Nornaveiðar og hefndarþorsti

Eftir uppkvaðningu hins fyrirsjáanlega dóms EFTAdómstólsins vegna Icesave virðist vera að rísa upp mikil bylgja hefndarþorsta sem beinist gegn þeim sem ekki þorðu að berjast fyrir lagalegum rétti Íslendinga í baráttunni gegn fjárkúgunartilburðum Breta og Hollendinga, sem dyggilega voru studdir af "vinum okkar og frændum" á norðurlöndunum, að ógleymdu ESB og AGS.

Hefndarþorstanum fylgja nornaveiðar sem einna helst beinast að öllum þeim þingmönnum sem greiddu þriðju og síðustu uppgjafaskilmálunum atkvæði sitt á Alþingi. Þeir sem harðast ganga fram í þessum nornaveiðum virðast algerlega gleyma því að 40% þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um þessa skilmála vildu samþykkja þá, en 60% höfnuðu þeim.

Vilja þeir sem að þessari aðför að "jáliðinu" standa virkilega að 60% þjóðarinnar hefni sín með einhverju móti á öllum þeim kjósendum sem trúðu því að efnahagur þjóðarinnar yrði eins og á Kúbu og í Norður-Kóreu, en því var haldið fram af efnahagsráðherranum og prófessor í Háskóla Íslands?

Þrátt fyrir að allan tímann lægi ljóst fyrir að krafa kúgaranna væri algerlega ólögvarin, óréttmæt og svínsleg og að einhverjir hafi í raun trúað vitleysunni sem haldið var að þjóðinni, er algerlega út í hött að leita hefnda gegn þeim sem ekki vildu taka slaginn fyrir þjóðarhag.

Heimska er ekki lögbrot, sagði einhver einhverntíma, og þó fylgispektin við kúgarana hafi verið ógáfuleg er hefndin og nornaveiðarnar lítið betri.


mbl.is Vilja að þingmenn segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nafnið Vidkun Quisling kemur í huga manns og þá sérstaklega um þá sem sögðu "JÁ" við IceSave samningunum á Alþingi.

Á bara að loka augunum fyrir því að þessir herrar og frúr á Alþingi Íslands ættlaðu að koma okkur fjárgreiðslur upp á hudruði miljarða sem okkur bar ekki að greiða?

Ef þeir gátu ekki staðið í lappirnar á svo einföldu máli þá hafa þessir "JÁ" herrar og frúr ekkert að gera á Alþingi Íslands.

Hvað ættli þessir herrar og frúr geri næst þegar þeir þurfa að standa á rétti Íslands, komi til með að gera? Næst verður það markríllinn.

Treysta landsmenn þessum herrum og frúm Alþingis til að gera rétt fyrir Ísland í þeirri deilu?

Nei ég segi burt með þetta hyski það hefur ekkert að gera á Alþingi Íslands. Þau ættu að sækja um hjá þingi hollendinga og breta þar mundu þau sóma sér vel.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 20:03

2 identicon

Reynið að muns hvaða aðstæður voru þegar samningaleiðin var farin og að fyrstu samningarnir voru á höndum forsætisráðherra, fjármálaráðherra og hinum ólánsama ráðuneytisstjóra

hrunstjórnarinnar.

Munum líka að alþjóðasamfélagið krafðist þess að Íslendingar stæðu í lappirnar ef þeir vildu fá

aðstoð sem þeir þurftu nauðsynlega að fá bara til að geta keypt brýnustu nauðsynjar. Það átti að gerast með samningum Ef málið hefði farið á hinn veginn ættum við þá að fara með eykvíslarnar á Bessastaði eða heim til Sigmundar Davíðs ???. varla. Að síðustu skulum við vera

þakklát fyrir að þessi dómur er bindandi en ekki bara til heimabrúks eins og háttvirtur

forsetinn fullyrti í viðtali við erlenda fjölmiðla

Bergur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 20:06

3 identicon

Það er fólkið sem samþykkti Svavarssamninginn sem á að vera í sviðljósinu, það fólk á að taka pokann sinn og ganga með hauspoka það sem eftir er. Skömm þess fólks er mikil því sá samningur hefði leitt okkur fram af hengifluginu sem þjóð og gert okkur og komandi kynslóðir að efnahagslegum þrælum breta og hollendinga.

Að samþykkja síðasta samninginn er skiljanlegt og fyrirgefanlegt að flestu leiti.

Já við Svavarssamningnum sögðu:

Anna Pála Sverrisdóttir, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Össur Skarphéðinsson

HelgaB (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 20:08

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Jæja, nú mun skítapakkið sem hallast er undir hægri öfgaþjóðernishyggjuna halda áfram með að kyssa á rassinn á hvert öðru og mæra Þar til það fær marbletti.

hilmar jónsson, 29.1.2013 kl. 20:15

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það gleymist alltaf í umræðunni um þessi mál að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, staðfesti lögin um Icesave I, þannig að ekki er það honum að þakka að þau tóku aldrei gildi, heldur var það fyrir baráttu Péturs Blöndal og nokkurra annarra góðra þingmanna fyrir ýmsum fyrirvörum sem samþykktir voru og áttu að verða til að forða þjóðinni frá áratugaskuldaþrælkun í þágu Breta og Hollendinga. Sem betur fer fyrir okkur Íslendinga samþykktu kúgararnir ekki fyrirvarana, enda var ætlun þeirra allan tímann að knésetja Íslendinga fjárhagslega til margra áratuga.

Forsetinn snerist ekki á band þjóðarinnar fyrr en við móttöku tugþúsunda undirskrifta frá almenningi um að synja Icesave II og svo síðar Icesave III staðfestingar. Það er því alls ekki forsetinn sem var bjargvættur þjóðarinnar í þessum málum, heldur var það almenningur sjálfur sem nánast knúði forsetann til samstarfs í styrjöldinni við kúgarana, þó svo að á endanum hafi 40% kjósenda samþykkt Icesave III sem reyndar var illskástur af uppgjafarskilmálunum sem bornir voru á borð fyrir þjóðina.

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2013 kl. 20:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, viltu ekki útskýra þessa orðagátu nánar?

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2013 kl. 20:22

7 identicon

Það er alveg hægt að skilja af hverju sumir alþingismenn kusu með samningum um Icesave. Það er alveg hægt að skilja hugleysi, þó svo maður samþykki það ekki sem eiginleika sem á að prýða alþingismenn.

Alþingismenn sem sýna af sér hug- og dugleysi í störfum sínum fyrir þjóðina, eiga að segja af sér. Við slíkan gerning verða engin eftirmál, engar nornaveiðar, hledur þögult samkomulag um að láta kjurrt liggja, jafnvel smá virðing.

Þeir þingmenn sem ekki segja af sér, og viðurkenna engin mistök, ekkert hugleysi, eiga að vita að slík háttsemi leiðir til harðrar gangrýni, og eftir því sem þingmaðurinn verður þaulsetnari, eitthvað sem kalla má ofsóknir, nornaveiðar og hefndarþorsta.

Ástæðan fyrir óvenju harkalegri gagnrýni er sú staðreynd, að alþingismenn á Íslandi hafa komist upp með að hunsa álit þjóðarinnar, og hafa aldrei borið ábyrgð á einu eða neinu. Og ef almenningur lætur ekki til skarar skríða, þá breytist ekkert.

Fólk hefur náttúrulega val, að þegja eða sýna kurteisi og sitja uppi með vanhæfa, ósvífna og þaulsetna aula sem aldrei skynja sína ábyrgð og axla hana aldrei, eða láta í sér heyra, með þeim hætti sem viðkomandi þingmaður tekur eftir, og neyða hann til afsagnar.

Þingmaður sem hefur verið neyddur til afsagnar vegna vanhæfni er öðrum til viðvörunar.

Og ekki kem ég til með að skilja þá sem vilja slá skjaldborg utan um þá sem skaða sína þjóð, jafnvel Þo svo að þeir skrifi undir fullu nafni og kennitölu.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 20:38

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allra síst er ég að reyna að slá skjaldborg utan um þá sem reyndu að skaða þjóðina með samþykkt uppgjafarskilmála kúgaranna. Þvert á móti hef ég frá því að Svavarssamningurinn leit dagsins ljós bloggað um málið og ekki alltaf verið blíðmáll í garð "kvislinganna" hvar í flokki sem þeir hafa staðið, t.d. gagnrýndi ég þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að láta hafa sig í að samþykkja Icesave III.

Þó svo að ég hafi haft rétt fyrir mér allan tímann um að krafan væri ólögvarin og að tilskipun ESB væri kýrskýr að því leiti að alls ekki væri um ríkisábyrgð að ræða á innistæðutryggingasjóðum, fyllist ég engum hefndarhug í garð þeirra sem létu kúga sig í málinu, eða trúðu dómsdagsspádómunum.

Hvar á að enda nornaveiðarnar?

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2013 kl. 20:52

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Axel, heimska er ekki lögbrot. En gerðir heimskra manna leiða gjarnan til lögbrots, það hefur sannarlega verið staðfest af þeim sem nú sitja í stjórnarráðinu. Það eru ófá verki þessa fólks sem dómstólar hafa þurft að skipta sér af.

Hvort sú heimska sem stjórnvöld og reyndar sumir þingmenn úr stjórnarandstöðu, sýndu í icesavemálinu hafi leitt til lögbrots er ekki gott að segja. Það er þó engin ástæða til að afskrifa það og full ástæða til að skoða það nánar.

Landsdómur var virkjaður í fyrsta skipti árið 2009. Það mál sem lagt var fyrir þann dóm þá, gefur fulla ástæð til að kalla saman dóminn aftur, til að fara yfir gerðir og gerðarleysi ráðamanna varðandi icesave málið.

Það má kalla slíkt nornaveiðar mín vegna, en sjálfur kýs ég að kalla slíkt ákall eftir réttlæti.

Gunnar Heiðarsson, 29.1.2013 kl. 21:05

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Svo er annar kapítuli í þessu máli. Það er þáttur svokallaðra álitsgjafa ríkisstjórnarinnar, menn sem titla sig menntamenn og eru margir hverjir í starfi við að uppfræða unga fólkið okkar.

Þar er greinilega pottur brotinn. Hvort þessir menn séu virkilega svo heimskir að þeir hafi ekki vitað um hvað þeir voru að tala, vil ég ekki trúa. Hitt er þá eftir og það er að þessir menntamenn hafi ákveðið að kasta fræðunum fyrir pólitíska réttsýni.

Hvort er skelfilegra fyrir uppfræðslu unga fólksins, heimskir kennarar eða kennarar sem víla ekki að hagræða fræðunum svo þau falli að einhverri pólitískri réttsýni?

Gunnar Heiðarsson, 29.1.2013 kl. 21:10

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Pétur Blöndal hefur alltaf verið sannur íslendingur og reynt að gera margt gott fyrir íslenzkan fjárhag og koma á lögum að stoppa hringa vitleysu auðmanna elítunar.

Ekki sagði Pétur Blöndal "JÁ" við IceSave samningunum, svo ég viti.

Ég hef nú alltaf vanist því að fólk taki afleiðingum gjörða sinna, en hér á þessari síðu vilja menn ekki að þessi "JÁ" herrar og frúr þurfi þess. Og það get ég ekki skilið.

Vonandi er ástæðan önnur en einhver flokkapólitík að þeir sem vilja ekki fara út í "hendarþorsta og nornaveiðar" eins og pistil höfundur kallar það.

Ég kalla það að fara í vorhreingerningar og losna við all þá sem ekki geta gert vinnuna sína í þágu Íslands eins og þau eru ráðin til að gera.

Ef það er óhæfur maður/kona í flokknum þá á að losna við svoleiðis fólk af Alþingi Ísalnds og flokksmenn ættu að koma því til leiðar. Þessir "JÁ" herar og frúr hafa ekkert að gera með að vera í framboði í vor.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 21:14

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar, það er allt annað mál að dómstólar fjalli um hugsanleg sakamál og kveði upp dóma yfir mönnum reynist þeir sekir um lögbrot. Reynslan af Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde sýndi og sannaði að það er ekki gæfulegt að láta þingmenn ákveða hverjum skuli stefnt fyrir þann dóm og hverjum ekki. Það mál sýndi jafnframt að þingmenn virðast ekki heldur geta metið hvort líklegt sé að lög hafi verið brotin eða ekki. Ekki á að ákæra menn fyrir dómstólum nema verulegar líkur séu á að þeir hafi gerst sekir um lögbrot, en í Landsdómsmálinu reyndust þeir alls ekki færir um slík mat.

Enn verri en Landsdómur er þó dómstóll götunnar, því hann hefur venjulega engar forsendur fyrir líflátsdómum sínum, því yfirleitt eru ekki ljós öll rökin fyrir bæði sekt og sakleysi.

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2013 kl. 21:19

13 identicon

Þó svo að ég hafi neitað báðum samningunum í atkvæðagreiðslu þá er ekki hægt að bera þá saman. Það voru ákveðin rök með því að samþykkja samninga III en þeir fyrstu voru glórulausir og það er umhugsunarvert að ákveðnir þingmenn voru tilbúnir að samþykkja þá óséða.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 21:57

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Stefán það var í tizku þá að smþykkja frumvörp án þess að sjá þau í þá daga og er jafnvel ennþá.

T.d. hér í BNA sagði Nancy Pelosi (Dem) og Forseti Fulltrúadeidarinar þegar hún var spurð um frumvap sem fékk nafnið Obama Care, hvað er í þessu frumvarpi?

Þá svarði hún "þið verðið að greiða atkvæði með frumvarpinu til að fá kíkja í pakkan" sem var yfir 4000 blaðsíður.

Þetta gerist daglega á Evrópu þinginu, og því ekki á Íslandi líka.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 22:07

15 Smámynd: Elle_

Embættismenn og stjórnmálamenn sem beinlínis börðust gegn hag íslensku þjóðarinnar, ætti að rannsaka.  Og mér finnst þessu vel lýst í commentunum að ofan (Hilmar, Gunnar, Jóhann).  Málið var grafalvarlegt og alveg óþarfi og mikil mistök að líða það. 

Nú meina ég ekki hinn almenna mann sem í alvöru trúði þeim sem töluðu fyrir samningunum.

Elle_, 29.1.2013 kl. 22:11

16 identicon

Valkostirnir eru ekki annars vegar að fram fari nornaveiðar og hinsvegar að málið gleymist.

Það er fullkomlega eðlilegt að þeir forystumenn í þjóðfélaginu sem beittu sér fyrir samningunum, sérstaklega þeim fyrri, axli ábyrgð á þeim stórostlega dómgreindarbresti sem þeir sýndu. Trúlega gekk þeim gott eitt til, vafalaust eru flestir af þeim vænsta fólk og engan þeirra á að brenna á báli en það er rétt og skylt að þeir víki úr forystu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 22:34

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elle, auðvitað eru sumir sekari í þessu máli en aðrir og ættu að sæta rannsókn vegna aðkomu sinnar að málinu. Það sem ber að óttast þegar múgæsing grípur um sig að erfitt er að sjá fyrir hvernig slíkt endar. Nytsamir sakleysingjar sem trúðu áróðrinum eru ekki eins ábyrgir og þeir sem verknaðinn frömdu og lugu beinlínis að fólki að hér færi allt í kalda kol ef ekki yrði gengið að afarkostunum og að Íslendingar væru réttu megin við öll lög og reglugerðir varðandi innistæðutryggingarsjóðina.

Munu ekki fjörutíuprósentin taka upp varnarbaráttu ef sextíuprósentin hefja stórsókn gegn "átrúnaðargoðum" þeirra?

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2013 kl. 22:34

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hans, auðvitað ættu viðkomandi að viðurkenna mistök sín og misgjörðir og biðjast afsökunar á þeim. Það er svosem ekki engin kröfuharka að fara fram á slíkt.

Axel Jóhann Axelsson, 29.1.2013 kl. 22:36

19 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hey, þeir tóku Geir H og sendu hann fyrir dómstóla fyrir hluti sem voru gerðir fyrir hann; af hverju ekki að taka nokkra fyrir dóm fyrir hluti sem þeir vissulega gerðu?

Ásgrímur Hartmannsson, 29.1.2013 kl. 23:03

20 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er einn af þessum sem VILDI semja og skammast ég mín ekkert fyrir það. þeir þingmenn sem vildu það líka gerðu rétt að mínu mati. að spila rússnesk rúlettu á kostnað annarra (íslendinga) er vægast sagt aumt. ég er líka feginn að málið fór eins og það fór (og vona að ég heyri ekki aftur orðið Icesave). en að hreykja sér með eftirá visku er vægast sagt ömurlegt (sem allt of margir gera núna) og sýnir aðeins hvað margir íslendingar erum skemmdir

Rafn Guðmundsson, 29.1.2013 kl. 23:08

21 identicon

Rafn: Það var engin rúlletta. Það lá alltaf fyrir að versta mögulega útkoma úr dómstólaleiðinni væri mjög áþekk Icesave III ef neyðarlögin á annað borð héldu en á þau hafði  ekki enn reynt fyrir Hæstarétti. Ef þau hefðu fallið hefðum við verið í ábyrgð fyrir öllum 650 milljörðunum + vöxtum. Sem áhættustjórnun var ekkert vit í Icesave III nema vinningslíkur fyrir dómi (hvað varðar innistæðutrygginguna) væru nálægt núlli.

Framganga ríkisstjórnarinnar í málinu var óverjandi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 23:16

22 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski getum við bara verið sammála um að vera ósammál Hans.

Rafn Guðmundsson, 29.1.2013 kl. 23:22

23 Smámynd: Elle_

Rafn, við vorum ekki að spila neina rúlettu.  Við vissum að lögin væru okkar megin.  Við vissum að EFTA-dómstóllinn væri ekki aðfararhæfur á Íslandi.  Við vissum líka að við gætum verið dregin fyrir dóm, þrátt fyrir ICEsave3, hann var stórhættulegur. 

Það var rússnesk rúletta að sættast á ICEsave1, ICEsave2, ICEsave3.

Elle_, 29.1.2013 kl. 23:38

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað var ekki um neitt rúllettuspil að ræða í þessu máli. Staðreyndir um tilskipun ESB lágu fyrir frá upphafi. Leyfi mér að benda á síðasta blogg mitt því til staðfestingar.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2013 kl. 00:33

25 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Alveg hárrétt hjá þér Elle.

Ég sé ekki af hverju þetta fólk sem var á þingi og sagði "JÁ" við einhverjum af þessum IceSave samningum á að fá að vera áfram á þingi.

Af hverju var sagt "JÁ" við samningum sem sennilega hefði sett þjóðina á hausin sérstaklega sá fyrsti.

Var það vegna heimsku eða vangetu og dugleysis? Skiptir ekki máli hvort er, annað hvort eða bæði eru góð ástæða fyrir að reka þeessi "JÁ" herra og frúr af þingi.

Amaturar eins og þetta "JÁ" hyski hafa ekkert að gera á Alþingi Íslands, burt með það.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 30.1.2013 kl. 00:38

26 Smámynd: Rafn Guðmundsson

síðasta bloggið þitt Axel var EFTIR dóminn - og eins og ég segji stundum - baksýnisspegillinn ........

Rafn Guðmundsson, 30.1.2013 kl. 00:42

27 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Axel, vissulega körpuðu Pétur Blöndal og aðrir á Alþingi,um Icesave 1 blessunarlega,það er einn þáttur þessa stór hættulega máls og eiga þeir miklar þakkir skyldar að mínum dómi.

Forsetinn sem er þjóðkjörinn gegnir kalli tugþúsunda kjörgengra landa sinna og beitir málsskotsréttinum,þegar Steingrímur slengir Icesave 2 framan í þingheim.

Mér er það að meinalausu þótt þú Axel samþykkir ekki björgunarþátt forseta vors,allur heimurinn lítur á hann kostum meiri en þá sem böðluðust við að hengja klafann á samborgara sína. Það má furðu sæta að sá seinasti í raðkúguninni hafi ekki náð að samþykkjast eftir beitingu fjár í taumlausum áróðri.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2013 kl. 04:17

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rafn, þú hefðir átt að smella á orðið ÞESSU í fjórðu málsgreininni.  Hún hljóðaði svona (og hægt er að smella á orðið hérna):  Eins og sjá má af ÞESSU bloggi frá því í júní 2009, þegar uppgjafaskilmálar Svavars og Steingríms J. komu fyrst til umræðu gat hver ólöglærður leikmaður lesið og skilið tilskipunina, enda er niðurstaða EFTAdómstólsins kristaltær þar sem enginn vafi var nokkurn tíma á því hvernig skilja átti efni tilskipunarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2013 kl. 04:30

29 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helga, þú gleymir því að á þessum tíma var Ólafur Ragnar Grímsson einn hataðasti maður þjóðarinnar vegna þehass að hann var einn ötulasti talsmaður banka- og útrásarmafíunnar á sínum tíma. Hann bjargaði æru sinni með því að verða við áskorunum tugþúsunda manna um að staðfesta ekki lögin um Icesave II og svo aftur Icesave III.

Síðan hefur honum tekist að snúa taflinu algerlega við, er orðinn elskaðasti maður þjóðarinnar og fólk meira að segja farið að trúa honum þegar hann segist hafa bjargað þessu máli með því að vísa því til þjóðarinnar. Það var auðvitað ógerlegt fyrir hann að staðfesta seinni samningana, eins og hann gerði með þann fyrsta, gegn kröfu svo stórs hluta þjóðarinnar. Eins og þú bendir sjálf á, hefur honum líka tekist að telja umheiminum trú um að hann sé bjargvætturinn í þessu máli.

Hitt er svo annað mál að hann hefur staðið sig afburða vel að tala máli þjóðarinnar á erlendri grundu og gert stjórnvöldum algera skömm til í því efni, því ekki hafa ráðherrarnir einu sinni reynt að útskýra rétt þjóðarinnar fyrir einum eða neinum, hvorki innan lands eða utan.

Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2013 kl. 04:42

30 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jæja, það voru uppi raddir þegar Vigdís var í þessu embætti,að þjóðhöfðingjar ættu að beita sér til að efla ,,útrás,, fyrirtækja. Ef mér brestur ekki minni varð hún ein af hluthöfum í Decode (veit ekki hve stór). Ólafur fylgdi þessu eftir óvitandi að þar væru bragðarefir á ferð. Ég bendi ekki á að hann sé að miklast yfir sínum þætti í Icesave-leðjunni, við flest gerum það. Öryggið sem hann ber með sér í viðtölum er aðdáunarvert. Hann veit hvað hann getur og nýtir það í botn til bjargar þjóð sinni. Ég hef oft sagt það en tipla yfir það nú,að hann var kornungur fullhugi,sem einn stóð fyrir svörum í landhelgisdeilunni um árið?? Að sjá hann svara enskum/útlendum fréttamönnum og verja útvíkkun landhelginnar,er mér svo minnisstætt,af því dáðist ég á sínum tíma.

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2013 kl. 05:12

31 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég tek algerlega undir með Axel varðandi Ólaf Ragnar. Sama gildir um Pétur Blöndal. En hann var ekki einn. Birgir Ármannsson og Sigurður Kári voru líka staðfastir. Mér sýnist líklegast að afstaða Bjarna Ben hafi að miklu leyti ráðist af því að hann vildi sanna, að honum væri ekki stjórnað af ritstjóra Morgunblaðsins, eins og hann var sífellt sakaður um. Hvað sem annars má segja sýnir afstaða hans, þó röng væri visstu hugrekki, en líka takmarkaða dómgreind. Þótt hann hafi getað fengið meiri hluta þingflokksins með sér gekk hann þarna gegn skoðun meiri hluta almennra kjósenda flokksins, sem ekki vildu leggja skuldir einkafyrirtækis á herðar íslensks almennings.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.1.2013 kl. 08:37

32 identicon

"Helga, þú gleymir því að á þessum tíma var Ólafur Ragnar Grímsson einn hataðasti maður þjóðarinnar vegna þehass að hann var einn ötulasti talsmaður banka- og útrásarmafíunnar á sínum tíma"

Heimildir?

Hvaðan hefur þú þessa vitleysu að Ólafur hafi verið hataður af þjóðinni á þessum tíma??????

Það er lítill og aumingjalegur hópur innan samfylkingar og Vg sem hatar þennan mann, og hefur gert það alla tíð síðan hann hafnaði svavarssamningnum.

Það er lágt risið á þessum vesalingum í dag, talandi um að hætta að horfa til baka og einblína fram á við, fólk sem alla daga, frá morgni til kvölds síðustu fjögur árin hefur lítið talað um annað en fortíðina og sökudólga fortíðar.

Nú má það ekki lengur??????

Þessi tvö ætti að draga fyrir landsdóm, enda afglöp þeirra mun og margfalt alvarlegri en afglöp Geirs Haarde.

Hefðu þau Steingrímur og Jóhanna komið áætlunum sínum í gegn, væri hér breskur fáni fyirr utan stjórnarráðið og við ættum ekki minnsta möguleika á að endurheimta sjálfstæðið nokkurn tíman aftur.

Landráð af gáleysi er varlegur dómur yfir þessu stórhættulega fólki.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 22:16

33 Smámynd: Elle_

Allt satt, Sigurður.

Elle_, 31.1.2013 kl. 00:28

34 identicon

Ég spyr nú bara: Hvaða þjóð var það eiginlega sem kaus í síðustu alþingiskosningum?

Margrét Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband