Vesen "Bjartrar framtíðar" og Eurovision

Framboðslistar "Bjartrar framtíðar" fara að líta dagsins ljós á næstunni og munu efstu sæti á listum flokksins í öllum kjördæmum hafa verið ákveðin, þó leynd hvíli að mestu yfir framboðunum enn sem komið er.

Sex manna uppstillingarnefnd mun hafa unnið að því að stilla upp á listana og mun halda áfram að fylla á þá næstu vikurnar eftir því sem tekst að finna fólk sem tilbúið er í framboð fyrir flokkinn.

Að svo fámennur hópur skuli ákveða framboðslistana er afar merkilegt í ljósi stefnuyfirlýsingar flokksins, en í henni má meðal annar lesa eftirfarandi setningar: 

"Beint lýðræði fái meira vægi, ekki einungis með atkvæðagreiðslum heldur ekki síður aukinni þátttöku almennings á öðrum stigum ákvarðanatökunnar."

"Tækninýjungar séu notaðar til þess að einfalda stjórnsýsluna, auka þátttöku fólks í umræðu og ákvörðunum og bæta aðgengi þess að upplýsingum."

"Almennt ríki minna vesen."

"Ísland vinni Eurovision."

Líklega veldur það miklu minna veseni að láta fámenna klíku raða upp á framboðslistana, heldur en að auka þátttöku almennings í ákvaranatökunni og bæta aðgengi fólks að upplýsingum um listana og hvernig að uppröðuninni er staðið. 

Sennilega meinar "Björt framtíð" heldur ekkert með loforðinu um að "Ísland vinni Eurovision". 


mbl.is Forysta í öllum kjördæmum ákveðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt annað en fjórflokkinn takk!

Elías (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 09:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sennilega er lýðræðislegar raðað á framboðslista hjá gömlu flokkunum heldur en hjá þessum nýja "lýðræðiselskandi" flokkur, sem boðar þátttöku almennings í öllum ákvörðunum.

Hræsnin ríður ekki við einteyming á þeim bænum.

Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2012 kl. 18:39

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég kýs fjórflokkinn fremur en "vesenið".

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 22.12.2012 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband