Annað bankahrun í Evrópu? Með vinstri stjórn á Íslandi?

Vinstri menn á Íslandi hafa frá hruni rekið þann áróður að bankakreppan á vesturlöndum árið 2008 hafi verið ríkisstjórn Geirs H. Haarde að kenna, reyndar með þátttöku Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra. Samkvæmt hefði ekki orðið neitt bankahrun í veröldinni hefði eitthvað verið spunnið í þá kumpána sem leiðtoga. Reyndar þykist enginn muna að Samfylkingin fór með bankamálin í þeirri ríkisstjórn, enda passar það illa inn i áróðurinn.

Í þessu ljósi vekur upphaf fréttar af heimsókn og fyrirlestri hinnar vinstrisinnuðu Evu Joly mikla athygli, en hún hefst á þessum orðum: "Eva Joly hefur áhyggjur af öðru fjármálahruni og segir banka- og fjármálamenn í heiminum ekkert hafa lært af kreppunni og að risavaxnir bónusar séu aftur orðnir að veruleika."  Um þessar mundir er ESB einnig að samþykkja nýja eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með bönkum í evrulöndunum og grípa í taumana, fari þeir yfir strikið í fjármálavafstri sínu.

Það hljóta að þykja mikil tíðindi meðal vinstri manna á Íslandi að hvergi í heiminum, nema á meðal þessara sömu íslensku vinstri manna, skuli nokkrum einasta manni detta í hug að fjármála- og bankakreppan árið 2008 hafi verið íslenskum stjórnmálamönnum að kenna og ekki einu sinni íslenska seðlabankanum.

Meira að segja kratar og kommar í öðrum löndum vita hverjir og hvað varð þess valdandi að  kreppan skall á og að svokallaðir útrásarvíkingar, en ekki stjórnmálamenn, urðu þess valdandi  að hún kom illa niður á Íslendingum.

Verði önnur bankakreppa í  Evrópu eða Bandaríkjunum munu íslenskir vinstrimenn líklega seint kenna vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. um hana, þótt slíkt væri rökrétt framhald af fyrri áróðri þeirra um bankakreppuna árið 2008.


mbl.is Óttast annað hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aðdtagandinn að hruninu var nokkuð langur: kvótabraskið, einkavæðing bankanna og Kárahnjúkaframkvæmdirnar allt saman magnaði upp kæruleysið og léttúðina sem olli þessari harkalegu lendingu. Hagfræðingar spáðu þessu og vöruðu við en ekki var á þá hlustað. Það er gegndarlaus áróður að núa endalaust vinstri mönnum um að hafa „kennt“ íhaldsmönnum um allt þetta.

Það var gegndarlaus oftrú á frjálshyggju og einkavæðingu sem átti meginþátt í hruninu.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2012 kl. 22:33

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hannes Hólmsteinn spáði ekki hruni. Margir erlendir hagspekingar voru búnir að benda á margfalt heimsmet Íslendinga í hlutfalli skuldsetninga á móti þjóðarframleiðslu.

Í því fólst snilldin þó mest að dómi Hannesar hugmyndafræðings.

Manstu Axel Jóhann hversu marga fyrirlestra Hannes hélt fyrir frjálhyggjumenn og aðra óbreytta um íslenska efnahagsundrið og öll ökonomisku undrabörn íslensku þjóðarinnar?

Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 22:52

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvað olli bankakreppunni í Bandaríkjunum og í Evrópu? Var það Hannes Hólmsteinn, Geir H. Haarde eða Davíð Oddsson?

Hvers vegna er hætta á nýju bankahruni í Evrópu að mati Evu Joly? Aldrei hefur henni dottið í hug að kenna ofangreindum mönnum um hrunið hér á landi, frekar en í öðrum löndum.

Það eru eingöngu íslenskir vinstrisinnar sem leika pólitískan skollaleik og blekkingar varðandi þessi mál öll.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2012 kl. 23:03

4 identicon

Sæll.

Eva Joly var kannski ágæt sem saksóknari í Frakklandi en hún skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum eins og málflutningur hennar sýnir glögglega.

Í lok fréttarinnar segir hún að bankamenn eigi að fjárfesta með sjálfbærum hætti, t.d. í byggingum í og heimilum. Veit konan ekki að það var gert í t.d. USA og það olli samt hruni? Mikill fjöldi íbúða stendur nú auður í USA vegna offjárfestingar. Var ekki fjárfest hérlendis í fasteignum eins og enginn væri morgundagurinn? Hvað eiga íslenskar lánastofnanir margar fasteignir? Síðast þegar ég vissi átti ÍLS um 1700 íbúðir og verulegur hluti þeirra er tómur!! Það kemur alltaf illa út þegar þeir sem ekki eiga fé fara að segja öðrum sem eiga fé hvað gera eigi við þetta fé.

Hvaða gagn er að því að setja þak á laun í fjármálageiranum? Hverju á það að redda? Af hverju er slíkt þak lausn? Ef þeir sem eiga banka eru nógu vitlausir til að borga einstaklingum sem ekki kunna að reka banka alltof há laun er það vandamál þeirra sem eiga bankann og borga launin, ekki einhverra sjálfskipaðra sérfræðinga úti í bæ. Illa reknir bankar eiga að fara á hausinn eins og öll önnur fyrirtæki sem ekki bera sig.

Af hverju spyr konan ekki spurningarinnar sem máli skiptir? Hvaðan komu allir peningarnir sem hægt var að lána bæði hér og erlendis? Hvernig stendur á því að henni sést yfir þetta lykilatriði? Af hverju var allt í einu hægt að lána í allt á árunum fyrir hrun en nokkrum árum áður var það ekki hægt? Hvaðan komu peningarnir? Follow the money og þá sjá menn berlega rætur þessarar kreppu.

Svo segir hún líka að við þurfum lýðræðislega stjórn á fjármagni. Á þá almenningur að greiða atkvæði um það hvað bankar fjárfesta í? Við höfum lýðræðislega stjórn á fjármagni hjá hinu opinbera og þar er allt í mínus!! Við skuldum þúsundir milljarða!! Konan er alveg úti að aka þó ég efist ekkert um að hún vilji raunverulega laga ástandið.

@1: Trúir þú virkilega því sem þú ert að segja? Örfáir hagfræðingar spáðu þessu hruni, örfáir. Hvernig í ósköpunum getur þú tengt Kárahnjúka við alþjóðlega fjármálakreppu? Er Káranhnjúkavirkjun rót húsnæðisvandans í USA (vanda sem stjórnmálamenn bjuggu til)sem hleypti þessari kreppu af stað? Hérlendis var enginn frjálshyggja ríkjandi, hvorki á árunum fyrir hrun né þar á undan. Flettu upp hvað orðið frjálshyggja þýðir. Frjálshyggja er ekki massív framleiðsla reglna, frjálshyggja er ekki sístækkandi opinber geiri. Staðreyndirnar eru ekki í nokkru samræmi við þennan málflutning þinn. Hvaða opinbera stofnun olli því að krónan var kolvitlaust skráð á árunum fyrir hrun? Einkafyrirtæki bera enga ábyrgð á kolvitlausu gengi krónunnar og ekki heldur einkavæddu bankarnir.

@2: Ef HHG væri frjálshyggjumaður hefði hann ekki tekið sæti í SÍ sem miðstýrir efnahagslífi landsins. HHG hefur gert margt gott en hann er gott dæmi um mann sem veit mikið en skilur ekki neitt. Ef ég ætti að velja á milli HHG sem einræðisherra á landinu og Svavars Gests, Steingríms J., Jóhönnu, Lúðvíks Geirs eða Árna Páls, svo nokkur dæmi séu tekin, myndi ég velja HHG því þrátt fyrir annmarka sína ber hann höfuð og herðar yfir þó kóna sem nú sitja á alþingi.

Helgi (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband