Heldur Össur að landar hans séu gleymin fífl?

Pétur Blöndal, þingmaður, varpaði þeirri spurningu til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag hvort samhljómur væri í málflutningi  forsetans og ríkisstjórnarinnar varðandi utanríkismál.

Össur mærði forsetann á allan máta og sagði m.a. samkvæmt fréttinni:  "Össur svaraði því til að hann liti á Ólaf Ragnar sem góðan liðsmann utanríkismálum Íslands. „Hann hefur langhæsta rödd allra þeirra sem tala á Íslandi. Hann er þjóðhöfðinginn. Hann hefur til dæmis tekið þátt í því að setja málefni norðurslóða á dagskrá og það hefur skipt miklu máli.“ Þá sagði hann það hafa verið rétt eftir á að hyggja af forsetanum að beita málskotsréttinum í Icesave-málinu."

 Annaðhvort heldur Össur að hann sé utanríkisráðherra heimskustu og gleymnustu þjóðar í heimi eða hann er bæði að hæðast að forsetanum og þjóðinni í heild.  Er einhver annar en Össur sjálfur búinn að gleyma því sem hann sagði þegar forsetinn fór í opinbera heimsókn til Indlands, skömmu eftir að hann hafnaði ólögunum um Icesave staðfestingar eftir áskorun tugþúsunda kjósenda:  „Það eru einhverjir aðrir sem geta borið töskurnar fyrir hann,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Opinber heimsókn Ólafs Ragnars til Indlands hófst í dag í borginni Bangalore. Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar er með í för þótt heimsóknin hafi verið ákveðin fyrir nærri ári og verið skipulögð í samráði forsetans og ríkisstjórnarinnar.

Svar Össurar í dag er algerlega út úr kú miðað við fyrri framgöngu hans og ríkisstjórnarinnar í þágu erlendra fjárkúgara.


mbl.is Góður liðsmaður utanríkisþjónustunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Maðurinn er ekki loddari fyrir ekki neitt. Hann er falskari en skrattinn sjálfur. Afsaka orðbragðið.

Valdimar Samúelsson, 31.1.2013 kl. 21:15

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

og ætlaði líka að segja góð grein og gott að rifja þetta upp fyrir okkur og þjóð og huga sér að ráðherra geti látið svona orð  í garð Þjóðhöfðingja okkar. Það ætti að senda Alþingi þessa grein.

Valdimar Samúelsson, 31.1.2013 kl. 21:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann veit sem er að þjóðin stendur með Ólafi, og nú á að reyna að fá sér smá "glans" af þeim velvilja, ekki veitir af, því Samfylkingin er í frjálsu falli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2013 kl. 21:31

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Össur er utanríkisráðherra heimskustu og gleymnustu þjóðar heims.

Ég gengst við því sem hluti af þessari heimsku og gleymnu þjóð. 

Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokks-Gallup-klíkunnar sanna þetta, með skoðana-fylgiskönnun Sjálfstæðisflokksins (sem er í raun ekki Sjálfstæðisflokkur þjóðarinnar).

Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann, þótt hann sé ógeðfelldur.

Alvöru Sjálfstæðisflokkur Íslands er ekki til lengur, því hann fór á útsölu fyrir mörgum áratugum síðan, með þeim hörmulegum afleiðingum, að Bretaheimsveldið keypti hann, til að vinna gegn hagsmunum almennings á Íslandi.

Þetta er sorgleg staðreynd um "landhelgis-stríðið", sem enginn þorir að segja upphátt.

Eða reyndar sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins eitt sinn eitthvað á þá leið, að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætti að halda "eignaréttinum" yfir fiskveiðum á Íslandi, þá yrðu kjósendur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn!

Þetta er nú öll "lýðræðisástin" hjá Sjálfstæðisflokknum í núverandi mynd, og hans meðreiðarsveinum. 

Þeim var rutt úr vegi, sem ekki hlýddu Bretaveldinu heimsvædda.

Nú vill "Sjálfstæðisflokkur" Íslands fara sömu leið með Landsvirkjun! Næst verður það líklega vatnsrétturinn! Og enn finnast einstaklingar, sem treysta þessum "Sjálfstæðis"-flokki til að gæta hagsmuna almennings á Íslandi?

Er það ekki "Sjálfstæðis"-flokksklíkan sem hefur Ólaf Ragnar í vasanum þessa dagana?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2013 kl. 21:35

5 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Svarið við spurningu þinni er einfalt og stutt, Axel.

Örvar Már Marteinsson, 31.1.2013 kl. 21:59

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Anna, það er alveg greinilegt að eitthvað er minnið farið að svíkja þig. Það var ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sem færði landhelgina út í 200 mílur og Matthías Bjarnason, einnig Sjálfstæðismaður, bar hitann og þungann af baráttunni við Bretana í því máli, að sjálfsögðu með stuðningi annarra þingmanna og þjóðarinnar.

Að öðru leyti er þetta misminni og rugl þitt ekki svaravert.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2013 kl. 21:59

7 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Brussel - belgurinn Össur getur bara ekki hamið sig, hann er líklega að vona að hann fái einhver atkvæði út á þennan slyðru-hátt...

Maðurinn sem er búinn að róa allan tímann á mið ESB... með fjöregg þjóðarinnar og sjálfstæði í fararteski.

Ólafur Ingi Brandsson, 31.1.2013 kl. 22:16

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Össur er bara Össur. Þetta er algjörlega eðlilegt þegar hann á í hlut.

Magnús Óskar Ingvarsson, 31.1.2013 kl. 22:42

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Hvers virði er landhelgi fyrir Ísland, þegar Bretaveldið segir landhelgina ekki vera til staðar?

Hverjir ráða og stjórna makríl-úthlutuninni og fiskveiðum Skota?

Ég tek því annars af æðruleysi og auðmýkt að þér finnist það sem ég skrifa, ekki svara vert. Þar með ert þú búinn að loka umræðunni, án málnefnanlegra útskýringa og raka. Sumir eru greinilega yfir aðra hafnir, og telja það alveg eðlilegt að til séu tvær mis-réttháar þjóðir í landinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2013 kl. 01:40

10 identicon

Forsetinn hefur aldrei verið hávaða maður og hann hefur aldrei talað hátt. Rödd hans er, eins og hann sjálfur, yfirveguð og svöl, og alls ekki sérlega há, en menn leggja við hlustir og vilja heyra orð hans út um allan heim. Össur hefði aftur á móti frekar átt að heita Öskur. Hann er þekktur fyrir óviðeigandi framkomu sína, hávaða og dólgshátt, sér í lagi þegar hann er í erlendum fjölmiðlum. Hann talar svo sannarlega hátt, þenur sig og belgir, svitnar og blánar í örvæntingu eftir athygli, en því hærra sem hann talar, því meira halda menn fyrir eyrun. Það vill enginn heyra hans orð. Bylur hæst í tómri tunnu. Og Össur er galtóm tunna sem ekkert er innan í annað en botnlaus þrá eftir athygli sem er til orðin af takmarkalausri hégómagirnd og þrá hins veiklundaða persónuleika eftir viðurkenningu hvað sem hún kostar, þó það sé bæði samviska hans og siðferði.

Réttu megin. (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 05:12

11 identicon

Ólafur átti reyndar til hávaða á mótunarárum sínum. Hann óx, dafnaði og vitkaðist. Össur mun sennilega aldrei taka út nokkurn þroska. Hann hefur fyrirgert heimtingu sinni á slíku og þarf að gera langa og stranga yfirbót til að fá aðgang að neinu því sem nokkurs virði er í þessu lífi umfram það sem hann þegar hefur fengið í hendurnar, og flest mun það glatast fljótt, því karmalögmálið sér um sitt.

Réttu megin. (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 05:14

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann hefur haldið það í áratugi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.2.2013 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband