði belti og axlabönd.

Launþeginn hefur hvorugt, en myndi glaður sætta sig við verðtryggingu erfiðis síns.

Kolbrún Hilmars, 21.2.2013 kl. 14:45

5 identicon

Kolbrún mín, misstir þú af þeim punkti sem þessi grein snýstu um, þ.e. að launin fyrir þína vinnu halda ekki bara í við verðtryggðar skuldbindingar heldur hafa vaxið meira sé horft til lengra tímabils en síðustu þriggja ára. Verðtrygging erfiðis þíns er við líði, hún er kölluð kjarasamningar og þó að þeir hækki ekki í hverjum mánuði lýkt og verðtryggðar skuldbindingar þá hækka þeir engu að síður reglulega, og yfirleitt meira en skuldbindingarnar.

Viktor (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 15:03

6 identicon

Þetta er nú meira bullið hvað launin eiga að hafa hækkað.

Árið 1979 vann ég á sumrin í frystihúsi á Vestfjörðum.

Ég hafði í laun um 400.000 gamlar á viku.

Svo þega leið að hausti kom ég í bæin og var í námi í Iðnskólanuim. 

Ég lét einn draum rætast sem mig hafði  lengi langað til og það var að læra til

einkaflugmanns. Það var úr að ég lærði hjá Flugtak og fékk mjög gott verð á

flugtímann. Með því að kaupa 30 tíma í einu fékk ég tímann á 15.000.

Semsagt 450.000. Rúmlega vikukaupið mitt þá. Í dag kostar tíminn

23.000. eða fyrir 30 tíma 690.000.  Ég þekki engan í dag sem vinnur í frystihúsi með

um 600.000 á vikuna. Allar  kvittanir fyrir minni flugkennslu á ég til og vitna oft í

þann tíma sem maður hafði mannsæmandi laun. Þeir sem halda því svo fram að laun

hafi hækkað eru bara einfaldlega ekki með réttu ráði. Það er búið að  gera Ísland

að láglaunalandi og venjulegt launafólk á ekki kost á því að veita sér eitt né neitt.

Það er bara staðreynd sem efnameiri vilja ekki sjá né viðurkenna og

hafi þeir skömm fyrir.

Með vinsemd.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 15:34

7 identicon

Þó svo tölurnar séu réttar um laun og verðbólgu þá sýnar rannsóknir að verðtrygging er verðbólguhvetjandi. Við verðum að losna við verðtrygginguna og takmarka völd bankanna til þess að stýra peningamagni í umferð sem er líka verðbólguhvetjandi.

Jón Árni Bragason (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 15:41

8 identicon

Ég biðst forláts, þú hefur frelsað mig, nú hef ég rétta sýn á málið. Auðvitað er kaupmáttur mældur með því að bera saman laun eins einstaklings í einu starfi á móti kaupverði einnar afmarkaðrar þjónustu sem by the way er á engan hátt háð öðrum þáttum eins og t.d. olíuverði. Takk fyrir að sýna mér sannleikann.

Viktor (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 15:48

9 identicon

Nennirðu að henda inn vísun í þessar rannsóknir sem þú nefnir Jón?

Viktor (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 16:08

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viktor minn, ef þú ætlar að gerast "persónulegur" þá hafa mánaðarlaunin mín hækkað um nákvæmlega 19,9% frá janúar 2008 til dagsins í dag.  

Á nákvæmlega 5 árum.   Allt eftir hinni ágætu verðtryggingu sem í kjarasamningi stéttarfélagsins felst.  Að þínum dómi.

Til samanburðar hækkaði orkureikningurinn minn frá OR um 20% - frá ársbyrjun 2012 til dagsins í dag!!!

Kolbrún Hilmars, 21.2.2013 kl. 16:18

11 identicon

Það er alveg sjálfsagt að við ávörpum hvort annað á persónulegum nótum, en eins og ég var að reyna að benda Sigurði á hér að ofan er lítið vit í að ræða verðlagsmál einmitt á þessum nótum sem þú reynir að gera eins og hann, velja eitt starf og bera saman við eina vöru. Launavísitala hefur hækkað um 32% frá 1. janúar 2008 og vísitala neysluverðs um 43% horft til sama tíma. Það sem Vilhjálmur er að benda á er að til lengri tíma hafa launin vaxið meira en verðbólgan, þó að staðan sé í augnablikinu öfug.

Óverðtryggð lán eru núna í boði hjá bönkunum þannig að neytendur hafa í dag val um verðtryggð eða óverðtryggð lán, allt eftir því hvað hentar þeim. Hvers vegna í ósköpunum ætti að banna neytendum að velja þarna á milli? 

Viktor (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 16:36

12 identicon

Er eitthvað að því Viktor að bera saman það sem maður

gat leyft sér þá en ekki nú..???

Til þess að geta gert þetta í dag þyrfti ég að hafa 600.000 á viku og

þá væri ég með þann kaupmátta sem ég hafði 1979.

Ánægjulegt að þú frelsaðist.

Það mættu fleiri.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 16:42

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Viktor, það var einmitt þetta sem ég ætlaði að forðast í upphafi; að ræða alvörumál út frá persónulegu sjónarmiði og hugsanlega þrengra en hæfði málinu.

Ég er ekki að tala um "eitt starf".  Ég er að tala um kjarasamningshækkanir hjá stærsta stéttarfélagi landsins á síðustu 5 árum!!

Svo má bæta því við að það njóta þess ekki allir að launin skili kaupmáttarhækkun síðar.  Sumir missa starf sitt,  aðrir eru í þann mund að fara á eftirlaun.

Að lokum, ég nefndi ekki skuldara einu orði upphaflega - aðeins fjármagnseigendur.  

Kolbrún Hilmars, 21.2.2013 kl. 16:53

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það má líka benda á að gengi krónunar hefur sigið nokkuð mikið undanfarinn 2 ár til dæmis, þar af leiðandi kostar það meirra að kaupa til heimilisþarfa.

Það er rétt hjá Sigurði og Kolbrúnu að kaupmáttur launþega hefur lækkað töluvert í gegnum árin.

Það má líka geta þess að íbúð sem keypt var á 60 miljónir fyrir 2008 og 30 miljónir voru teknar í lán að þá er höfuðstóll lánsins kominn í rúmmar 60 miljónir í dag.

Ekki hafa tekjur þessa fólks aukist þetta mikið á þessum tíma nema síður sé og kaupmáttur þeirra hefur snarlækkað.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 21.2.2013 kl. 17:14

15 identicon

Ágæt dæmi hér um flugið (þó vissulega komi sérstakar olíuverðshækkanir þar inn í og svo náttúrulega missterkt gengi krónu) enn áhugaverðara dæmi af íbúðarlánshækkun.  Ef við segjum til einföldunnar að höfuðstóllinn hefði hækkað af ógreiddu láni (mjög líklega var líka greitt af láninu þennan tíma)  úr 30 í 60 miljónir frá 2008, þá er það 100% hækkun síðustu 4 ár. Hvernig rímar það við 12.5% verðbólgu  síðustu 3 ár.  Þarna ber eitthvað svakalega á milli.

Jú eitt stykki hrun. Er ekki umdeilanlegt að horfa ekki til baka nema að hruninu  þegar fólk er að berjast við samspil þess og  verðtryggingarinnar og segja að blessuð verðtryggingin hafi ekki haldið í við launaþróun þann tíma? Vissulega markar það þó spor í rétta átt. Tekur ekki nema rúm 20 ár að jafnast út með sama áframhaldi, þá náttúrulega ekki reiknað með vöxtunum sem þarf að greiða af oftökunni þann tíma ;-)

Svo bætist við að líklega eru hér í gangi gerfilífskjör þar sem verðlagi er haldið uppi með spreði úr gjaldeyrisvarasjóðnum til að halda genginu uppi á þeim krónum sem ekki eru í böndum hafta.  

 Hér er dæmi frá eldri borgara:

Ellilífeyrir + tekjutrygging + sérstök uppbót til framfærslu-staðgr.  í jan 2013 er 129.028

Þetta sama í jan 2010 var 102.280    þetta gerir hækkun upp á 26.2% á síðustu 3 árum!

Eftir þessu dæmi hafa kjör eldriborgarans haldið í við verðbólgu og vel það en þá er líka eins gott að viðkomandi hafi ekki skuldað krónu við hrun sbr. dæmið að ofan varðandi stórkostlegar hækkanir á höfuðstóli láns.

Auðvitað á alltaf að skoða heildarmyndina í efnahagsumhverfinu, í þeirri mynd er ekki pláss fyrir verðtryggingu eins og hún er framkvæmd í dag. Enda er hún tifandi tímasprengja (svo notað sé orðalag Össurar) ef og kanski þegar gjaldeyrishöftin bresta!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 10:08

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef verðtryggingin hjálpar ekki fjármálafyrirtækjunum sem lána eins og margir benda á að íbúðarlánasjóður er á hausnum með verðtryggðlán og við vitum að lánþegar eru að sligast undan verðtryggðu lánunum, til hvers er þá verið að hafa verðtryggðlán?

Samkvæmt þessu þá höfum við ekkert með verðtryggingu á lánum gera.

En auðvitað vitum við betur ekki heyrist mikið í bönkunum, þeir tylkina ofsagróða upp á miljarða og auðmanna elítan hefur aldrei haft það eins gott.

Kveðja frá London Gatwick

Jóhann Kristinsson, 22.2.2013 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband