Þakkargjörðarhátíð íslenskra púrítana?

 Íslendingar eiga sér marga og mismunandi merkisdaga, sem haldið er upp á með ýmsu móti.  Þrátt fyrir að af nægu sé að taka í því efni virðist einkennileg árátta valda því að fólki finnist það þurfa að bæta við öllum mögulegum og ómögulegum erlendum atburðum og dögum til að halda upp á einnig og má þar benda á Valentínusardag og Hrekkjarvöku sem dæmi.

Nú er enn einn erlendi minningardagurinn að bætast þarna við og er það Bandaríska þakkargjörðarhátíðin.  Á Vísindavefnum má finna eftirfarandi um þakkargjörðardaginn:  "Fyrsta þakkargjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir pílagrímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áður hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumaruppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka Guði fyrir alla hans velgjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villibráð."

Auglýsingar dynja þessa dagana á landsmönnum um  að þessi og hin verslunin selji "þakkargjörðarkalkún" í veislur landans í tilefni dagsins.

Fyrir hvað skyldu íslenskir púrítanar og aðrir landsmenn vera að þakka í dag? 


mbl.is Kalkúnninn vinsæll við þakkargjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ágætis hugmynd að staldra við stöku sinnum (og jafnvel oftar) og leiða hugann að því sem maður er þakklátur fyrir: fjölskylda, vinir, atvinna, heilsa, að fá að búa við vinstri stjórn og svo framvegis.

Erlendur (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli íslenski "sumardagurinn fyrsti" verði ekki tekinn upp í Bandaríkjunum og Evrópu??

Sigurður I B Guðmundsson, 22.11.2012 kl. 17:06

3 identicon

'Eg hef nú reyndar heyrt að þetta hafi byrjað þegar þrælastríðinu lauk,þegar fólk fagnaði að stríðinu var lokið.en það þarf ekki að vera rétt.En svolítið spaugilegt með valentínusadaginn þar sem upphafsmaðurinn heitir sankti Valentinus.Hið rétta er að Valentínus var þingmaður á Rómverska þinginu sem stóð upp og mótmælti þegar átti að banna hermönnum ríkisins að giftast.Þessvegna er þetta dagur elskenda .En ekkert heilagt við þennan Valentínus.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 17:45

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Íslenskir mega þakka fyrir að Mayflower náði landi í Massachusetts og lenti ekki í hafvillum norður til Íslands í nóvember 1621. 

Það má fórna kalkún fyrir þá útsjónarsemi örlaganna.

Kolbrún Hilmars, 22.11.2012 kl. 18:06

5 identicon

'Eg var r'ett ad kyngja sidasta kalkunabitanum, h'er 'i Texas, 'eg get svo sem thakkad vikingunum thad ad nuna sitjum vid uppi med Steingrimm og J'oku

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 20:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Miðað við hina frægu mannfjöldaviðmiðun myndi duga fyrir Íslendinga að grilla vænt kjúklingalæri. Þakkirnar til tvímenninganna sem þú nefnir, Rafn, byggjast hins vegar á svelti.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2012 kl. 21:11

7 identicon

Við erum dugleg við að apa fávitaskapinn eftir USA í sífellu. Það er hreinlega allt vont sem þaðan kemur. Enda þjóðfélagið í USA fjársjúkt og geðbilað.

Nossari (IP-tala skráð) 22.11.2012 kl. 22:07

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nossari, varla ert þú hátt skrifaður í heimi sálfræðinga og geðlækna.

Axel Jóhann Axelsson, 22.11.2012 kl. 22:40

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Samkvæmt því sem mér var kennt í barnaskóla voru þessir púritanar sem komu frá Plymouth ekki aldeilis eins vel staddir og Vísindavefurinn segir þér. Sagan var á þá leið að uppskerubrestur hafi orðið og fólkið illa farið af hungri og vosbúð, en þá skyndilega hafi hafi nánast dimmt um miðjan dag. En ástæðan var sú að mörg þúsund kalkúnar komu fljúgandi og settust á akrana.  Því sé þakkargjörðarhátíðin, til að minnast þess atburðar er drottinn sendi þeim vetrarbirgðir af þessum holdmikla fugli.

En þeir Íslendingar, sem apa upp alla siði eftir Ameríkumönnum, gætu alveg haldið upp á að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd og svo og að Jón Gnarr er borgarstjóri, góðu heilli.

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.11.2012 kl. 23:59

10 identicon

Þetta er ekki rétt. Það voru Indjánar sem byrjuðu að hafa kalkúnahátíð á þessum tíma. Þetta er því Amerískasti hátíðisdagurinn af öllum. Hann boðar frið og þakklæti. Nýju Bandaríkin halda þarna upp á að saminn var friður við Indjána með kalkúnamáltíð eins og hefð þeirra var (en margir fáfróðir um Ameríska menningu hafa gleymt, og þekkja bara upprunann meðal hvítra manna). Þakkargjörðarhátíðin er hátíð allra, til að þakka fyrir allt það góða í lífinu, og halda hann hátíðlegan með þeim sem maður er þakklátastur fyrir í lífinu. Sumir Bandaríkjamenn halda upp á kristna hátíðisdaga, sumir hindúíska, sumir búddhíska, sumir gyðinglega, sumir kwanza og slíkt, sumir islamska og sumir ótal margt annað. En ALLIR, nema Vottar Jehóva sem trúa því allir formlegir hátíðisdagar séu af hinu illa (,en samt megi gera sér glaðan dag,) þar í landi halda upp á Þakkargjörðardaginn. Hann er því tákn einingar í fjölmenningu, sameiginlegar hugsjónir faldar undir því sem sundrar, og von um friðsæla framtíð mannkyns með sameiginlega von. En fáfróðir menn og yfirborðslegir, sem aldrei hugsa lengra en léleg Hollywood mynd, og sjá bara hysmið en aldrei kjarnann, og kunna því vel að dæma það sem annarra er og lítillækka það, af öfund, hatri og ótta, þeir hafa gaman af að henda gaman að slíkum degi.

Bandaríkjamaður (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 03:30

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bandaríkjamaður, ekki var ég a.m.k. að lítillækka eða dæma á nokkurn hátt þennan gamla og góða Bandaríska sið að halda Þakkargjörðardag. Ég var einungis að benda á að við Íslendingar ættum yfrið nóg af alls kyns "dögum" sem við höldum upp á og ástæðulaust og óþarft væri að bæta alls kyns "erlendum" dögum þar við.

Bergljót, það styttist væntanlega í að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda og að Jón Gnarr verði ekki lengur borgarstjóri. Þess vegna tekur því ekki að efna til hátíðarhalda af því tilefni sem þú stingu upp á.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2012 kl. 08:43

12 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Til sveita voru haldin töðugjöld (seini part september) til að gleðjast og þakka forsjóninni fyrir

sumarið.

Leifur Þorsteinsson, 23.11.2012 kl. 11:21

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Töðugjöld eru gamall og góður siður og ennþá er örugglega haldið upp á þau til sveita enn í dag. Sumsstaðar á landinu er einnig haldið Sólarkaffi til að fagna sólarsýn að nýju, eftir að sól hefur ekki náð yfir fjallatoppana í einhverjar vikur eða mánuði.

Þetta og margt fleira álíka eru íslenskir siðir sem ástæða er til að viðhalda, en alger óþarfi að bæta við hverjum þeim erlenda sið sem kaupmenn reyna að koma hér inn vegna viðskiptahagsmuna sinna.

Axel Jóhann Axelsson, 23.11.2012 kl. 20:40

14 identicon

Sæll og takk fyrir það. Skil þína afstöðu vel. Orðum mínum var ekki beint til þín heldur þeirra sem kommenta hjá þér og líkja því sem í augum margra Bandaríkjamanna er þeirra allra dýrmætasta hátíð, vegna þess sem hún táknar, við skrum og auglýsingamennsku. Þeir geta kennt um eigin fáfræði og yfirborðsmennsku að túlka hátíðina sem slíka. Hún er okkar hjartans mál, ævaforn og hlaðin fallegum merkingum engu að síður, hvað sem líður hatri þeirra á okkur og því sem okkur stendur hjartanu næst.

Bandaríkjamaður (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 21:17

15 identicon

Er hálfur-Ameríkani, að hluta til Indjáni. Stolltur af því og elska þessa hátíð. Það er alveg fólk hér á Íslandi sem heldur þessa hátíð út af einhverju örðu en að vera ginkeyptur fyrir auglýsingum og lélegum bíómyndum líka. Lélegar bíómyndir endurspegla ekki raunveruleikann. Bandarísk menning er raunveruleg, og engum aðgengileg gegnum bíómyndir, sjónvarpsþætti og aðrar blekkingar af því tagi, heldur aðeins með raunverulegum, nánum kynnum, byggðum á grundvelli umburðarlyndis, víðsýnis og fordómaleysis, af þjóð okkar og landi, ásamt því að vera víðlesinn um okkar menningarheim og margþættu, flóknu sögu.

Bandaríkjamaður (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 21:20

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég sló einungis upp því sem mér var kennt í barnaskóla í sambandi við þakkargjörðarhátíðina, enda svosem vantrúuð á að þetta væri rétt. Það er mjög auðvelt að Googla sannleikann í því máli.

Ef landsmenn eru svo skyni skroppnir að kjósa yfir sig Sjálfstæðisflokkinn enn og aftur, svo ég tali nú ekki um hvernig þeir stóðu sig þegar þeir voru síðast við völd, þá verði þeim að góðu.

Ef til vill er draumur fólksins sem kýs flokkinn að elta frjáshyggjuna blint og ímynda sér að þeir komist í aðstöðu til að svíkja, pretta og verða ofboðslega ríkir.

Ég sný ekkert til baka með að Jón Gnarr er besti borgarstjóri okkar í fjöldamörg ár. Skoðaðu bara sorgarsögu flokksins þegar hann fékk síðast tækifæri í Reykjavík. Það er alveg ótrúlegt hversu margir heittrúaðir verða blindir á sannleikann.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.11.2012 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband