Lygileg vinnubrögð í kvótamálinu

Breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu hefur verið að velkjast í ríkisstjórn og stjórnarflokkunum allt kjörtímailið og frumvörp til breytinga verið lögð fram á hverju þingi frá myndun núverandi volaðs stjórnarmeirihluta.

Í vor tókst ekki að ná samstöðu um þann frumvarpsbastarð sem þá var lagður fram, frekar en á fyrri þingum, en boðað var að nýtt og endurskoðað frumvarp yrði lagt fram á haustþingi.

Þingið hefur nú verið starfandi í nokkrar vikur og ekkert hefur bólað á nýjustu afurð fiskveiðihugsuða ríkisstjórnarinnar fyrr en síðasta mögulega dag til að leggja fram þingmál, eigi þau að fást tekin til umræðu á Alþingi fyrir jól.

Þrátt fyrir að vera með málið á allra síðustu stundu hefur ekki einu sinni tekist að afla fylgis við það meðal þingmanna stjórnarflokkanna, hvað þá að nokkur einasti maður annar hafi séð frumvarpsdrögin og enn síður lýst yfir stuðningi við það.

Þó vinnubrögðin í þessu máli séu lygilegri en nokkur lygasaga eru þau samt sem áður algerlega í takti við aðra vinnu þess stjórnarmeirihluta sem þjóðin verður að þjást undir fram á vorið.


mbl.is Samfylking fundar um kvótafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta segir okkur bara að LÍÚ hefur þessa ríkisstjórn í rassvasanum eins og allar hinar! Og aldrei gleyma: Mikill er máttur LÍÚ. 

Sigurður I B Guðmundsson, 30.11.2012 kl. 19:49

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er Alþingi til skammar Axel að bregðast ekki við útkomunni úr þjóðaratkvæðagreiðslunni spurningu tvö er varðaði auðlindaákvæðið og setja þegar í stað af stað "bindandi" þjóðaratkvæðagreiðlsu þar sem þjóðinni er gefinn kostur á að afnema kvótakerfið og velja þá til dæmis sóknarmark með allan fisk á markað.

Með þessu yrðu flest efnahags vandamál sem snúa að fólkinu í landinu gerð auðveldari til úrlausnar og færið okkur aftur í hóp "siðaðra" þjóða sem virða mannréttindi og frelsi einstaklingsins til athafna.

Ólafur Örn Jónsson, 30.11.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband