"Handlangarinn" er sönn hetja og góð fyrirmynd

Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í miklu slysi fyrir fjórtán árum, hefur vakið eftirtekt og aðdáun vegna jákvæðrar afstöðu sinnar til fötlunar sinnar og baráttu fyrir að fá grædda á sig nýja handleggi.

Slíkar aðgerðir hófust sama árið og hann lenti í slysinu og hafa verið að þróast síðan, en ekki hefur þó verið gerð jafn mikil aðgerð og hann mun þurfa að gangast undir þar sem græða þarf á hann nýja handleggi við axlir. Að því leyti er um tilrauna- og tímamótaaðgerð að ræða sem vonandi mun takast vel og a.m.k. er Guðmundur sjálfur fullur jákvæðni og trúar á að vel muni takast að "smella lúkum á kallinn".

Þessi frétt er ein sú jákvæðasta sem heyrst hefur um jólin og viðbrögð Guðmundar ylja sannarlega um hjartaræturnar, því ekki er sjálfgefið að þeir sem fyrir slíkum stórslysum verða lifi lífi sínu janf jákvæðir í anda og þessi hetja hefur sýnt.

Eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtali, þá er sífellt að verða líklegra að hann verði að breyta stöðuheiti sínu í símaskránni á næsta ári, en undnafarið hefur hann skráð sig þar sem "handlangara".


mbl.is „Fara að smella lúkum á karlinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Brandsson

Vonandi gengur karlinum vel..... og ég sting upp á "handhafi" í símaslránna.

Ólafur Ingi Brandsson, 26.12.2012 kl. 04:42

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gaman að maðurinn er bjartsýnn og telur sig færan í flestann sjó ! Gæfan fylgi honum.

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.12.2012 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband